Fara í efni  

Fréttir

Athyglisverð mannfjöldaþróun víða um landið

Hagstofa Íslands birti í dag íbúatölur fyrir 1.janúar sl. Þegar rýnt er í tölurnar sem liggja að baki meðaltölum landshlutanna kemur margt athyglisvert ljós. Hægt er að nálgast upplýsingar um fjölda íbúa og aldurssamsetningu frá 1998 niður á einstök landssvæði og sveitarfélög á myndræna hátt á heimasíðu Byggðstofunar

Hér koma nokkrir punktar en þessi upptalning er hvergi nærri tæmandi. 

  • Suðurnesjum fjölgaði um 7,4% eða um tæplega 1.800 manns. Mest varð fjölgunin í Reykjanesbæ um 1.455 einstaklinga (8,9%). Annars staðar í landshlutanum fjölgaði um 3,3-5,6%.
  • Í Ísafjarðarbæ fjölgaði um 99 einstaklinga eða 2,7%, í Bolungarvík um 37 einstaklinga eða ríflega 4% og í Súðavíkurhreppi um 10 einstaklinga. 
  • Íbúum Strandabyggðar heldur áfram að fækka. Þar fækkaði um 17 einstaklinga á síðasta ári eða 3,6%.
  • Íbúum í Húnavatnshreppi fækkaði um 25 (6,1%). 
  • Íbúum Akureyrar fjölgaði um 299 (1,6%) á árinu. Alls staðar var fjölgun við Eyjafjörð nema í Fjallabyggð. 
  • Íbúum Norðurþings fjölgaði um 271 (9,2%), Skútaustaðahrepps um 68 (16%) og Þingeyjarsveitar um 47 (5,1%).
  • Fjölgun íbúa varð á Fljótsdalshéraði um 54 (1,6%), á Seyðisfirði um 26 (4%) og í Fjarðabyggð um 86 íbúa (1,8%).
  • Mikil fólksfjölgun varð í Skaftafellssýslum. Í Sveitarfélaginu Hornafirði fjölgaði um 119 íbúa (5,4%), í Skaftárhreppi um 85 íbúa (17,9%) og í Mýrdalshreppi um 71 íbúa (12,6%). 
  • Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fjölgaði um 96 einstaklinga (16,2%) og í Bláskógabyggð um 89 einstaklinga (8,7%).
  • Þá hélt íbúum áfram að fjölga í Sveitarfélaginu Árborg voru þeir rétt tæplega 9.000 í ársbyrjun og hafði fjölgað um 524 (6,2%) frá árinu áður. Í Hveragerði fjölgaði um 83 og í Sveitarfélaginu Ölfus um 5,3%, 

Eins og áður sagði er hægt að nálgast upplýsingar um fjölda íbúa og aldurssamsetningu frá 1998 niður á einstök landssvæði og sveitarfélög á myndræna hátt á heimasíðu Byggðstofunar


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389