Fréttir
Vorfundur atvinnuþróunarfélaganna og Byggðastofnunar
Dagana 19. og 20. maí var vorfundur atvinnuþróunarfélaganna og Byggðastofnunar haldinn í Reykjanesbæ. Á fundinn mættu starfsmenn atvinnuþróunarfélaga af öllu landinu. Flutt voru 10 erindi, m.a. um eignarhald kvenna í atvinnurekstri, um vaxtarsamning fyrir Eyjafjörð, um landshlutaáætlanir, skipulagsmál höfuðborgarinnar og byggðaþróun, rannsókn á samfélagsáhrifum framkvæmda á Austurlandi og um byggðaáætlun 2006-2009.
Árlegur vorfundur atvinnuþróunarfélaganna og Byggðastofnunar var haldinn á Hótel Keflavík í Reykjanesbæ dagana 19. og 20 maí sl. Á fundinn mættu um 25 manns víða af landinu, starfsmenn atvinnuþróunarfélaganna og Byggðastofnunar. Flutt voru 10 erindi um margvíslegt efni:
Sigríður Elín Þórðardóttir, þróunarsviði Byggðastofnunar, “Athafnafólk og stoðkerfi atvinnulífsins”. Erindi Sigríðar Elínar byggir á nýlegri rannsókn hennar á eignarhaldi kvenna í atvinnurekstri, sem var framlag Íslands í rannsókn fimm landa á stöðu kvenna í atvinnurekstri, unnið innan rammaáætlunar ESB um jafnrétti kynjanna. Sigríður Elín fjallaði m.a. um það í erindi sínu hvernig stoðkerfi atvinnulífsins nýttist athafnafólki í úrtakinu.
Magnús Þór Ásgeirsson, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, “Atvinnuþróunarfélög sem stjórnsýsla vaxtarsamninga”. Magnús kynnti vaxtarsamning fyrir Eyjafjörð, sem hefur það m.a. að markmiði að efla Eyjafjarðarsvæðið og fjölga fyrirtækjum og íbúum. Magnús gerði grein fyrir þeim fjórum klösum sem stofnaðir voru í tengslum við vaxtarsamninginn. Þá lýsti hann verkefnum félagsins í tengslum við vaxtarsamninginn, en framlag AFE til samningsins er eitt stöðugildi, auk fjárframlags.
Tryggvi Finnsson, Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, “Stjórnsýsla og atvinnuþróunarfélög”. Tryggvi sagði að þar sem fjármagn til atvinnuþróunarfélaganna komi úr tveimur áttum, frá ríki og sveitarfélögum, þá geri það starfið í raun ómarkvissara og rekstrarleg ábyrgð sé oft óljós. Rekstrarform félaganna sé breytilegt og samrekstur atvinnuþróunarfélaga og landshlutasamtaka er orðinn algengari, sbr. Vestfirðir og Norðurland vestra. Mikil samþjöppun er að verða í stjórnsýslu sveitarfélaga með fækkun og stækkun þeirra.
Stefán Stefánsson, Þróunarfélagi Austurlands, “Rannsóknir og atvinnuþróunarfélög”. Að mati Stefáns á Byggðastofnun ekki að sinna byggðarannsóknum, heldur háskólar og atvinnuþróunarfélög, sem eru útstöðvar Byggðastofnunar. Byggðastofnun eigi hins vegar að hafa umsjón með rannsóknum og biðja um þær. Hann nefndi tvö áhersluatriði varðandi framtíðar stefnumótun byggðarannsókna, annars vegar að huga betur að því sem kallast félagsauður (social capital) og hins vegar að gera þurfi átak í þekkingaryfirfærslu.
Árni Ragnarsson, þróunarsviði Byggðastofnunar, “Landshlutaáætlanir og atvinnuþróunarfélög”. Árni kynnti samstarfsverkefni Byggðastofnunar og Skipulagsstofnunar, sem er NPP-verkefni (Spatial Planning) sem fjallar um samþættingu landrænnar skipulagsvinnu og byggðaáætlana. Í erindinu velti Árni m.a. fyrir sér hlutverki atvinnuþróunarfélaga við gerð landshlutaáætlana.
