Fara í efni  

Fréttir

Northern Periphery and Arctic 2014-2020

Meginmarkmið Norðurslóðaáætlunar er að stuðla að bættu atvinnu- og efnahagslífi og að eflingu búsetuþátta með fjölþjóðlegu samstarfi. Áherslur áætlunarinnar eru á nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi, endurnýjanlega orkagjafa og orkusparnað, verndun náttúru og menningar og hagkvæma nýtingu auðlinda á norðurslóðum. Þátttakendur geta m.a. verið fyrirtæki, sveitarfélög, ríkistofnanir, atvinnuþróunarfélög, mennta- og rannsóknarstofnanir og frjáls félagasamtök.

Áætlunin er samkeppnissjóður sem rekin er á svipuðum forsendum og rannsóknaáætlanir innan EES-samningsins, þar sem umsóknir keppa í gæðum um það fjármagn sem er til ráðstöfunar. Umsóknir eru metnar af sérfræðinefndum í öllum aðildarlöndunum og er stuðningur háður a.m.k. 40% mótframlagi umsóknaraðila hvað íslenska þátttöku varðar. Mikilvægt er að verkefnin skili af sér afurð, vöru og/eða þjónustu sem er til þess fallin að bæta atvinnulíf, búsetu og/eða auka öryggi íbúa á norðurslóðum. 

Heildarframlag Íslands til áætlunarinnar árin 2014-2020 eru 1,8 milljónir evra eða um 40 milljónir íslenskra króna á ári og er íslensk verkefnaþátttaka eingöngu styrkt með því fjármagni.  Samstarfslöndin auk Íslands eru Finnland, Svíþjóð, Skotland, Írland, Norður-Írland, Noregur, Grænland og Færeyjar. Heildarfjármagn áætlunarinnar er um 9,3 milljarðar íslenskra króna.

Styrkur til íslenskra þátttakenda getur verið allt að 60% af heildarkostnaði verkefnis. 

  • Aðalverkefni: Hámarksstærð verkefnins er 2 milljónir evra. Þátttakendur verða að vera a.m.k. þrír og þar af einn frá evrópusambandslandi.   
  • Forverkefni: Hámarksstærð er 45 þúsund evrur. Að minnsta kosti tveir umsækjendur. 

Almenna kynningu á Norðurslóðaáætluninni má nálgast hér.

Opnað verður fyrir umsóknir í lok september 2014 og er reiknað er með að ný verkefni geti hafist í byrjun janúar 2015. Áhugasömum er bent á að skrá sig á póstlista Byggðastofnunar www.byggdastofnun.is Frekari upplýsingar verða birtar á heimasíðunni og í fjölmiðlum þegar nær dregur m.a. um forgangsverkefni og umsóknarfrest. 

Norðurslóðaáætlunin heyrir undir atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti en Byggðastofnun rekur landsskrifstofuna á Íslandi. Hluverk landstengiliðs er að aðstoða umsækjendur við leit af samstarfsaðilum, formetur umsóknir fyrir stjórn NPA og vinnur í nánu samstarfi við starfsfólk skrifstofu Norðurslóðaáætlunarinnar í Kaupmannahöfn og aðra landstengiliði. Á heimasíðu áætlunarinnarwww.northernperiphery.eu er hægt að nálgast allar nauðsynlegar upplýsingar.

Tengiliður áætlunarinnar er Sigríður Elín Þórðardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar.  Netfang: sigridur@byggdastofnun.is

Þátttaka Íslendinga í NPP verkefnumEins og sjá má á myndinni hér til hliðar þá tóku íslenskir aðilar þátt í 22 aðalverkefnum af 47, eða í 46% verkefna á tímabilinu 2007-2013. Athyglisvert er að skoða þátttöku Íslendinga í samanburði við þátttöku annarra ríkja. Ísland er í fjórða sæti hvað varðar þátttöku í verkefnum. Ef þátttaka í ætluninni er mælikvarði á árangur, er hann góður.

