Fara í efni  

Fréttir

Höfnin í Grímsey

Glæðum Grímsey á tímamótum

Lokaíbúafundur var haldinn í byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey þann 14. febrúar sl. Þar með var komið að þeim tímamótum að Byggðastofnun dró sig formlega í hlé úr verkefninu. Undirbúningur verkefnisins hófst á árinu 2015 og íbúaþing var haldið í apríl 2016. Verkefnið hefur hefur verið framlengt tvisvar sinnum. Það má með sanni segja að Grímseyingar hafi tekið höndum saman á verkefnistímanum og unnið að mörgum framfaramálum í eynni.
Lesa meira
Heimsókn í Dalabyggð

Fróðlegur fundur í Dalabyggð

Stjórn Byggðastofnunar sat fund með verkefnisstjórn DalaAuðs í Vínlandssetrinu í Búðardal fimmtudaginn 24. nóv. sl. Á fundinum gafst stjórnarfólki tækifæri til að fræðast um framvindu upphafsáfanga byggðaþróunarverkefnis í Brothættum byggðum. Fyrr á árinu hófst verkefnið DalaAuður, verkefnisstjórn var skipuð og verkefnisstjóri, Linda Guðmundsdóttir, var ráðin til starfa hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi í kjölfarið.
Lesa meira
Frá fundi verkefnisstjóra í byggðaþróunarverkefnum

Verkefnisstjórar í byggðaþróunarverkefnum

Samheldinn hópur verkefnisstjóra í byggðaþróunarverkefninu Brothættum byggðum og sambærilegum verkefnum hittust á fundi á Hótel Örk 22. – 23. nóvember sl. Í hverjum mánuði hittist hópurinn í netheimum og ræðir málefni sem sameiginleg eru byggðarlögunum í því skyni að deila góðu verklagi. Í þessu tilviki var hins vegar ákveðið að koma saman og halda fund. Staðfundur líkt og þessi gefur góð tækifæri til að skiptast á skoðunum, gefa góð ráð og leita sóknarfæra í sameiningu. Á fundinum var meðal annars skerpt á verklagi í Brothættum byggðum samkvæmt verkefnislýsingu. Rætt var um lokaáfanga verkefna og hvað tekur við eftir að Byggðastofnun dregur sig formlega í hlé úr verkefnum í hverju byggðarlagi.
Lesa meira
Styrkþegar 2022 á Stöðvarfirði

Fyrsta úthlutun styrkja í Sterkum Stöðvarfirði

Föstudaginn 18. nóvember sl. var haldin úthlutunarhátíð á Stöðvarfirði þar sem styrkjum var úthlutað í fyrsta sinn úr Frumkvæðissjóði Sterks Stöðvarfjarðar. Byggðaþróunarverkefnið hófst í mars sl. með vel heppnuðu íbúaþingi. Sterkur Stöðvarfjörður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Fjarðabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrúar. Verkefnið er eitt af nokkrum byggðaþróunarverkefnum á landsbyggðinni sem starfa undir merkjum Brothættra byggða. Verkefnisstjóri Sterks Stöðvarfjarðar er Valborg Ösp Árnadóttir Warén.
Lesa meira
Frá úthlutunarhátíð í DalaAuði

Fyrsta úthlutun úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs

Föstudaginn 4. nóvember sl. var úthlutunarhátíð haldin að Laugum í Sælingsdal þar sem styrkjum var úthlutað í fyrsta sinn úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs. DalaAuður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er eitt af nokkrum byggðaþróunarverkefnum á landsbyggðunum sem starfa undir merkjum Brothættra byggða. Verkefnið hófst í mars á þessu ári með vel sóttu íbúaþingi.
Lesa meira
Ársskýrsla Brothættra byggða 2021 komin út

Ársskýrsla Brothættra byggða 2021 komin út

Ársskýrsla byggðaþróunarverkefnisins Brothættar byggðir fyrir starfsárið 2021 hefur verið gefin út. Skýrslan gefur yfirlit yfir framvindu verkefna í þeim sex byggðarlögum sem voru þátttakendur í verkefninu á árinu 2021.
Lesa meira
Íbúafundur á Stöðvarfirði

Íbúar á Stöðvarfirði fylkja sér um verkefnið Sterkan Stöðvarfjörð

Íbúar Stöðvarfjarðar og fulltrúar Fjarðabyggðar fjölmenntu á íbúafund í grunnskólanum sl. fimmtudagskvöld þar sem drög að verkefnisáætlun fyrir verkefnið Sterkan Stöðvarfjörð lágu fyrir til umræðu og samþykktar. Um nokkurt skeið hefur verkefnisstjóri, Valborg Ösp Árnadóttir Warén, ásamt verkefnisstjórn unnið að mótun verkefnisáætlunarinnar á grunni skilaboða íbúaþings sem haldið var í mars sl. og stöðugreiningar verkefnisstjórnar.
Lesa meira
Frá Hrísey

Bjart yfir Hrísey

Fimmtudaginn 1. september lögðu fulltrúar stjórnar í verkefninu Hrísey, perla Eyjafjarðar leið sína til Hríseyjar. Sól skein í heiði og það var bjart yfir Hríseyingum í orðsins fyllstu merkingu. Verkefnið var hluti af samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Akureyrarbæjar, SSNE og heimamanna undir hatti Brothættra byggða. Tilgangur ferðarinnar var m.a. að heyra hljóðið í heimamönnum og sjá hver framvindan hefur verið eftir að Byggðastofnun dró sig út úr verkefninu í lok árs 2019.
Lesa meira
Íbúafundur í Sterkum Ströndum

Íbúafundur í byggðaþróunarverkefninu Sterkar Strandir

Fundur var haldinn í byggðaþróunarverkefninu Sterkar Strandir þann 24. ágúst sl. í Félagsheimilinu á Hólmavík. Fyrr um daginn hafði verkefnisstjórn fundað ásamt því að sækja nokkra styrkþega heim og fá kynningu á fjölbreyttum frumkvæðisverkefnum.
Lesa meira
Íbúafundur í DalaAuði

Fjölsóttur íbúafundur í byggðaþróunarverkefninu DalaAuði

Íbúar Dalabyggðar fjölmenntu á íbúafund í Dalabúð í byggðaþróunarverkefninu DalaAuði þann 23. ágúst sl. ásamt góðum gestum. Boðað var til fundarins þar sem verkefnisáætlun DalaAuðs lá fyrir til umræðu og samþykktar meðal íbúa. Undanfarnar vikur hefur verkefnisstjóri með aðstoð verkefnisstjórnar unnið úr skilaboðum íbúaþings sem haldið var í lok mars sl. og er verkefnisáætlun í drögum afrakstur þeirrar vinnu.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389