Fréttir
Hver hlýtur Eyrarrósina 2023?
Almennt
15 mars, 2023
Í átjánda sinn auglýsa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair nú eftir umsóknum um Eyrarrósina. Viðurkenningin er veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem hefur fest sig í sessi. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 miðvikudaginn 13. apríl.
Lesa meira
Nýr framkvæmdastjóri NORA
Almennt
14 mars, 2023
Halla Nolsøe Poulsen, 45 ára og frá Færeyjum, hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri NORA. Hún tekur við embætti af Ásmundi Guðjónssyni sem einnig er færeyskur og hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra s.l. átta ár.
Lesa meira
Opið fyrir umsóknir í Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina
Almennt
13 mars, 2023
Opið er fyrir umsóknir í Lóuna og er umsóknarfrestur til 27. mars 2023. Áherslur Lóu nýsköpunarstyrkja árið 2023 eru verkefni sem komin eru af byrjunarstigi og tengjast samfélagslegum áskorunum á borð við loftslagsmál, sjálfbærni í heilbrigðis- og menntamálum og sjálfbærni í matvælaframleiðslu.
Lesa meira
Hugtakasafnið - viðburður 16. mars
Almennt
9 mars, 2023
KOMPÁS þekkingarsamfélagið býður til opins viðburðar þann 16. mars kl. 13:00-14:00. Kynnt verður veflausn Hugtakasafnsins sem er samstarfsverkefni fjölda aðila innan sem utan Þekkingarsamfélagsins.
Lesa meira
Landsréttur staðfestir úthlutun aflamarks á Þingeyri
Almennt
1 mars, 2023
Síðastliðinn föstudag kvað Landsréttur upp dóm í máli sem höfðað var á hendur Íslenska ríkinu vegna úthlutunar Aflamarks Byggðastofnunar á Þingeyri i á árinu 2018.
Lesa meira
Opið kall vegna undirbúningsverkefna í Norðurslóðaáætluninni
Almennt
21 febrúar, 2023
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um undirbúningsverkefni í Norðurslóðaáætluninni og er umsóknarfrestur til 8. mars nk.
Verkefnin eru til að þróa verkefnahugmyndir, gera þarfagreiningar og byggja upp alþjóðlegt teymi verkefnisaðila og ætluð bæði reyndum og óreyndum aðilum á þessum vettvangi.
Frekari upplýsingar eru á heimasíðu áætlunarinnar og hjá landstengilið hennar Reinhard Reynissyni á reinhard@byggdastofnn.is
Lesa meira
NORA auglýsir verkefnastyrki 2023, fyrri úthlutun
Almennt
21 febrúar, 2023
Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) styrkir samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja, strandhéraða Noregs. Nú er komið að fyrri úthlutun ársins 2023.
Lesa meira
Glæðum Grímsey á tímamótum
Almennt
17 febrúar, 2023
Lokaíbúafundur var haldinn í byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey þann 14. febrúar sl. Þar með var komið að þeim tímamótum að Byggðastofnun dró sig formlega í hlé úr verkefninu. Undirbúningur verkefnisins hófst á árinu 2015 og íbúaþing var haldið í apríl 2016. Verkefnið hefur hefur verið framlengt tvisvar sinnum. Það má með sanni segja að Grímseyingar hafi tekið höndum saman á verkefnistímanum og unnið að mörgum framfaramálum í eynni.
Lesa meira
Ákvörðun um endurgjald til handa Íslandspósti ohf. vegna alþjónustu á árinu 2022
Almennt
15 febrúar, 2023
Samkvæmt lögum nr. 98/2019 um póstþjónustu, eiga allir landsmenn rétt á alþjónustu sem uppfyllir tilteknar gæðakröfur og er á viðráðanlegu verði, sbr. 1. mgr. 9. gr. laganna. Samkvæmt 12. gr. sömu laga getur póstrekandi sem er útnefndur til að veita alþjónustu sótt um til Byggðastofnunar að honum verði með fjárframlögum tryggt sanngjarnt endurgjald fyrir þá starfsemi sem um ræðir ef að hann telur að alþjónusta sem honum er skylt að veita hafi í för með sér hreinan kostnað.
Lesa meira
Tólf verkefni fá 130 milljónir til að efla byggðir landsins
Almennt
14 febrúar, 2023
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 130 milljónum króna til 12 verkefna á vegum sjö landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 (aðgerð C.1). Alls bárust 32 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 857 m.kr. fyrir árið 2023.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember