Fréttir
Lífróður Grímseyinga – framtíð byggðar rædd á íbúaþingi
Íbúar Grímseyjar eiga sér þá framtíðarsýn að byggð í eynni blómstri, með útgerð og ferðaþjónustu og vel hirtu umhverfi. Börnin í grunnskólanum telja einstakt að alast upp í Grímsey og eru ánægð með nálægð við náttúruna og samfélag sem er eins og ein fjölskylda. Í framtíðarsýn sinni, sáu þó einhver þeirra Grímsey fyrir sér yfirgefna og mannlausa og að náttúran hefði náð yfirhöndinni. Sú sýn endurspeglar óvissu og ótta Grímseyinga um framtíð byggðar í eynni, sem helgast af erfiðri stöðu þriggja útgerða. Þeirri óvissu er nú að hluta til eytt, en nægir ekki eitt og sér til að tryggja byggð í Grímsey.
Fiskveiðar og útgerð eru forsenda byggðar í Grímsey og því mikilvægast að styrkja þessa þætti, ásamt öðrum þeim atvinnugreinum sem þegar eru í eynni. Þetta eru meginskilaboð tveggja daga íbúaþings sem haldið var dagana 1. og 2. maí, sem nær allir fullorðnir íbúar í eynni sóttu og er það metþátttaka. Einnig var grunnskólinn heimsóttur og rætt við nemendur.
Á íbúaþinginu varð töluverð umræða um þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur lofað. Í samþykkt hennar frá nóvember sl., segir: „Aðgerðir ríkisstjórnar verða ferþættar. Mun stuðningurinn felast í því að styrkja stöðu útgerðar, bæta samgöngur við Grímsey, framkvæma hagkvæmniathugun á lækkun húshitunarkostnaðar og með verkefninu Brothættar byggðir.“
Íbúar í Grímsey kalla eftir efndum þessa loforðs. Þeir sjálfir eru tilbúnir að róa lífróður fyrir byggðina sína, en það þarf að haldast í hendur við aðgerðir stjórnvalda. Á því veltur framtíð byggðar í Grímsey.
Þátttakendur á þinginu bentu á leiðir til að styrkja sjávarútveg, s.s. aukinn byggðakvóta, fullvinnslu, sérstakan byggðakvóta til byrjenda og aðstoð við fyrstu bátakaup.
Samgöngumál brenna á Grímseyingum. Á þinginu var kallað eftir fjölgun ferjuferða, sérstaklega yfir sumartímann og lækkun á flutningskostnaði og fargjöldum. Eyjarskeggjar sjá tækifæri í ferðaþjónustu, en bæta þarf innviði. Stórbæta mætti aðstöðu til fuglaskoðunar, þróa minjagripi úr efniviði úr eynni og huga að markaðssetningu Grímseyjar sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Áhugi er á að efla viðburði í eynni og búa til fleiri viðburði fyrir heimafólk og gesti.
Grímsey er eina þéttbýlið á Íslandi, sem kynt er með olíu og þarf að leita nútímalegri og sjálfbærari lausna. Kallað var eftir tilraunaborunum eftir heitu vatni og viðraðar hugmyndir um vindmyllu.
Höfnin er lífæð og andlit byggðarinnar og tímabært að huga að skipulagningu hennar. Bæta þarf umhverfi og ásýnd hafnarsvæðisins og víðar í eynni og fráveitumál þarfnast úrbóta.
Sveitarfélagið þarf að bæta aðstöðu og tómstundir fyrir börn að mati íbúa og ungir og aldnir eiga sér draum um nýtt íþróttahús. Huga þarf að úrbótum í heilbrigðisþjónustu.
Íbúaþingið markar upphaf að byggðaþróunarverkefni sem hlaut nafnið „Glæðum Grímsey“ og er eitt af sjö verkefnum undir merkjum „Brothættra byggða“ á vegum Byggðastofnunar, sveitarfélaga og stoðkerfis. Nú verður skilaboðum þingsins fylgt eftir af verkefnisstjórn sem skipuð er fulltrúum frá Akureyrarkaupstað, Byggðastofnun, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og Eyþingi. Verkefnið mun standa í allt að fjögur ár. Verkefnisstjóri er Helga Íris Ingólfsdóttir.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember