Fara í efni  

Fréttir

Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar frá Garði er handhafi Eyrarrósarinnar 2018

Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar frá Garði er handhafi Eyrarrósarinnar 2018

Eyrarrósin, sem árlega er veitt framúrskarandi  menningarverkefni á landsbyggðinni var afhent rétt í þessu í Neskaupstað. Það var listahátíðin Ferskir vindar frá Garði sem hlaut viðurkenninguna að þessu sinni. Frú Eliza Reid, verndari Eyrarrósarinnar, afhenti verðlaunin.

Að Eyrarrósinni standa í sameiningu Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Air Iceland Connect og var þetta í 14. sinn sem verðlaunin voru veitt.

Sú hefð hefur skapast á undanförnum árum að verðlaunaafhendingin fari fram í höfuðstöðvum verðlaunahafa síðasta árs. Sami háttur var hafður á nú og því voru verðlaunin veitt í Egilsbúð í Neskaupstað þar sem handhafi 2017 var þungarokkshátíðin Eistnaflug. 

Frú Eliza Reid verndari Eyrarrósarinnar flutti ávarp og afhenti viðurkenningarnar. Verðlaunin sem Ferskir vindar hljóta er fjárstyrkur; tvær milljónir króna, auk verðlaunagrips sem hannaður er af Friðriki Steini Friðrikssyni vöruhönnuði. 

Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildarmynda, Patreksfirði og samtímalistasýningin Rúllandi snjóbolti, Djúpavogi sem einnig voru tilnefnd til verðlaunanna hlutu hvort um sig 500 þúsund krónur peningaverðlaun. 

Dómnefnd hafði meðal annars þetta um listahátíðina Ferskir vindar að segja:

„Aðstandendur Ferskra vinda hafa ekki bara sýnt metnað í verki við skipulag hátíðarinnar heldur seiglu og úthald sem hefur skilað sér í viðburði sem hefur gildi bæði fyrir Reykjanes og íslenskt menningarlíf"  

 Meðfylgjandi eru tvær myndir frá athöfninni í dag. Annars vegar af þeim tilnefndu, ásamt valnefnd Eyrarrósarinnar og frú Elízu Reid verndara Eyrarrósarinnar.  Hins vegar er mynd af Mireyu Samper frá Ferskum vindum handhafa Eyrarrósarinnar, Vigdísi Jakobsdóttur Listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík og frú Elizu Reid. 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389