Listi yfir aðalverkefni með íslenskri þátttöku 2007-2013 – nánari upplýsingar eru á heimasíðum verkefnanna.

The Sea as Our Neighbour: Sustainable Adaption to Climate Change in Coastal Communities and Habitats on Europe‘s Northern Periphery – Coast Adapt.  coastadapt.org

Samstarfsverkefni Íslands, Norður Írlands, Írlands, Skotlands og Noregs þar sem Háskóli Íslands, Sveitarfélagið Árborg og Mýrdalshreppur eru þátttakendur en meðal tengdra aðila eru Siglingastofnun, Veðurstofa Íslands, Samtök sveitarfélaga og Skipulagsstofnun.

The cooperation for safety in sparsely populated areas - Co-Safe.  cosafe.eu

Samstarfsverkefni Íslands, Svíþjóðar, Finnlands, Skotlands og Grænlands. Íslenskir þátttakendur eru Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og Sjúkraflutningaskólinn í samstarfi við fjölmarga innlenda aðila. 

Economuseum Northern Europe. economusee.no

Samstarfsverkefni Íslands, Færeyja, Norður Írlands, Írlands, Noregs og Kanada. Íslenskir þátttakendur eru Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Höfn Hornafirði og Fræðslunet Austurlands. Framhaldsverkefnið Craft International.  economusee.eu

NEED, Northern Environment Education Development. uef.fi/need 

Samstarfsverkefni  Íslands, Finnlands, Noregs og Írlands. Íslenskir þátttakendur eru Fræðasetur Háskóla Íslands í Höfn Hornafirði, Háskólasetrið á Húsavík, Þjóðgarðurinn Jökulsárgljúfrum, Þróunarfélag Austurlands, Kirkjubæjarstofa, Þjóðgarðurinn Skaftafell og sveitarfélögin Hornafjörður, Skaftárhreppur, Fljótsdalshérað og Norðurþing.

Sustainable Aquaculture of Arctic charr - Northcharr. northcharr.eu

Samstarfsverkefni Íslands, Svíþjóðar og Noregs. Íslenskir þátttakendur eru Hólalax ehf, Rifós ehf, Íslandsbleikja ehf, Silfurstjarnan ehf, Klausturbleikja ehf, Skagafjarðarveitur, FISK-Seafood, Akvaplan-Niva  og Matís.

New Plants for the Northern Periphery Market. northernplants.net

Samstarfsverkefni Svíþjóðar, Finnlands, Skotlands og Íslands. Íslenskir þátttakendur eru Landbúnaðarháskólinn Hvanneyri  í samstarfi við garðyrkjustöðvar og fyrirtæki.

North Hunt, Sustainable Hunting Tourism. north-hunt.org

Samstarfsverkefni  Íslands, Finnlands, Svíþjóðar, Skotlands og Kanada. Íslenskir þátttakendur eru Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri, Rannsóknasetur ferðaþjónustunnar og Veiðistjórnarsvið Umhverfisstofnunar.

Opportunities for Community through Energy Storage - OCTES. octesnpp.com

Samstarfsverkefni Skotlands, Finnlands, Norður Írlands og Grænland. Íslenskir þátttakendur eru Orkustofnun, Háskóli Íslands, Vestmannaeyjabær og HS orka.

Our Life as Elderly- implementation - OLEII. ourfuture.eu

Samstarfsverkefni Íslands, Svíþjóðar, Noregs og Færeyja. Íslenskir þátttakendur eru Akureyrarbær, Hafnarfjarðarbær og Heilbrigðisstofnun Suðausturlands.

Solutions for competitive pellet production in medium size enterprises – PELLETime.  pelletime.fi

Samstarfsverkefni  Íslands, Finnlands og Skotlands. Íslenskir þátttakendur eru Héraðsskógar, Austurlandsskógar og Skógrækt ríkisins.

Recruitment and Retention of Healt Care Providers and Public Sector Workers in Remote Rural Areas – Recruit and Retain. recruitanretain.eu

Samstarfsverkefni Íslands, Skotlands,Grænlands, Noregs, Svíþjóðar, Kanada og Norður-Írlands.  Íslenskir þátttakandinn er Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

Retail in Rural Regions. rrr-project.net

Samstarfsverkefni Íslands, Írlands, Færeyja, og Skotlands þar sem Rannsóknarsetur verslunarinnar Háskólanum Bifröst er þátttakandi í samstarfi við verslanir, Samtök verslunar, sveitarfélög og atvinnuþróunarfélög.

Rural Innovation and Business Systems – RIBS. ruralinnovation.eu

Samstarfsverkefni Skotlands, Svíþjóðar, Finnlands, Írlands og Íslands.  Íslenskir þáttakendur eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi – SSV ráðgjöf og Vaxtarsamningur Vesturlands.

Roadex Network Implementing Accessibility. roadex.org

Samstarfsverkefni Svíþjóðar, Finnlands, Skotlands, Írlands, Svíþjóðar, Íslands, Grænlands, Noregs og Kanada. Íslenskur þátttakandi er Vegagerð ríkisins í samstarfi  við verkfræðistofur.

Rural Transport Solutions. – RTS. rtsnpp.eu

Samstarfsverkefni Svíþjóðar, Finnlands, Skotlands og Íslands. Íslenskir þátttakendur eru Þróunarstofa Austurlands og Fjarðabyggð í samstarfi við Vegagerðina.

Social Enterprises in Community Renewable Energy. SECRE secre.eu

Samstarfsverkefni Íslands, Finnlands, Norður-Írlands, Írlands, Skotlands, Svíþjóðar, Noregs og Grænlands.  Íslenski þátttakandinn er Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Small Craft Emergency Response and Survival Training for Arctic Conditions. SMACS. smacs-project.eu

Samstarfsverkefni Íslands, Írlands, Skotlands, Svíþjóðar og Noregs. Íslenski þátttakandinn er Slysavarnarfélagið Landsbjörg.

Solutions for Microgeneration to Allow Energy Saving Technology - SMALLEST. smallestnpp.eu 

Samstarfsverkefni Skotlands, Finnlands, Norður Írlands, Færeyja, Svíþjóðar, Íslands og Grænlands. Íslenski þátttakandinn er Þróunarstofa Austurlands í samstarfi við fjölmarga aðila innan orkugeirans.

Snow, Ice and Avalanche applications – SNAPS. snaps-project.eu

Samstarfsverkefni Svíþjóðar, Finnlands, Noregs og Íslands. Íslenski þátttakandinn er Veðurstofa Íslands í samstarfi við Fjórðungssamband Vestfjarða, Vegagerð ríkisins og Almannavarnanefnd Ísafjarðar og Vegsýn ehf.

Sustainable Transport in Rural Tourism Areas – Trans Tourism. transtourism.eu

Samstarfsverkefni Svíþjóðar, Skotlands, Norður Írlands,  Írlands  og Íslands. Íslenski þátttakandinn er Þróunarstofa Austurlands í samstarfi við samgöngu- og ferðaþjónustuaðila.

Tourist Guide for Northern Periphery  – TG4NP. tg4np.eu

Samstarfsverkefni Svíþjóðar, Norður Írlands, Írlands, Finnlands, Svíþjóðar, Noregs, Grænlands og  Íslands. Íslenski þátttakandinn er Rannsóknarsetur verslunarinnar áBifröst í samstarfi við þjónustuaðila í verslun, ferðaþjónustu og fjarskiptum.

The THING Project – Thing sites International Networking Group.  THING. thingproject.eu 

Samstarfsverkefni Noregs, Íslands, Skotlands og Færeyja.  Íslenski þátttakandinn er Þjóðgarðurinn Þingvöllum í samstarfi við tengda aðila.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389