Aðalsteinn Óskarsson, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, “Rekstur atvinnuþróunarfélaga”. Aðalsteinn fjallaði m.a um erfiða fjárhagsstöðu AtVest og hvernig hefur tekist að bæta hana, m.a. með því að efla samstarf AtVest og Fjórðungssambandsins, en nú sér AtVest um rekstur beggja. Vaxtarsamningur fyrir Vestfirði mun einnig efla félagið. Stefnt er að því að auka starfsemina, m.a. með útstöðvum á Patreksfirði og Hólmavík. Aðalsteinn sagði að stjórnvöld þurfi að koma til móts við atvinnuþróunarfélögin, ekki síst við endurskoðun byggðaáætlunar og auka þurfi framlög.
Salvör Jónsdóttir, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar, “Höfuðborgin og byggðaþróun”. Salvör lýsti áætlunum borgarinnar um íbúðabyggð og vandamálum varðandi þéttingu byggðar. Að hennar mati á allt landið að vinna saman að skipulagsmálum. Það vakti athygli fundargesta hve hátt hlutfall af höfuðborgarlandinu fer undir samgöngumannvirki, eða 50%. Þetta hlutfall er mun lægra víða í Evrópu. Salvör telur að ræða þurfi framtíð flugvallarins við alla hagsmunaaðila, einnig íbúa utan höfuðborgarinnar sem nota flugvöllinn mest – og finna samkomulag.
Grétar Þór Eyþórsson og Kjartan Ólafsson, Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, “Rannsókn á samfélagsáhrifum virkjana- og álversframkvæmda á Austurlandi”. Markmið þessarar rannsóknar er m.a. að safna gögnum sem hægt verður að leggja til grundvallar slíkra stórverkefna í framtíðinni. Lokaskýrslu á að skila í árslok 2009. Lokið er könnun meðal íbúa á Austurlandi og verið að ljúka fyrirtækjakönnun og skýrslu um íbúaþróun og húsnæðisþörf. Rætt var um þá stefnu álversins að hafa 50% konur í starfi og þann kynjahalla sem það myndi skapa, vegna þess að konur skipa meirihluta afleiddra starfa. Samkvæmt rannsókninni mun íbúum á Austurlandi fjölga um 1600-1700 vegna álversins og byggja þarf um 500-550 nýjar íbúðir vegna þeirrar fjölgunar.
Árni Ragnarsson, þróunarsviði Byggðastofnunar, “Byggðaáætlun 2006-2009”. Byggðastofnun hefur skilað af sér drögum að byggðaáætlun og iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti er nú með aðgerðatillögur til vinnslu með öðrum ráðuneytum. Sú breyting verður frá fyrri áætlun að aðgerðatillögur verða hluti ályktunarinnar. Byggðaáætlun verður fram sett með þremur markmiðum, fjórum áhersluatriðum og aðgerðatillögum, sem enn eru í vinnslu.
Elvar Knútur Valsson, Impra – nýsköpunarmiðstöð, “Klasar og atvinnuþróunarfélög”. Elvar fjallaði um hugmyndafræði klasa og kynnti klasaverkefni Impru og Byggðastofnunar, sem er unnið í samstarfi við atvinnuþróunarfélögin og nær til landsins alls, en þó með tilliti til þeirra svæða þar sem gerðir hafa verið vaxtarsamningar. Hann greindi frá norrænu samstarfsneti (CIP, eða Cluster Information Points). Með því verkefni á að koma á tengslum við erlenda klasa, kortleggja klasa í Norður-Evrópu, gera gagnagrunn o.fl. Stofnun þessa norræna klasa opnar ýmis tækifæri fyrir Ísland.
Í stuttu máli má segja að niðurstaða fundarinas hafi m.a. verið sú að það eigi að tengja höfuðborgarsvæðið betur inn í byggðaumræðuna. Spyrja megi hvert hlutverk félaganna sé í hinni faglegu umræðu um byggðamál og samstarf þeirra. Fundarmenn veltu upp ýmsum spurningum um framtíð atvinnuþróunarfélaganna og Byggðastofnunar.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember