Fara í efni  

Fréttir

Spá um þróun mannfjölda eftir sveitarfélögum

Byggðastofnun hefur gert mannfjöldaspá til ársins 2066 fyrir sérhvert sveitarfélag á Íslandi. Um er að ræða niðurbrot miðspár Hagstofu Íslands fyrir allt landið á sveitarfélög.

Spáin byggir á gögnum frá Hagstofu Íslands um fæðingar- og dánartíðni frá árinu 1971 og búferlaflutninga frá 1986. Þróað var mannfjöldalíkan sem byggir á þekktum aðferðum sem nota eingöngu söguleg gögn til að spá fyrir um framtíðina. Það er því ekki notast við nein sérfræðiálit eða fyrirfram gefnar forsendur um líklega þróun heldur byggir spáin á því að fram haldi sem horfir m.t.t. inntaksgagna. Líkanið er slembilíkan og niðurstöður eru settar fram sem meðaltal og 80% spábil 10.000 mögulegra mannfjöldaþróunarferla. Ákveðið var að láta miðspá Hagstofu Íslands ráða mannfjöldaþróun fyrir allt Ísland og því voru niðurstöðurnar skalaðar við miðspána í stað þess að setja þær fram sem óháða mannfjöldaspá. Því er um að ræða niðurbrot miðspár Hagstofunnar á sveitarfélög.

Mikilvægt að reyna að gera sér grein fyrir því hvert stefnir svo skipuleggja megi aðgerðir til að hafa áhrif á þróunina. Með þessu hefur Byggðastofnun brugðist við eftirspurn sem er fyrir hendi jafnt innan Byggðastofnunar sem utan, um mannfjöldaspá minni svæða á Íslandi. Líta verður á þetta frumkvæði Byggðastofnunar sem fyrstu tilraun til að gera svæðisbundnar mannfjöldaspár, sem eflaust á eftir að endurbæta og þróa enn frekar í nánustu framtíð.

Stíga verður varlega til jarðar þegar ályktanir eru dregnar af þessari spá því óvissa hennar er töluverð. Hún gæti gefið þokkalega mynd af mannfjöldaþróun til skemmri tíma, t.d. 15 ára, en taka verður niðurstöðum til lengri tíma með meiri fyrirvara.

Stóra myndin sem dregin er upp í mannfjöldaspá Byggðastofnunar er fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu samfara stöðugri fólksfækkun víða í landsbyggðunum. Helstu ástæðurnar eru samverkandi áhrif lækkandi frjósemishlutfalls og flutningur ungs fólks á höfuðborgarsvæðið sem ekki skilar sér aftur til baka. Einnig breytist aldurssamsetning þjóðarinnar samkvæmt spánni og t.d. má búast við að hlutfall þeirra sem eru eldri en 65 ára hækki úr 13,0% árið 2017 og verði á milli 20 og 30% í lok spátímabilsins. Hér verður auðvitað að hafa í huga að spá sem þessi tekur ekki mið af mögulegum mótvægisaðgerðum eða öðrum breytingum sem væru til þess fallnar að hafa staðbundin áhrif.

Nánar er hægt að fræðast um mannfjöldaspá Byggðastofnunar í skýrslu sem gefin hefur verið út og má nálgast HÉR.

Frekari upplýsingar veita Einar Örn Hreinsson sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar, (einar@byggdastofnun.is) og Snorri Björn Sigurðsson forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar (snorri@byggdastofnun.is).


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389