Fréttir
Íslenskir þátttakendur í þremur nýjum Norðurslóðaverkefnum.
1 mars, 2016
Heildarverðmæti verkefna er um 5.7 milljónir evra eða um 804 milljónir íslenskra króna.
Norðurslóðaáætlunin (NPA) samþykkti á stjórnarfundi 24. febrúar sl.stuðning við fimm ný verkefni, þar af eru þrjú með íslenskum þátttakendum.
Verkefnin með íslenskri þátttöku sem voru samþykkt eru:
- Northern runoffs into profits: WaterPro er samstarfsverkefni Finnlands, Svíþjóðar, Norður-Írlands, Írlands, Skotlands, Færeyja og Íslands. Verkefnið mun m.a. leita lausna við að draga úr áhrifum mengunar í vötnum og jarðvegi. Þá verður leitað nýrra leiða við að nýta affallsvatn frá landbúnaði og námum. Íslenski þátttakandinn er Landbúnaðarháskóli Íslands. Styrkur til verkefnisins er 1.288.606 evrur en heildarkostnaður verkefnisins um 2 milljónir evra.
- Building shared knowledge capital to support natural resource governance in the Northern periphery: BuSK er samstarfsverkefni Finnlands, Írlands, Svíþjóðar, Noregs, Færeyja, Grænlands og Íslands. Verkefnið mun þróa skipulagsverkfæri PPGIS (Public Participatory Geograpical Information System) sem mun nýtast við ákvarðanatökur um landsskipulag og nýtingu náttúruauðlinda. Í þróunarvinnunni verður lögð áhersla á samvinnu og þátttöku, stjórnvalda, landeigenda, hagsmunaðila og að nýta staðbundna þekkingu. Íslenski þátttakandinn er Háskóli Íslands en auk þess er fjöldi íslenskra samstarfsaðila í verkefninu s.s.Vatnajökulsþjóðgarður, Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Kirkjubæjarstofa og Náttúrustofa Suðausturlands. Styrkur til verkefnisins er 1.199.282 evrur en heildarkostnaður um 2 milljónir evra.
- Apply skills and conserve our enviroment with new tolls: ASCENT er samstarfsverkefni Írlands, Noregs, Norður-Írlands, Finnlands og Íslands. Þróunarverkefni sem tekst á við aðferðafræði, skipulag, verkferla og úrbætur í landgræðslu – þróaðar verða aðferðir til að draga úr skemmdum á vaxtarsvæðum. Íslenski þátttakandinn er Landsgræðslan. Styrkur til verkefnisins er 1.017.393 evrur en heildarkostnaður um 1.7 milljónir evra.
Upplýsingar um öll fimm verkefnin sem voru samþykkt er að finna hér
Nánari upplýsingar veitir landstengiliður Norðurslóðaáætlunarinnar Sigríður Elín Þórðardóttir á netfangið sigridur@byggdastofnun.is eða í síma 455 5400. Ítarlegar upplýsingar um áætlunina og umsóknareyðublöð er að finna á www.interreg-npa.eu
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember