Fara í efni  

Fréttir

Byggðastofnun hefur styrkt 45 verkefni á vegum Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir tekur nú til sjö svæða á landinu. Á hverju svæði hafa verið veittir styrkir til þróunarverkefna og annarra samfélagseflandi verkefna. Tekið er mið af því að þau séu í samræmi við þær áherslur sem íbúarnir hafa sjálfir lagt á íbúaþingum sem haldin voru á öllum svæðunum í upphafi verkefnistímans og stefnumótun verkefnanna. Styrkir eru veittir árlega og hafa þegar verið styrkt 45 verkefni á sex af svæðunum. Alls hafa verið veittar 57 mkr. í styrki fram til þessa.

Ekki hafa enn verið veittir styrkir á vegum Brothættra byggða í Öxarfjarðarhéraði, en þess má þó vænta með haustinu. Verið er að afgreiða styrkumsóknir í verkefninu á Bíldudal og mun það liggja ljóst fyrir á næstu dögum. Í Grímsey er styrkfjármunum ársins að stærstum hluta varið til úrbóta á fjarskiptasambandi.

Nokkur dæmi um verkefni sem hafa hlotið styrk:

  •  Samfélagsmiðstöð á Bíldudal: Sameiginleg menningarmiðstöð, þar sem íbúar geta komið saman til hinna ýmsu verkefna. Flytja bókasafn Bíldudals í Skrímslasafnið og búa hlýlegt að gott umhverfi með betra aðgengi fyrir eldri borgara og nýtist sem nokkurs konar samfélagsmiðstöð þar sem hægt er að koma saman í smærri eða stærri hópum. Aðstaða fyrir námsmenn til að læra og stunda fjarnám.
  •  Upplýsingamiðstöð á Breiðdalsvík: Fjöldi ferðamanna kemur til Breiðdalsvíkur. Rekstur upplýsingamiðstöðvar er mikilvægur fyrir ferðamenn og atvinnufyrirtækin í ferðamennsku, en ekki síður íbúa. Verður reynslan notuð í framtíðinni við frekari markaðssetningu og stefnumótun.
  •  Útivistar- og umhverfisfræðsla í Kirkjubæjarskóla: Fræðsla fyrir nemendur sem búa rétt við þjóðgarð. Nemendum er kennt að njóta útiveru, fá þjálfun í notkun áttavita og staðsetningartækni o.fl. og farnar ferðir.
  •  Raufarhöfn á gullaldarárunum: Gera á tólf söguskilti um Raufarhöfn ásamt því að vinna að vídeóverkum þeim tengdum. Skiltin verða í mánaðarröð og lýsa markverðum hlutum er gerðust á svæðinu í hverjum mánuði fyrir sig. Skiltin verða hluti af stærri sýningu ef vel tekst til.
  •  Þurrkun náttúruafurða í Hrísey: Tilraunaverkefni, frumhönnun og smíði á sérhæfðum tækjum til þurrkunar á lífrænum náttúruafurðum. Verkefnið nýtir sér sérstöðu Hríseyjar, nýtir náttúruafurðir eyjarinnar og er atvinnuskapandi.

 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389