Fara í efni  

Fréttir

Laust starf sérfræðings á þróunarsviði - ertu reiknimeistari?

Byggðastofnun óskar eftir að ráða drífandi talnasnilling sem býr yfir miklu frumkvæði, skipulögðum vinnubrögðum og getu til að sinna spennandi rannsóknum á sviði byggðamála auk greiningu fjárhagsupplýsinga, einkum á sviði póstmála. Um er ræða spennandi starf fyrir einstakling sem hefur áhuga á leiða faglegt starf, sinna rannsóknum, greiningum og þekkingarmiðlun. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100%. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Helstu verkefni:

  • Greining á fjárhagsupplýsingum – bókhaldskerfum. Góð kunnátta í Excel skilyrði
  • Framkvæmd rannsókna og úrvinnsla gagna
  • Skýrsluskrif og þekkingarmiðlun
  • Faglegur stuðningur við ýmis verkefni á sviði tölfræðigreininga og gagnaúrvinnslu

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á sviði hagfræði, viðskiptafræði eða af sambærilegu sviði sem nýtist í starfi
  • Góð hæfni í úrvinnslu fjárhagsupplýsinga og notkun á gagnavinnslukerfum, einkum Excel  
  • Þekking og reynsla af rannsóknum
  • Góð færni í samskiptum
  • Drifkraftur, metnaður og skipulagshæfileikar
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

Frekari upplýsingar um starfið

Byggðastofnun er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið starfsumhverfi og samheldinn starfsmannahóp. Umsækjendum er bent á að frekari upplýsingar um Byggðastofnun á vefsíðunni www.byggdastofnun.is

Aðalskrifstofa stofnunarinnar er í nýju húsnæði á Sauðárkróki en í samræmi við byggðastefnu stjórnvalda er möguleiki á að ráða í starfið óstaðbundið.  Byggðastofnun hefur tekið saman og birt upplýsingar um mögulegar starfsstöðvar fyrir óstaðbundin störf sem má finna á vefsíðu stofnunarinnar. Umsækjendur eru beðnir um að tilgreina ósk um starfsstöð í umsókn sinni.

Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknin getur gilt í sex mánuði frá birtingu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Senda skal umsókn til Byggðastofnunar, Sauðármýri 2, 550 Sauðárkróki eða á netfangið postur@byggdastofnun.is. Frekari upplýsingar um starfið veita Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður þróunarsviðs, sigridur@byggdastofnun.is eða Hjalti Árnason forstöðumaður lögfræðisviðs, hjalti@byggdastofnun.is eða í síma 455 5455.

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2023

Atvinnuauglýsing á PDF formi


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389