Fara í efni  

Fréttir

Stofnun Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn

Í dag, föstudaginn 23. maí 2014, var haldinn stofnfundur Rannsóknastöðvarinnar Rifs, sem er sjálfseignarstofnun sem staðsett verður á Raufarhöfn.  Stofnaðilar eru Byggðastofnun, Norðurþing og Náttúrustofa Norðausturlands.

Í tengslum við átaksverkefni Byggðastofnunar á Raufarhöfn, Brothættar byggðir, hefur síðasta árið verið unnið að stofnun rannsóknastöðvar á Raufarhöfn, með það að markmiði að nýta sérstöðu Melrakkasléttu til rannsókna og styrkja um leið byggð og innviði samfélagsins. Rannsóknastöðinni er ætlað að efla rannsóknastarf á Melrakkasléttu, m.a. með því að laða að bæði innlenda og erlenda vísindamenn til dvalar í stöðinni og rannsókna á svæðinu. Náttúrufar og saga Melrakkasléttu býður upp á mikla möguleika í rannsóknum á vistkerfi norðurslóða og áhrifum loftslagsbreytinga, bæði beint og óbeint. Þá bjóða innviðir Raufarhafnar upp á góða aðstöðu fyrir stöðina. Í upphafi mun rannsóknastöðin til húsa í gistiheimilinu Hreiðrinu og hentar það einkar vel fyrir unga stofnun að klekjast út í rúmgóðu og notalegu Hreiðrinu. Stjórn rannsóknastöðvarinnar verður skipuð fulltrúum rannsóknastofnana og háskóla, ásamt fulltrúa sveitarfélagsins Norðurþings. Nafn rannsóknastöðvarinnar vísar til eyðibýlisins Rifs, sem stendur á nyrsta tanga á Melrakkasléttu, Rifstanga, sem jafnframt er nyrsti hluti Íslands.

Verkefnið hefur hlotið styrki frá Vaxtarsamningi Norðausturlands, Byggðastofnun, Styrktarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ) og notið stuðnings Norðurþings.  Auk þess hefur starfsemin fengið úthlutað fé á fjárlögum fyrir árið 2014.   


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389