Fara í efni  

Fréttir

Vel mætt á íbúafund á Breiðdalsvík

Hátt í 50 manns sóttu íbúafund verkefnisins „Breiðdælingar móta framtíðina“ á Breiðdalsvík mánudaginn 16. nóvember sl. Þar var rætt um framtíðarsýn og markmið og fram komu ýmsar hugmyndir að verkefnum. Mikil jákvæðni og samheldni einkenndi fundinn.  

Á fundinum fór Bjarni Kr. Grímsson verkefnisstjóri yfir drög að markmiðum og framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið, sem byggja á skilaboðum íbúafundar frá árinu 2013.  Þrjú meginmarkmið voru til umræðu í vinnuhópum og voru niðurstöður þeirra kynntar í lok fundar. 

Verkefnisstjórn og verkefnisstjóri vinna áfram með niðurstöðurnar og jafnframt gefst íbúum áfram tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við Bjarna verkefnisstjóra, netfang bjarni@austurbrú.is eða í síma 4703808.

Eftirfarandi framtíðarsýn var sett fram:

Í Breiðdal ríki stöðuleiki og fjölbreytni í atvinnulífi. Sveitarfélagið sé eftirsótt af ferðamönnum og til búsetu vegna náttúrunnar og það að vera kyrrlát og fögur byggð sem veitir öryggi, vellíðan og góða þjónustu.

Framtíðarsýnin er studd með þremur meginmarkmiðum:

  1. Skapa áhugaverðan og spennandi stað sem ástæða er til að sækja heim.
  2. Tryggja stoðir sjávarútvegs og landbúnaðar.
  3. Vekja  áhuga á og vakta mannlífið og umhverfið.

Undir hverju meginmarkmiði eru nokkur undirmarkmið.  

Í lok fundarins afhenti forstjóri Byggðastofnunar Aðalsteinn Þorsteinsson, styrki úr verkefninu að fjárhæð  7 milljónir króna.  Alls bárust 11 umsóknir, en eftirtaldir níu umsækjendur hlutu styrki:

  • Lundasetur Íslands, kr. 500.000,  
  • Hið austfirzka bruggfjelag, kr. 500.000,  
  • Flygilvinir í Breiðdal, kr. 900.000  
  • Menningardagur 2015, kr. 500.000
  • Matvælavinnsla beint frá býli, kr. 500.000  
  • Breiðdalssetur, kr. 500.000
  • Heimasíðugerð Breiðdalshrepps, kr. 500.000  
  • Samverustundir á Hótel Bláfelli, kr. 500.000
  • Markaðskynning, kr. 2.600.000

Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389