Fréttir
Fjölsóttur íbúafundur í byggðaþróunarverkefninu DalaAuði
Íbúar Dalabyggðar fjölmenntu á íbúafund í Dalabúð í byggðaþróunarverkefninu DalaAuði þann 23. ágúst sl. ásamt góðum gestum. Boðað var til fundarins þar sem verkefnisáætlun DalaAuðs lá fyrir til umræðu og samþykktar meðal íbúa. Undanfarnar vikur hefur verkefnisstjóri með aðstoð verkefnisstjórnar unnið úr skilaboðum íbúaþings sem haldið var í lok mars sl. og er verkefnisáætlun í drögum afrakstur þeirrar vinnu.
Helga Harðardóttir, formaður verkefnisstjórnar DalaAuðs, setti fundinn og bauð fundargesti velkomna til fundar. Því næst ávörpuðu þau Bjarki Þorsteinsson, nýráðinn sveitarstjóri í Dalabyggð og Sigríður Elín Þórðardóttir, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, samkomuna. Hvöttu þau íbúa til dáða í verkefninu og óskuðu eftir góðum umræðum á fundinum um verkefnisáætlun DalaAuðs. Í máli þeirra kom m.a. fram að mikil tækifæri væru fólgin í að nýta verkefnið DalaAuð til að koma hvers kyns frumkvæðisverkefnum af stað í byggðarlaginu og lögðu áherslu á að sóknarfærin lægju víða. Þá steig í pontu Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og ávarpaði samkomuna. Ráðherra hvatti íbúa sömuleiðis til að nýta sóknarfæri til eflingar byggðarlagsins og lýsti ánægju með að hafa fengið tækifæri til að taka þátt á fundinum, hitta íbúa og heyra frá hugmyndum þeirra um stöðu byggðarlagsins og hvernig hægt væri að bregðast við til sóknar.
Linda Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri DalaAuðs, kynnti drög að verkefnisáætlun DalaAuðs og skipulagði í kjölfarið umræður um verkefnisáætlunina meðal íbúa. Í verkefnisáætluninni er lögð fram framtíðarsýn íbúa um búsetu, mannlíf og byggð ásamt fjórum meginmarkmiðum, þau eru eftirfarandi:
- Samkeppnishæfir innviðir
- Skapandi og sjálfbært atvinnulíf
- Auðugt mannlíf
- Öflug grunnþjónusta
Undir hverju meginmarkmiði eru sett fram fjölmörg starfsmarkmið sem gert er ráð fyrir að unnið verði að á verkefnistímanum. Að líflegum umræðum loknum kynnti fulltrúi úr hverjum hópi niðurstöður hópsins. Í stuttu hléi gæddu fundargestir sér á kjarnmikilli súpu og brauði sem starfsfólk Dalakots sá um að framreiða. Í lok fundar fór Kristján Þ. Halldórsson, fulltrúi Byggðastofnunar í Brothættum byggðum, yfir fram komnar athugasemdir um verkefnisáætlunina og óskaði eftir samþykki fundargesta um að verkefnisstjórn yrði falið að uppfæra verkefnisáætlunina m.t.t. þeirra athugasemda sem fram komu í umræðuhópunum og að hún yrði formlega samþykkt með þeim formerkjum. Sú tillaga var samþykkt. Loks greindi Linda verkefnisstjóri frá næstu skrefum í DalaAuði en þegar að verkefnisáætlun hefur verið uppfærð verður hún birt opinberlega og í kjölfarið verður opnað fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs. Allar upplýsingar um sjóðinn verða kynntar ýtarlega von bráðar ásamt því að verkefnisstjóri býður fram aðstoð við hugmyndavinnu og umsóknaskrif.
Það er sannarlega allt komið á fulla ferð í verkefninu DalaAuði og eru íbúar hvattir til að taka virkan þátt í verkefninu hér eftir sem hingað til. Nú er tækifæri til að koma góðum hugmyndum að framfaraverkefnum í framkvæmd og undirbúa umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs.
Daginn eftir íbúafundinn lögðu fulltrúar Byggðastofnunar leið sína um Fellsströnd og Skarðsströnd í einstaklega fallegu veðri líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Myndir tók Kristján Þ. Halldórsson.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember