Fréttir
Hæstiréttur staðfestir kröfu Byggðastofnunar
Þann 7. maí síðastliðinn var kveðinn upp úrskurður í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Byggðastofnun hafði höfðað gegn slitastjórn SPRON. Málið snerist um hvort fjármunir, sem Byggðastofnun átti sem peningamarkaðsinnlán hjá SPRON við fall hans, teldust vera lán til SPRON, eða innstæða og nyti því forgangsréttar sem slík við slit sparisjóðsins. Héraðsdómur féllst á kröfur Byggðastofnunar og komst að þeirri niðurstöðu að umræddir fjármunir teldust innstæða og nyti krafan því forgangs við slit SPRON.
Þessi niðurstaða var kærð til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar var meðal annars vísað til þess að Byggðastofnun væri ekki aðildarfélag að tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta í skilningi 3. gr. og 6. mgr. 9. gr. laga nr. 98/1999 og væri Byggðastofnun því ekki undaskilin tryggingarvernd af þeim sökum. Að virtu ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um skýringu hugtaksins „innstæða“ í skilningi tilskipunar 94/19/EB var talið að fé sem Byggðastofnun hefði látið SPRON í té hefði verið innstæða í skilningi þágildandi laga nr. 98/1999. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur sem þýðir að krafa Byggðastofnunar á hendur SPRON, alls að fjárhæð kr. 271.296.011 mun greiðast að fullu sem forgangskrafa.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember