Fara í efni  

Fréttir

Aflamark Byggðastofnunar - boð um samstarf á Tálknafirði

Aflamark Byggðastofnunar - boð um samstarf á Tálknafirði

Á grundvelli bráðabirgðaákvæðis XIII í lögum nr.116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum og reglugerðar nr.606/2015, auglýsir Byggðastofnun eftir samstarfsaðilum um nýtingu viðbótaraflaheimilda á Tálknafirði í Tálknafjarðarhreppi, allt að 400 þorskígildistonnum.
Lesa meira
Aflamark Byggðastofnunar - boð um samstarf á Breiðdalsvík

Aflamark Byggðastofnunar - boð um samstarf á Breiðdalsvík

Á grundvelli bráðabirgðaákvæðis XIII í lögum nr.116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, auglýsir Byggðastofnun eftir samstarfsaðilum um nýtingu viðbótaraflaheimilda á Breiðdalsvík í Breiðdalshreppi, allt að 150 þorskígildistonnum. Um er að ræða viðbót við 150 þorskígildistonn sem þegar hefur verið samið um nýtingu á á Breiðdalsvík.
Lesa meira
Ný heimasíða NPA (áður NPP)

Ný heimasíða NPA (áður NPP)

Nýrri heimasíða NPA (Northern Periphery and Arctic Programme 2014-2020) hefur verið ýtt úr vör. Á síðunni er hægt að nálgast gagnlegar upplýsingar um áætlunina, verkefni, umsóknir, handbækur o.fl.
Lesa meira
Fyrsti fundur verkefnisstjórnar

Fyrsti fundur verkefnisstjórnar Brothættra byggða í Hrísey

Fyrsti fundur nýskipaðrar verkefnisstjórnar í verkefninu „Brothættar byggðir“ í Hrísey var haldinn s.l. fimmtudag, 10. september. Á fundinn mættu fulltrúar Byggðastofnunar, Akureyrarbæjar, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Eyþings og íbúa í Hrísey. Rætt var um stöðuna í Hrísey bæði hvað varðar atvinnulíf og samfélag og um skipulag samstarfsins framundan.
Lesa meira
Byggðaleg áhrif innflutningsbanns Rússa

Byggðaleg áhrif innflutningsbanns Rússa

Um miðjan ágúst óskaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eftir að Byggðastofnun tæki saman upplýsingar um mat á byggðalegum áhrifum viðskiptabanns Rússa.
Lesa meira
NORA: Umsóknarfrestur til 5. október

NORA: Umsóknarfrestur til 5. október

Norræna Atlantssamstarfið, NORA, styrkir samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. Í því augnamiði veitir NORA verkefnastyrki tvisvar á ári til verkefna sem eru í samstarfi a.m.k. tveggja aðildarlanda, en löndin innan NORA eru Ísland, Grænland, Færeyjar og strandhéruð Noregs. Nú óskar NORA eftir styrkumsóknum með umsóknarfrest mánudaginn 5. október 2015.
Lesa meira
NordMap - norræn kortavefsjá

NordMap - norræn kortavefsjá

Í byrjun september var ný norræn kortavefsjá formlega tekin í notkun. Með vefsjánni er hægt að nálgast samanburðarhæfar upplýsingar um lýðfræði, vinnumarkað og áhrifasvæði borga/stærra þéttbýlis. Gera má ráð fyrir að fleiri gagnasett komi inn í gagnagrunninn og hann verði þróaður áfram.
Lesa meira
Merki ESPON

ESPON: Laus störf

Auglýst er eftir starfsfólki í fimm störf í Lúxemborg sem tengjast ESPON, þrjú störf sérfræðinga og tvö hálf störf verkefnisstjóra. Störfin eru á vegum GIE LERAS – Luxembourg European Research & Administration Support, sem er starfsstofnun Lúxemborgarháskóla og ráðuneytis sjálfbærrar þróunar og grunngerðar í Lúxemborg. GIE LERAS starfar til stuðnings evrópskum byggða- og svæðararannsóknum. Nánari upplýsingar um störfin fást hér.
Lesa meira
Merki ESPON

ESPON

Ísland tekur þátt í ESPON 2020, samstarfsáætlun ESB um byggðarannsóknir, ásamt Noregi, Sviss og Liechtenstein. Undirbúningur stendur nú yfir á fyrsta verkefnaútboði ESPON 2020 og gert ráð fyrir því um mánaðamót október og nóvember nk. Eitt útboð er í gangi með tilboðsfrest til 14. september nk. Í því er óskað eftir tilboðum í verkefni sem felur í sér endurhönnun, uppfærslu og viðhald á ESPON-vefnum og tengdum þáttum.
Lesa meira
Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar – júní 2015

Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar – júní 2015

Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar – júní 2015, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 27. ágúst 2015. Hagnaður tímabilsins nam 36,5 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall í lok júní skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 21,38% en var 20,2% í lok árs 2014.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389