Fara í efni  

Fréttir

NORA styrkir níu samstarfsverkefni og öll með íslenskri þátttöku

NORA styrkir níu samstarfsverkefni og öll með íslenskri þátttöku
Frá ársfundi NORA í Færeyjum

Á ársfundi NORA þann 4. júní voru samþykktir styrkir að fjárhæð tæpar 2,6 milljónir danskra króna  (rúmar 57 mkr.) til níu samstarfsverkefna á NORA-svæðinu.  Umsóknum um styrki hefur farið fjölgandi ár hvert og að þessu sinni bárust um 40 umsóknir. Íslendingar eru afar virkir þátttakendur í samstarfinu og eru með í næstum öllum verkefnum sem fá styrki.

Ársfundur NORA var haldinn í Þórshöfn í Færeyjum að þessu sinni. Auk ársfundarins heimsótti NORA-nefndin nokkur frumkvöðlafyrirtæki í Þórshöfn og kynnti sér framtíð færeyskrar ferðaþjónustu. Meðal annars kom Sif Gunnarsdóttir nýráðinn framkvæmdastjóri Norðurlandahússins á fund nefndarinnar og sagði frá starfi sínu, en menningarnótt Þórshafnar var haldin nokkrum dögum eftir fund nefndarinnar.

Verkefnin sem NORA veitti styrk að þessu sinni eru eftirtalin: 

  • Rannsókn á stofnstærð makríls, verkefni leitt af Hafrannsóknastofnun í samstarfi alls NORA-svæðisins auk Kanada. Aðrir íslenskir þátttakendur eru Matís, Huginn ehf. og Síldarvinnslan.
  • Macrobiotech – verkefni um ræktun þörunga á opnu hafi og nýtingu, m.a. í matvælaframleiðslu. Færeyingar leiða verkefnið en Matís er íslenski þátttakandinn.
  • NOLICE, verkefni með það að augnamiði að aflúsa lax. Fyrirtækið Akvaplan niva í Noregi leiðir verkefnið, en íslenskir þátttakendur eru Fjarðarlax og Hólaskóli.
  • Veiðar á rauðátu. Nýta á rauðátuna  til manneldis að hluta, þ.e. til olíuframleiðslu sem bæði nýtist til manneldis, og í lyfja- og snyrtivöruframleiðslu. Hraðfrystihúsið Gunnvör leiðir verkefnið sem er í samstarfi við Norðmenn, en auk þess tekur Hafrannsóknastofnun þátt.
  • Kornrækt á norðurslóðum. M.a. á að koma á samstarfi í ræktun og nýtingu, prófa ræktun afbrigða og setja fram leiðbeiningar fyrir bændur. Matís leiðir þetta verkefni, samstarfsaðilar eru í Færeyjum, Noregi, Skotlandi, Kanada og auk Matís tekur Landbúnaðarháskólinn þátt.
  • Jarðvangar. Framhaldsverkefni, sem felst í að skipuleggja 3ja daga ferðir og útbúa kynningarefni á netinu gegnum heimasíðu o.fl. Setja á upp bókunarkerfi og leitarvél og stofna norræna deild Geoparks. Norðmenn leiða þetta verkefni, en íslenskir þátttakendur eru Katla-jarðvangur og fyrirtækið Locatify.
  • Ferðaþjónustuverkefnið Eiríkur rauði. Koma skal á ferðaþjónustusamstarfi milli Íslands og S-Grænlands og  Færeyja. Sett verður upp farandsýning. Grænlendingar leiða verkefnið, en íslenskir þátttakendur eru Flugfélag Íslands, Igdlo Travel og Norræna húsið.
  • ECO-counter. Sett verður fram reiknilíkan um koltvísýringslosun við tilteknar tæknilausnir.  Reiknilíkanið á að vera aðgengilegt á netinu og geta nýst öllum, m.a. stjórnvöldum við stefnumótun. Nýorka leiðir verkefnið sem einnig er með þátttöku Orkuseturs og aðila á öllu NORA-svæðinu auk Kanada.
  • Grastegundir og loftslagsbreytingar. Rannsókn á áhrifum loftslagsbreytinga á norrænar grastegundir. Landbúnaðarháskólinn leiðir verkefnið en samstarfsaðilar eru í öllum NORA-löndunum. 

Næsti umsóknarfrestur NORA verður 7. október. Nánari upplýsingar gefur tengiliður NORA á Byggðastofnun, Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sigga@byggdastofnun.is og einnig má sjá upplýsingar á heimasíðu NORA, nora.fo


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389