Fréttir
Fjórtán ný NORA verkefni með íslenskri þátttöku
Norður Atlantsnefndin Nora hélt ársfund sinn 4. – 5. júní 2005 í Nuuk á Grænlandi. Á fundinum voru til afgreiðslu 40 umsóknir og var ákveðið að verja 39,4 milljónum til stuðnings 20 nýrra samstarfsverkefna á milli Færeyja, Grænlands, Íslands og Noregs. Af þeim 20 umsóknum sem samþykkt voru er Ísland þátttakandi í 14, sem telja verður góðan árangur. Á fundinum var gerð grein fyrir auknum áherslum NORA á eflingu samstarfs atvinnulífs á milli samstarfslandanna og útvíkkun þess með samstarfi á verkefnagrunni við norður Skotland og austur Kanada. Með starfsemi NORA, er stefnt að því að efla atvinnutengt samstarf á milli þjóða við Norður Atlantshaf með þróunarverkefnum og verkefnum er stuðla að þekkingaryfirfærslu t.d. innan ferðaþjónustu, auðlindum sjávar, upplýsingatækni, samgöngum, atvinnulífs og búsetuþátta.
Starfssvæði NORA er Ísland, Færeyjar, Grænland og Norður- og Vestur-Noregur. Markmið NORA er að efla samstarf innan starfssvæðis NORA með því að styðja við atvinnu- og byggðaþróunarverkefni við Norður–Atlantshaf. Miðlun þekkingar og reynslu innan svæðisins er talin mikilvæg leið til að yfirvinna hindranir sem felast í miklum fjarlægðum og strjálbýli. Verkefni sem miða að auknu samstarfi yfir landamæri, hafa aukið gildi sitt, ekki síst með aukinni alþjóðavæðingu. Alþjóðleg samvinna svæða og fyrirtækja hefur aukið samkeppnishæfni viðkomandi aðila og þar með verðmætasköpun og árangur. Verkefni innan NORA hafa skilað verulegum árangri, ekki síst hvað varðar þekkingarmiðlun, samstarf og markaðssókn hinna ýmsu aðila sem tekið hafa þátt. Íslensku verkefnin sem hlutu stuðning eru:
Framleiðsla á þangi
Hafrannsóknastofnun
Ráðstefna um þorskeldi
Fiskeldishópur AVS - Hafrannsóknastofnun
Samstarf um vottun í fiskeldi
Vottunarstofan Tún
Rannsóknarnet um peptíða – líftækni
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Rannsóknasamstarf innan þorskeldis – North Cod
IceCod Ltd.
Sjálfbær ferðaþjónusta innan verkefnisins Grenselandet
Háskóli Íslands
Menningar og náttúrutengd ferðaþjónusta
Markaðsstofa Austurlands
Strandferðaþjónusta
Rannsóknarþjónusta ferðaþjónustunnar, Minjasafnið Reykjum og að Hnjóti auk Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.
Samstarfsverkefni um náttúrufræðikennslu.
Barnasmiðjan
Greining á möguleikum á ferjusiglingum til Norður Ameríku
Jóhanna Róbertsdóttir
Stofnun samtaka um nýtingu vetnis
Íslensk Nýorka,
Netsamstarf verkfræðistofa
Línuhönnun
Safnasamstarf
Hvalasetrið, Húsavík
NORA heyrir undir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið en Byggðastofnun rekur skrifstofu NORA á Íslandi. Nánari upplýsingar veitir starfsmaður þróunarsviðs Byggðastofnunar Þórarinn Sólmundarson, thorarinn@byggdastofnun.is Á heimasíðu Byggðastofnunar má finna nánari upplýsingar um NORA: http://www.byggdastofnun.is/ErlentSamstarf Einnig má finna ítarlegar upplýsingar um NORA á heimasíðunni: http://www.nora.fo
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember