Fara í efni  

Fréttir

Fjórtán ný NORA verkefni með íslenskri þátttöku

Norður Atlantsnefndin Nora hélt ársfund sinn 4. – 5. júní 2005 í Nuuk á Grænlandi. Á fundinum voru til afgreiðslu 40 umsóknir og var ákveðið að verja 39,4 milljónum til stuðnings 20 nýrra samstarfsverkefna á milli Færeyja, Grænlands, Íslands og Noregs. Af þeim 20 umsóknum sem samþykkt voru er Ísland þátttakandi í 14, sem telja verður góðan árangur. Á fundinum var gerð grein fyrir auknum áherslum NORA á eflingu samstarfs atvinnulífs á milli samstarfslandanna og útvíkkun þess með samstarfi á verkefnagrunni við norður Skotland og austur Kanada. Með starfsemi NORA, er stefnt að því að efla atvinnutengt samstarf á milli þjóða við Norður Atlantshaf með þróunarverkefnum og verkefnum er stuðla að þekkingaryfirfærslu t.d. innan ferðaþjónustu, auðlindum sjávar, upplýsingatækni, samgöngum, atvinnulífs og búsetuþátta.
Lesa meira

NPP-verkefnið DESERVE (Delivering Services in Rural and Remote Areas: A Transnational Exchange of Ideas and Practices)

Byggðastofnun tekur þátt í NPP-verkefni um þjónustu í dreifbýli og afviknum stöðum fyrir hönd Íslands. Með verkefninu, sem kallað er DESERVE, er leitast við að koma á fót líkani um þjónustu í dreifðum byggðum sem nota má í löndum NPP.
Lesa meira

Frétt af gangi verkefnis

Lesa meira

Vorfundur atvinnuþróunarfélaganna og Byggðastofnunar

Dagana 19. og 20. maí var vorfundur atvinnuþróunarfélaganna og Byggðastofnunar haldinn í Reykjanesbæ. Á fundinn mættu starfsmenn atvinnuþróunarfélaga af öllu landinu. Flutt voru 10 erindi, m.a. um eignarhald kvenna í atvinnurekstri, um vaxtarsamning fyrir Eyjafjörð, um landshlutaáætlanir, skipulagsmál höfuðborgarinnar og byggðaþróun, rannsókn á samfélagsáhrifum framkvæmda á Austurlandi og um byggðaáætlun 2006-2009.
Lesa meira

Ársfundur Byggðastofnunar 2004

Ársfundur Byggðastofnunar 2005 verður haldinn föstudaginn 10. júní nk. að Bifröst í Borgarfirði.  Fundurinn hefst kl. 10:00 og áætluð fundarlok eru kl. 12:00.
Lesa meira

Evrópsk skýrsla um eignarhald kvenna í atvinnurekstri

Út er komin skýrsla um eignarhald og stöðu kvenna í íslensku atvinnulífi, en hún er framlag Íslands til Evrópuverkefnisins “Konur og eignarhald í viðskiptum og landbúnaði”, sem unnið er innan rammaáætlunar Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna. Samskonar úttekt var gerð í fjórum öðrum löndum, Noregi, Svíþjóð, Grikklandi og Lettlandi. Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi 3. mars sl.
Lesa meira

Fundur um Byggðaáætlun 2006-2009

Byggðastofnun ásamt iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti boðuðu til fundar um byggðaáætlun 2006-2009 föstudaginn 18. febrúar á Grand Hótel í Reykjavík. Fundinn sóttu fulltrúar atvinnuþróunarfélaga um land allt og frá samtökum sveitarfélaga. Þar voru kynnt markmið næstu byggðaáætlunar og fundargestum gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Lesa meira

Ný norræn samstarfsáætlun í byggðamálum 2005 2008

Norrænu byggðamálaráðherrarnir hafa samþykkt nýja samstarfsáætlun fyrir 2005-2008. Markmiðið með norrænu samstarfi er að efla norrænu löndin. Áætlunin tekur mið af að Norðurlönd standa frammi fyrir nýrri stöðu í heimsmálunum með aukinni pólítískri og efnahagslegri samþættingu í Evrópu og að samstarf í byggðamálum verður sífellt alþjóðlegra.
Lesa meira

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hlaut Eyrarrósina

Eyrrarósin,  sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni var afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 20. janúar 2005.
Lesa meira

Eyrarrósin afhent á Bessastöðum

Eyrarrósin er sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem veitt verður á Bessastöðum fimmtudaginn 20. janúar.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389