Fréttir
”NORA REGION TRENDS” opnað í dag
Ný svæðisbundin netþjónusta þar sem kynntar verða fréttir sem og tölfræði- og markaðsupplýsingar frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og strandsvæðum Noregs verður opnuð í dag.
Með noraregiontrends.org verður til ný leið til að viðhalda og uppfæra þekkingu um hagkerfi og stjórnmál á NORA-svæðinu.
NORA REGION TRENDS færir okkur ávallt það nýjasta á sviði efnahags og stjórnmála. Í viðbót við daglegar fréttir inniheldur NORA REGION TRENDS nýjustu markaðsupplýsingar um mikilvægustu auðlindir og hráefni svæðisins, t.d. olíu, gas, járn, ál, lax, þorsk o.fl. Einn meginþátturinn á nýju vefsíðunni eru hagrænar tölfræðiupplýsingar frá löndunum fjórum, vísar að hagvexti, utanríkisviðskiptum, vinnumarkaði og neyslu.
Norðurheimskauts- og Norður-Atlantssvæðin eru í sviðsljósi heimsins. Atvinnulífið horfir í norður. Hinar ýmsu stofnanir og samtök horfa í norður. Stjórnmálamenn heimsins horfa í norður. NORA-löndin og NORA sem samtök taka þennan áhuga til sín. Það er ástæða þess að NORA opnar síðuna NORA REGION TRENDS. Þess vegna er NORA REGION TRENDS birt á ensku.
NORA REGION TRENDS fjallar um Ísland, Grænland, Færeyjar og strandsvæði Noregs. Sem sagt þann hluta norðursins sem á strandlínu að hafsvæðum norðurheimskautsins.
Þar til nú hefur ekki fyrirfundist fréttaveita þar sem stjórnmálamenn, starfsmenn hins opinbera og í einkageira, almennir borgarar og fjölmiðlafólk getur fundið upplýsingar um atvinnulíf og stjórnmál í löndum Norður-Atlantssvæðisins. NORA REGION TRENDS færir okkur þennan fróðleik.
NORA-svæðið hefur yfir að ráða orkuauðlindum, miklu magni málma, auðlindum hafsins og einstakri náttúru sem er grundvöllur sívaxandi ferðamannaiðnaðar.
NORA REGION TRENDS fjallar því um fjóra hagræna þætti: orku, málma, auðlindir hafsins og ferðaþjónustu með tölfræði- og markaðsupplýsingum og síkvikum fréttaflutningi.
NORA REGION TRENDS verður opnað í dag, þann 12. júní 2013 kl. 12.00, á slóðinni noraregiontrends.org.
Nánari upplýsingar fást hjá Lars Meling verkefnisstjóra NORA, í síma +298214909 eða á netfanginu: larsmeling@nora.fo
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember