Fréttir
Lokaskýrsla rannsóknarinnar Náttúruhamfarir og félagsleg seigla
Nýlega lauk rannsóknarverkefninu Náttúruhamfarir og félagsleg seigla sem unnið var á vegum Austurbrúar en verkefnið var eitt fjögurra verkefna sem Byggðastofnun styrkti árið 2021 úr Byggðarannsóknasjóði.
Markmið rannsóknar var að greina og kortleggja afleiðingar aurskriðanna á Seyðisfirði í desember 2020 með tilliti til samfélagslegrar seiglu. Unnið var að heildstæðri greiningu á þeim styrkleikum og veikleikum sem hafa áhrif á þróun samfélagsins á Seyðisfirði næstu árin. Skriðuföllin ollu gríðarlegu tjóni í bænum er aurskriður féllu á hús með þeim afleiðingum að þau skemmdust eða urðu gjörónýt og mikið óvissuástand skapaðist. Að auki varð mikið tjón á fjölda húsa og eigna þegar vatn flæddi inn í kjallara. Á svipstundu var jafnvægi samfélagsins raskað og fjöldi íbúa þurfti að yfirgefa heimili sín. Rannsakendur telja mikilvægt að fylgjast áfram vel með samfélagslegri þróun Seyðisfjarðar og meta í stærra samhengi afleiðingar og eftirköst um leið og endurreisn og ný tækifæri eru kortlögð. Seigla eða viðnámsþol er meðal mikilvægra þátta sem geta skipt lykilmáli fyrir samfélög sem verða fyrir áföllum.
Tekin voru viðtöl við íbúa sem og viðbragðsaðila. Einnig var rafræn spurningalistakönnun lögð fyrir íbúa þar sem notast var við þrjá staðlaða spurningalista til að leggja mat á upplifaða samheldni íbúa, almenna andlega heilsu og líðan og upplifaða streitu. Auk spurninga sem sérstaklega voru gerðar fyrir rannsóknina. Leitast var eftir að meta áhrif hamfaranna á líðan íbúa, upplifun og öryggiskennd.
Niðurstöður leiddu í ljós að flestir viðmælendur sögðu andrúmsloftið jákvætt og höfðu upplifað samstöðu í samfélaginu. Áfallið var sameiginlegt fyrir íbúana sem upplifðu óöryggi og ógn, sáu eyðileggingu og óttuðust um afdrif bæjarins. Úrvinnsla áfallsins og viðbrögð íbúa í kjölfarið var ólík en rannsókn Austurbrúar leiðir í ljós að afleiðingar skriðufallanna eru áfallastreita hjá hluta íbúa, veðurótti og áhyggjur af frekari náttúruhamförum. En einnig að samheldni íbúa á Seyðisfirði mælist yfir meðallagi í kjölfar aurskriðanna í desember 2020 og að seigla íbúa birtist í bjartsýni og baráttuhug fyrir bænum.
Rannsóknina í heild sinni má sjá hér.
Nánari umfjöllun rannsóknar er einnig að finna á vef Austurbrúar.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember