Fréttir
Vel sóttur íbúafundur í verkefninu Betri Bakkafjörður
Brothættar byggðir
19 ágúst, 2022
Í gær, fimmtudaginn 18. ágúst var boðað til íbúafundar í verkefninu Betri Bakkafjörður, sem er samstarfsverkefni Langanesbyggðar, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og íbúa Bakkafjarðar og Byggðastofnunar undir hatti Brothættra byggða.
Vel var mætt á fundinn. Þar fór verkefnisstjóri, Gunnar Már Gunnarsson, yfir það helsta sem hefur verið á dagskrá verkefnisins, svo sem hvernig gengur að ná þeim markmiðum sem íbúar og verkefnisstjórn settu sér í upphafi verkefnisins.
Lesa meira
Íbúar Dalabyggðar virkja auðinn
Brothættar byggðir
30 júní, 2022
Í lok mars var íbúaþing haldið í félagsheimilinu í Búðardal í Dalabyggð. Þingið markaði upphaf samráðs við íbúa í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir sem er samstarfsverkefni á milli Dalabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Byggðastofnunar. Samkvæmt samningi þessara aðila er gert ráð fyrir að verkefnið vari í um fjögur ár. Íbúar völdu nafn á verkefnið og varð heitið DalaAuður fyrir valinu. Íbúaþinginu stýrði Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá Ildi.
Lesa meira
Íbúafundur í Árnesi 23. júní 2022 í verkefninu Áfram Árneshreppur
Brothættar byggðir
29 júní, 2022
Fimmtudaginn 23. júní s.l. var haldinn íbúafundur í Félagsheimilinu í Árnesi í verkefninu Áfram Árneshreppur. Verkefnið er hluti af verkefnum Byggðastofnunar og samstarfsaðila undir heitinu Brothættar byggðir. Að þessu sinni tók Árneshreppur á móti gestum með norðaustan kalsaveðri en eins og ávallt var fróðlegt og spennandi að sækja byggðarlagið heim.
Lesa meira
Íbúafundur í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar
Brothættar byggðir
21 júní, 2022
Íbúafundur var haldinn miðvikudaginn 15. júní sl. í byggðaþróunarverkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar í Félagsheimilinu á Þingeyri. Fámennt en góðmennt var á fundinum. Arna Lára Jónsdóttir formaður stjórnar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Því næst flutti Sigríður Elín Þórðardóttir, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, ávarp.
Lesa meira
Skilaboð íbúaþings á Stöðvarfirði
Brothættar byggðir
3 júní, 2022
Í mars síðastliðnum var íbúaþing haldið á Stöðvarfirði undir merkjum Brothættra byggða. Þar með hófst vegferð íbúa byggðarlagsins í byggðaþróunarverkefni sem er samstarfsverkefni á milli Fjarðabyggðar, Austurbrúar, Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) og Byggðastofnunar. Samkvæmt samningi þessara aðila er gert ráð fyrir að verkefnið vari í um fjögur ár. Íbúar völdu verkefninu nafnið Sterkur Stöðvarfjörður.
Lesa meira
Dala Auður; stóra verkefnið í Dalabyggð er að bæta innviði
Brothættar byggðir
30 mars, 2022
Til að Dalabyggð geti tekið fagnandi á móti framtíðinni er nauðsynlegt að auka fjölbreytni atvinnutækifæra og efla það sem fyrir er. Forsendur þessa eru bættir innviðir; vegir, fjarskipti, þriggja fasa rafmagn og aukið framboð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis.
Þetta voru meginskilaboð kraftmikils íbúaþings sem haldið var helgina 26. – 27. mars, þar sem um 50 heimamenn og „hálfbúar“ ræddu um stöðu og tækifæri Dalabyggðar. Þingið markaði upphaf að þátttöku Dalamanna í verkefninu „Brothættar byggðir“, sem er verklag þróað af Byggðastofnun.
Lesa meira
Íbúafundur á Borgarfirði eystri markar tímamót í verkefninu Betri Borgarfjörður
Brothættar byggðir
22 mars, 2022
Þann 16. mars var boðað til íbúafundar á Borgarfirði eystri í verkefninu Betri Borgarfjörður. Í því sambandi er hægt að tala um tímamót í byggðaþróunarverkefninu. Byggðastofnun dregur sig í hlé og þar með verður ekki um að ræða frekari úthlutun fjármuna frá Brothættum byggðum til verkefnisins. Verkefnisstjóri þess frá upphafi, Alda Marín Kristinsdóttir, lauk við þetta tækifæri einstaklega farsælu starfi sínu sem verkefnisstjóri í Betri Borgarfirði.
Lesa meira
Sterkur Stöðvarfjörður - gott samfélag og fjölbreytt tækifæri
Brothættar byggðir
8 mars, 2022
Stöðvarfjörður hefur alla möguleika á að eflast sem ferðamannastaður og menningar- og nýsköpunarbær. Hægt er að styrkja byggðina með því að nýta tækifæri á sem flestum sviðum og byggja á því sem þegar er til staðar. Leggja ætti áherslu á góða aðstöðu til útivistar og fjölskyldusamveru og mikilvægt er að auka framboð á íbúðarhúsnæði.
Þetta eru meginskilaboð íbúaþings sem haldið var á Stöðvarfirði, helgina 5. – 6. mars. Með því hófst þátttaka Stöðvarfjarðar í verkefninu „Brothættar byggðir“ og er þetta þrettánda byggðarlagið þar sem unnið er eftir þessu verklagi Byggðastofnunar. Vel var mætt til þings í blíðviðri, en um 60 manns á breiðum aldri tóku þátt.
Lesa meira
Brothættar byggðir styrkja Breiðdalssetur
Brothættar byggðir
7 mars, 2022
Uppgjöri verkefnisins Breiðdælingar móta framtíðina er nú lokið. Breiðdalshreppur hóf þátttöku sína í verkefninu Brothættar byggðir árið 2013 og lauk verkefninu formlega í upphafi árs 2019 þegar Byggðastofnun dró sig í hlé.
Á fundi verkefnisstjórnar verkefnisins þann 17. desember 2018 var ákveðið að eftirstöðvar styrkja sem veittir voru árlega á verkefnistímanum skyldu renna til Breiðdalsseturs ses. Nú liggur fyrir heildarupphæð styrksins til Breiðdalsseturs nemur kr. 1.630.000.
Lesa meira
Tvö byggðarlög að hefja þátttöku í Brothættum byggðum
Brothættar byggðir
2 mars, 2022
Um þessar mundir er verið að hefja tvö verkefni í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir í samstarfi Byggðastofnunar, landshlutasamtaka og heimaaðila.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember