Fara í efni  

Fréttir

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hlaut Eyrarrósina

Eyrrarósin,  sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni var afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 20. janúar 2005.

Viðurkenningin kom í hlut Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði sem er einstaklega metnaðarfull hátíð og hefur náð á örfáum árum að stuðla að bæði varðveislu og nýsköpun í íslenskri þjóðlagatónlist. Gunnsteinn Ólafsson er listrænn stjórnandi hátíðarinnar.
Viðurkenningin er fjárstyrkur að upphæð 1.5 milljón og verðlaunagripur eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar.  Dorrit Moussaieff forsetafrú afhenti viðurkenninguna og hún er jafnframt verndari Eyrarrósarinnar.
Þrjú verkefni höfðu áður verið valin úr hópi fjölmargra umsækjenda og voru þau öll kynnt sérstaklega á Bessastöðum í dag.  Hin verkefnin tvö sem hlutu tilnefningu voru: Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði og Listahátíðin Á seyði á Seyðisfirði.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flutti ávarp við athöfnina.

Viðurkenning þessi á rætur sínar í því að fyrir tæpu ári gerðu Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands með sér samkomulag um eflingu menningarlífs á landsbyggðinni og undirrituðu Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, Aðalsteinn  Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar og Jón Karl Ólafsson forstjóri Flugfélags Íslands samning þess efnis 30. apríl 2004.

Markmiðið með samkomulaginu er að stuðla að auknu menningarlífi á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta, gefa íbúum landsins kost á afburða alþjóðlegum listviðburðum og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu: Liður í samkomulaginu er stofnun Eyrarrósarinnar sem veitt er afburða menningarverkefni á landsbyggðinni, starfssvæði Byggðastofnunar.

Auglýst var eftir umsóknum í dagblöðum og landsmálablöðum og voru umsækjendur  m.a. stofnanir, söfn, tímabundin verkefni og menningarhátíðir.
Verkefnisstjórn, skipuð forstjóra og stjórnarformanni Byggðastofnunar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefndu og völdu verðlaunahafa.

heimildi Listahátíð í Reykjavík artfest.is


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389