Fara í efni  

Fréttir

Byggðastofnun fær jafnlaunamerkið

Jafnréttisstofa hefur veitt Byggðastofnun heimild til að nota jafnlaunamerkið. Í því felst að staðfest er að Byggðastofnun hafi fengið vottun á jafnlaunakerfi sínu samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST 85:2012 og uppfylli öll skilyrði staðalsins. Þar með hefur hún fengið staðfestingu á því að launaákvarðanir séu kerfisbundnar, að fyrir hendi sé jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum jafnlaunastaðals og að reglubundið er fylgst með því hjá stofnuninni að starfsfólk sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf hafi sambærileg laun óháð kynferði. Í 1. grein jafnréttisáætlunar fyrir Byggðastofnun kemur fram að konum og körlum skulu greidd jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og skulu njóta sömu kjara er varða önnur starfskjör og réttindi.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest á sl. ári með lögum nr. 56/2017 sem fela í sér breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum.

Byggðastofnun var ásamt Landmælingum Íslands í hópi brautryðjenda meðal opinberra stofnana á þessu sviði árið 2013 þegar Byggðastofnun hlaut jafnlaunavottun VR og hefur viðhaldið henni æ síðan. Stofnunin er því vel í stakk búin nú til að uppfylla allar kröfur hinna nýju laga. Megin breytingin frá jafnlaunavottun VR er sú að nú er framkvæmd verkefnisins komin á hendur opinbers aðila, Jafnréttisstofu, sem gefur út jafnlaunamerki þegar henni hefur borist vottunarskírteini ásamt skýrslu um niðurstöðu úttektar frá aðila sem hefur hlotið faggildingu í samræmi við reglugerð um vottun nr. 1030/2017 á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins.

Kynbundinn launamunur er meinsemd í íslensku þjóðfélagi og jafnréttismál eru á meðal mikilvægustu byggðamála. Kynbundinn launamunur er til þess fallinn að veikja grundvöll byggðar hvar sem hann er að finna, og er eflaust meðal margra ástæðna þess að sumstaðar hallar á konur í íbúafjölda svæða. Það er því við hæfi að Byggðastofnun hafi þetta jafnan sjálf í huga. Leiðrétting á þessu misrétti kemur ekki af sjálfu sér.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389