Fara í efni  

Fréttir

Íbúar á Stöðvarfirði fylkja sér um verkefnið Sterkan Stöðvarfjörð

Íbúar á Stöðvarfirði fylkja sér um verkefnið Sterkan Stöðvarfjörð
Íbúafundur á Stöðvarfirði

Íbúar Stöðvarfjarðar og fulltrúar Fjarðabyggðar fjölmenntu á íbúafund í grunnskólanum sl. fimmtudagskvöld þar sem drög að verkefnisáætlun fyrir verkefnið Sterkan Stöðvarfjörð lágu fyrir til umræðu og samþykktar. Um nokkurt skeið hefur verkefnisstjóri, Valborg Ösp Árnadóttir Warén, ásamt verkefnisstjórn unnið að mótun verkefnisáætlunarinnar á grunni skilaboða íbúaþings sem haldið var í mars sl. og stöðugreiningar verkefnisstjórnar.

Í verkefnisáætlun Sterks Stöðvarfjarðar er framtíðarsýn íbúa sett fram um byggðarlagið ásamt fjórum meginmarkmiðum og starfsmarkmiðum þeim tengdum. Meginmarkmið verkefnisins eru eftirfarandi:

  • Fyrirmyndar umhverfi
  • Samheldið samfélag
  • Öflugt atvinnulíf
  • Sterkir innviðir

Kristján Þ. Halldórsson, formaður verkefnisstjórnar og fulltrúi Byggðastofnunar, setti fundinn og bauð fundargesti velkomna til fundar. Hann hvatti íbúa til virkrar þátttöku í verkefninu og óskaði eftir frjóum umræðum um verkefnisáætlunina og málefni byggðarlagsins. Valborg Ösp kynnti því næst drög að verkefnisáætluninni og útskýrði vinnulag umræðuhópa á fundinum. Íbúum var skipt í fjóra hópa og hver þeirra rýndi meginmarkmiðin nánar og þau starfsmarkmið sem þeim tengdust. Í lok fundar höfðu allir þátttakendur haft tækifæri til að setja fram ábendingar/athugasemdir við öll markmiðin sem birtast í verkefnisáætluninni, meginmarkmið jafnt sem starfsmarkmið. Þá skrifuðu íbúar sig á lista yfir áhugasama aðila um framgang einstakra markmiða eftir því sem áhugi hvers og eins bauð. Þessir hópar eru mikilvægir fyrir verkefnisstjóra til skrafs og ráðagerða í framhaldinu.

Ásta og hennar fólk í Brekkunni bauð upp á matarmikla grænmetissúpu og brauð að loknum umræðum í hópum. Eftir góðan kaffisopa í lok fundar var öllum fundargestum safnað á sal til umræðu um verkefnisáætlunina. Fundargestir veittu verkefnisstjórninni umboð til að ljúka formlega við verkefnisáætlun Sterks Stöðvarfjarðar á grunni þeirra athugasemda sem fram komu í umræðuhópunum. Fram kom að verkefnisáætlunin væri lifandi skjal sem ætti eftir að taka breytingum eftir því sem verkefninu mun vinda fram. Gert er ráð fyrir því að íbúar rýni verkefnisáætlunina einu sinni á ári á íbúafundi og þá munu e.t.v. ný starfsmarkmið bætast við eða önnur taka breytingum eftir atvikum.

Valborg Ösp gerði því næst grein fyrir næstu skrefum í verkefninu. Hún hvatti íbúa m.a. til að hafa samband við sig og bauð fram ráðgjöf og aðstoð við gerð umsókna. Hún fór yfir umsóknarferlið í Frumkvæðissjóð Sterks Stöðvarfjarðar en nú hefur verið opnað fyrir umsóknir og allar upplýsingar má nálgast hér. Íbúar eru hvattir til að koma góðum hugmyndum að verkefnum í framkvæmd og skoða þá möguleika sem í boði eru til að sækja um stuðning til þeirra.

Finna mátti kraft í íbúum Stöðvarfjarðar sem sýndu verkefninu mikinn áhuga á fundinum með virkri þátttöku. Það verður sannarlega fróðlegt að sjá hvernig verkefninu mun vinda fram á næstu misserum.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá íbúafundinum og frá Stöðvarfirði. Myndasmiður var Kristján Þ. Halldórsson.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389