Fara í efni  

Fréttir

Tímamót í verkefninu „Bíldudalur – samtal um framtíðina“

Tímamót í verkefninu „Bíldudalur – samtal um framtíðina“
Frá íbúafundinum á Bíldudal

Þegar verkefnið „Bíldudalur – samtal um framtíðina“, hófst haustið 2013, ríkti óvissa um stöðu byggðar á Bíldudal en vonir stóðu til uppbyggingar í fiskeldi.  Sú hefur nú orðið raunin og íbúum fjölgar jafnt og þétt.  Því líður nú að lokum verkefnisins, sem er eitt af sjö verkefnum á vegum Byggðastofnunar undir heitinu „Brothættar byggðir“. 

Miðvikudaginn 18. maí, var haldinn íbúafundur á Bíldudal þar sem staða verkefnisins var metin og rætt um styrkveitingar og hvernig hægt sé að tryggja að verkefnið skili árangri til lengri tíma.

Húsnæðismál, heilbrigðisþjónusta, samgöngur og umferðaröryggi, voru þeir málaflokkar sem þátttakendur á íbúaþinginu 2013 settu á oddinn í forgangsröðun málefna. 

Stefnt er að nýrri aðkomuleið inn í bæinn, sem er m.a. liður í því að auka umferðaröryggi.  Samkvæmt samgönguáætlun er stefnt að Dýrafjarðargöngum, ásamt nýjum vegi yfir Dynjandisheiði, á árunum 2016 – 2018. Viðbygging við Byltu er í fjárhagsáætlun Vesturbyggðar fyrir þetta ár, en með því mun aðstaða heilbrigðisstofnunar batna til muna.  Hafist verður handa um leið og verktakar fást í verkið.  Vesturbyggð hefur ráðið verkefnisstjóra samfélagsuppbyggingar fyrir sveitarfélagið.  Verið er að kanna möguleika á sölu lausasölulyfja á Bíldudal, en það kallar á breytingar á lögum og reglugerðum á landsvísu og óvíst hvort það tekst.  Þá má þess geta að ráðinn hefur verið íþróttafulltrúi á sunnanverðum Vestfjörðum, sem er í samræmi við skilaboð íbúaþingsins.  

Árangur af verkefni sem þessu, snýst ekki síst um hvernig íbúar fylgja málum eftir sjálfir.  Íbúasamtökin á Bíldudal stofnuðu hóp á Facebook og stóðu um tíma fyrir íbúakaffi reglulega.  Skógræktarfélag Bíldudals gekk í endurnýjun lífdaga og starfar nú af krafti. 

Verkefnisstjórn er skipuð fulltrúum frá þeim sem standa að verkefninu, þ.e. Byggðastofnun, Vesturbyggð, AtVest og íbúar á Bíldudal.  Verkefnisstjórn hefur úthlutað styrkjum að upphæð samtals sjö milljónum, til eftirfarandi verkefna: 

  • Þjálfun vettvangsliða, sem geta sinnt bráðaþjónustu meðan beðið er læknis og sjúkraflutninga.  Námskeið verður haldið um leið og búið er að finna fólk sem vill taka þetta að sér.  
  • Könnun á möguleikum til að byggja minna og ódýrara íbúðarhúsnæði.  AtVest vinnur nú að þessu og er niðurstöðu að vænta í haust. 
  • Uppbygging samfélagsmiðstöðvar í Skrímslasetri.  Bókasafnið verður flutt þangað og þar verður jafnframt komið upp skrifstofuaðstöðu.

Í lok íbúafundarins, fóru fram umræður í hópum, þar sem rætt var um þrjár spurningar.

Við spurningunni um hverju verkefnið hefur skilað, var það afgerandi álit að það hafi aukið meðvitund um íbúalýðræði og þátttöku, samkennd og trú á samfélaginu.  Til að verkefnið lifi áfram, er mikilvægast að íbúasamtökin verði sterk og Vesturbyggð haldi áfram að þróa íbúalýðræði, að mati þátttakenda.  Niðurstaða um fyrirkomulag styrkveitinga var sú að óskað verði eftir umsóknum og verkefnisstjórn fái síðan fulltrúa eða alla stjórn íbúasamtakanna í lið með sér við að forgangsraða verkefnum og taka ákvörðun um styrki, en verkefnisstjórn hefur fimm milljónir til styrkja, sem er óráðstafað. 

Verkefnisstjórn mun starfa til áramóta, en eftir það lýkur verkefninu formlega og framhaldið og eftirfylgnin færist í hendur heimamanna.  Ef marka má þann kraft og samheldni sem ríkir í samfélaginu á Bíldudal, verður þar vel að verki staðið.  


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389