Fréttir
Íbúaþing fyrir Kópasker og nærsveitir
Nú um helgina verður haldið íbúaþing fyrir íbúa á Sléttu, Kópaskeri, Núpasveit, Öxarfirði og Kelduhverfi. Það er liður í verkefninu Brothættar byggðir sem er á vegum Byggðastofnunar, en samfélagið við Öxarfjörð var eitt af tólf byggðarlögum sem óskuðu eftir þátttöku í verkefninu árið 2014 og eitt þriggja sem varð fyrir valinu. Að verkefninu standa Byggðastofnun, Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Eyþing og íbúar.
Íbúaþingið verður haldið í Lundi og hefst kl. 11 á laugardaginn, 16. janúar. Þar munu íbúar móta dagskrána og það er í höndum þeirra hver umræðuefnin verða. Dagskrá laugardagsins lýkur kl. 16 en þingið hefst á ný kl. 11 á sunnudag og lýkur kl. 15. Þátttakendur hafa frjálsræði með mætingu, hvort þeir eru með alla helgina eða hluta hennar. Að sjálfsögðu er þó kostur að sem flestir mæti og séu með eins og aðstæður þeirra leyfa. Ekki þarf að skrá þátttöku, bara mæta. Boðið verður upp á veitingar.
Íbúaþingið er fyrst og fremst ætlað íbúunum, en öðrum þeim sem hafa hag byggðarlagsins að leiðarljósi gefst kostur á að mæta og heyra niðurstöður þingsins við lok þess, um kl. 14 á sunnudag.
Góð þátttaka íbúa er lykilatriði varðandi árangur af verkefninu og með þátttöku í íbúaþinginu gefst íbúum einstakt tækifæri til að hafa áhrif á mótun þess.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember