Fara í efni  

Fréttir

Evrópsk skýrsla um eignarhald kvenna í atvinnurekstri

Út er komin skýrsla um eignarhald og stöðu kvenna í íslensku atvinnulífi, en hún er framlag Íslands til Evrópuverkefnisins “Konur og eignarhald í viðskiptum og landbúnaði”, sem unnið er innan rammaáætlunar Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna. Samskonar úttekt var gerð í fjórum öðrum löndum, Noregi, Svíþjóð, Grikklandi og Lettlandi. Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi 3. mars sl.

Verkefninu var stýrt af Norðmönnum, en ráðgjafahópar störfuðu í hverju landi fyrir sig við upplýsingaöflun. Íslenska skýrslan var unnin af starfshópi á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og Byggðastofnunar, en Sigríður Elín Þórðardóttir, sérfræðingur á Byggðastofnun, skrifaði skýrsluna. Með henni störfuðu þær Stefanía Óskarsdóttir, Erna Bjarnadóttir,  Kristín Karlsdóttir, Helga Björg Ragnarsdóttir og Bjarnheiður Jóhannsdóttir. Í október sl. var haldinn umræðufundur með þátttöku fulltrúa úr stoðkerfi atvinnulífsins og jafnframt voru tekin viðtöl við konur í atvinnulífinu, bæði konur sem eiga og reka fyrirtæki og konur sem starfa í landbúnaði. Íslenska skýrslan byggir á viðtölunum og á úttektum og greiningum um atvinnulífið.

Í skýrslunni kemur m.a. fram að 25% fyrirtækja í Svíþjóð, 24% fyrirtækja í Noregi og 14% fyrirtækja í Grikklandi eru rekin af konum, en tölur skortir í Lettlandi. Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er mjög mikil, en þar eru 20% fyrirtækja rekin af konum. Flest fyrirtækja hér á landi sem rekin eru af konum eru á sviði verslunar, eða 30% og þjónustu, eða 47%. Konur í atvinnulífinu telja að atvinnuráðgjöf og bankakerfi séu sniðin að þörfum hefðbundinna karlagreina. Mikilvægt sé að aðstoð og fagleg ráðgjöf standi konum til boða og að skapa þurfi vettvang sem tengir saman fjárfesta og konur með góðar viðskiptahugmyndir. Í erindi Sigríðar Elínar kom einnig fram að hugsanlegar ástæður þess að færri konur en karlar reki fyrirtæki séu kynbundið námsval, skortur á fyrirmyndum og að stoðkerfi atvinnulífsins sé sniðið að atvinnugreinum karla. Í skýrslunni eru settar fram tillögur til úrbóta, m.a. að endurskoða skuli skipulag og starfshætti í stoðkerfi atvinnulífsins, að konum verði fjölgað í hópi æðstu stjórnenda í viðskiptalífinu, að kynjahlutfall í opinberum nefndum og stjórnum verði jafnað og að menntun og ráðgjöf til fjölgunar frumkvöðlaverkefnum og til að auka atvinnusköpun kvenna verði efld.

Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi þann 3. mars sl. Við það tækifæri flutti Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarp. Þar sagði hún m.a. að hún hefði ákveðið að beita sér fyrir aðgerðum í ljósi þeirra ábendinga sem fram koma í skýrslunni. Í fyrsta lagi að fela Byggðastofnun að vinna úttekt á árangri af verkefnum sem hafa að markmiði að örva frumkvæði kvenna í atvinnurekstri, í öðru lagi að láta fara yfir reglur nokkurra verkefna sem eru í gangi nú þegar og miða að því að hvetja konur til að hrinda viðskiptahugmyndum sínum í framkvæmd og styðja konur í atvinnurekstri og í þriðja lagi að hvetja fyrirtæki til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja, en nefnd er starfandi í því máli. Þá kvaðst ráðherra vita til þess að fullur vilji væri hjá Byggðastofnun og félagsmálaráðuneyti að tryggja framhald á starfi jafnréttis- og atvinnuráðgjafar á landsbyggðinni.

Ræðu iðnaðar- og viðskiptaráðherra má finna á heimasíðu ráðuneytisins. Slóðin er

http://www.idnadarraduneyti.is/radherra/raedur-og-greinar/nr/1583

Skýrsla um eignarhald og stöðu kvenna í íslensku atvinnulífi


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389