Fréttir
Byggðastofnun fær jafnlaunamerkið
2 mars, 2018
Jafnréttisstofa hefur veitt Byggðastofnun heimild til að nota jafnlaunamerkið. Í því felst að staðfest er að Byggðastofnun hafi fengið vottun á jafnlaunakerfi sínu samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST 85:2012 og uppfylli öll skilyrði staðalsins. Þar með hefur hún fengið staðfestingu á því að launaákvarðanir séu kerfisbundnar, að fyrir hendi sé jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum jafnlaunastaðals og að reglubundið er fylgst með því hjá stofnuninni að starfsfólk sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf hafi sambærileg laun óháð kynferði. Í 1. grein jafnréttisáætlunar fyrir Byggðastofnun kemur fram að konum og körlum skulu greidd jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og skulu njóta sömu kjara er varða önnur starfskjör og réttindi.
Lesa meira
Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar frá Garði er handhafi Eyrarrósarinnar 2018
1 mars, 2018
Eyrarrósin, sem árlega er veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni var afhent rétt í þessu í Neskaupstað. Það var listahátíðin Ferskir vindar frá Garði sem hlaut viðurkenninguna að þessu sinni. Frú Eliza Reid, verndari Eyrarrósarinnar, afhenti verðlaunin.
Lesa meira
Leikum okkur með menningararfinn
1 mars, 2018
Áhugaverð námsstefna um leikjavæðingu náttúru- og menningararfs verður haldin í Borgarbókasafninu föstudaginn 16. mars. Námsstefnan er hluti af CINE verkefninu sem nýtur styrks úr Norðurslóðaáætluninni (NPA) íslensku þátttakendurnir eru Gunnarsstofnun og Locatify.
Lesa meira
Íbúaþing á Þingeyri 10. - 11. mars
28 febrúar, 2018
Helgina 10. – 11. mars er íbúum á Þingeyri og öðrum sem hafa tengsl við staðinn, boðið til íbúaþings í Félagsheimilinu. Með þinginu hefst verkefni þar sem Byggðastofnun, Ísafjarðarbær, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Vestfjarðastofa og síðast en ekki síst íbúar, taka höndum saman til að efla byggð á Þingeyri.
Lesa meira
Málþing um raforkumál
26 febrúar, 2018
Byggðastofnun stendur fyrir málþingi um raforkumál á Íslandi fimmtudaginn 8. mars næst komandi í Hofi á Akureyri. Málþingið hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:30. Boðið verður upp á léttan hádegisverð frá kl. 12:00.
Lesa meira
Innleiðing náttúrutengdrar endurhæfingar í starfsendurhæfingu
22 febrúar, 2018
Starfsendurhæfing er mjög mikilvæg þjónusta fyrir fólk sem dettur út af vinnumarkaði vegna heilsubrests og er afgerandi fyrir möguleika þess á að komast aftur í vinnu. Í fámennum byggðarlögum þurfa starfsendurhæfingarstöðvar að geta boðið upp á þjónustu fyrir mjög margleitan hóp og uppfyllt þarfir fólks með ólíkan vanda. Í náttúrutengdri starfsendurhæfingu er lögð áherslu á að nýta stórbrotna náttúru í endurhæfingunni og dregnir fram styrkleikar þess að búa og starfa í dreifbýli og þeir nýttir í endurhæfingunni.
Lesa meira
Aðlögun barna flóttafólks að íslenska skólakerfinu
21 febrúar, 2018
Í nýrri samantekt Fjölmenningarseturs kemur fram að nemendum af erlendu bergi brotnu hefur fjölgað nánast sleitulaust allt frá árinu 2004 á öllum skólastigum. Einnig kemur fram að lágt útskriftarhlutfall þeirra úr framhaldsskólum sé stórt vandamál. Kheirie El Hariri meistaranemi við Háskólann á Akureyri vinnur nú að rannsókn á aðlögun barna flóttafólks að íslenska skólakerfinu þar sem aðstæður eru alla jafna afar ólíkar því sem börn flóttafólks hefur átt að venjast. Því er mikilvægt að huga að leiðum til að auðvelda aðlögun þeirra að skólum.
Lesa meira
Aflamark Byggðastofnunar – boð um samstarf
21 febrúar, 2018
Á grundvelli reglugerðar nr. 643/2016 auglýsir Byggðastofnun eftir samstarfsaðilum um nýtingu viðbótaraflaheimilda á Tálknafirði, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Drangsnesi, Hrísey, Raufarhöfn, Bakkafirði og Djúpavogi fiskveiðiárin 2018/2019, 2019/2020, 2020/2021, 2021/2022, 2022/2023 og 2023/2014.
Á grundvelli reglugerðar nr. 1064/2015 auglýsir Byggðastofnun eftir samstarfsaðilum um nýtingu viðbótaraflaheimilda í Grímsey fiskveiðiárin 2018/2019, 2019/2020, 2020/2021, 2021/2022, 2022/2023 og 2023/2014.
Lesa meira
Vöru- og markaðsþróun grásleppuhrogna
19 febrúar, 2018
Byggðastofnun hefur frá árinu 2015 veitt styrki til meistaranema á háskólastigi sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Styrkirnir koma af fjárveitingu byggðaáætlunar og eru veittir til verkefna sem hafa skírskotun til markmiða eða aðgerða byggðaáætlunar. Tilgangurinn með verkefninu er að auka vitund og áhuga háskólanema á byggðamálum og byggðaþróun og tengsl við byggðaáætlun hverju sinni.
Lesa meira
Samanburður á orkukostnaði heimila
19 febrúar, 2018
Á fundi stjórnar Byggðastofnunar þann. 16. febrúar sl. var kynnt ný samantekt þróunarsviðs Byggðastofnunar um orkukostnað heimila á ársgrundvelli.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember