Fréttir
Íbúafundur í byggðaþróunarverkefninu Sterkar Strandir
Íbúafundur var haldinn í byggðaþróunarverkefninu Sterkar Strandir þann 24. ágúst sl. í Félagsheimilinu á Hólmavík. Fyrr um daginn hafði verkefnisstjórn fundað ásamt því að sækja nokkra styrkþega heim og fá kynningu á fjölbreyttum frumkvæðisverkefnum. Meðal annars voru framleiðendur/bændur á Stóra- Fjarðarhorni í Kollafirði sóttir heim. Einnig forsvarsaðilar brugghússins Galdurs, forsvarsaðilar Hafgustar og að síðustu forsvarsaðilar Golfklúbbs Hólmavíkur þar sem golfhermir í flugstöðinni var skoðaður. Gaman var að sjá og heyra um framgang styrktra verkefna og hugmyndir hlutaðeigandi um áframhaldandi vöxt þeirra.
Sigríður Elín Þórðardóttir, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, setti íbúafundinn, bauð fundargesti velkomna og hvatti íbúa til dáða til að nýta sem best þann tíma sem eftir væri af verkefnistímanum. Því næst kynnti Sigurður Líndal, verkefnisstjóri Sterkra Stranda, stöðu verkefnisins nú þegar verkefnið er á síðari hluta verkefnistímans en samningur um verkefnið gildir til loka árs 2023. Sigurður kynnti nýjan fulltrúa sveitarfélagsins, Sigríði Guðbjörgu Jónsdóttur, sem tekið hefur sæti í verkefnisstjórn í stað Jóns Jónssonar. Ennfremur óskaði Sigurður eftir framboðum frá íbúum til setu í verkefnisstjórn þar sem Angantýr Ernir Guðmundsson sem sat fyrir hönd íbúa í verkefnisstjórninni hefur flutt úr byggðarlaginu. Einn íbúi bauð sig fram, Guðrún Ásla Atladóttir og var henni fagnað með lófataki. Um leið og Jóni og Angantý Erni voru þökkuð vel unnin störf í þágu Sterkra Stranda voru þær Sigríður Guðbjörg og Guðrún Ásla boðnar velkomnar í verkefnisstjórn.
Finnur Ólafsson forsvarsmaður Galdurs brugghúss, sagði frá framkvæmaferli í sínu verkefni en verkefnið hlaut styrk úr Frumkvæðissjóði Sterkra Stranda í síðustu úthlutun. Mikill hugur er í styrkhöfum og verður gaman að sjá hvernig verkefninu mun vinda fram.
Á fundinum ræddu íbúar um meginmarkmið skv. verkefnisáætlun og stöðu þeirra og lögðu til uppfærslur/viðbætur eftir atvikum. Glæsilegt kaffihlaðborð var fram borið þar sem Ester Sigfúsdóttir hjá Sauðfjársetrinu reiddi fram kræsingar af ýmsu tagi áður en fundi var slitið.
Það verður forvitnilegt að sjá hverju Strandamenn munu fá áorkað fram til ársloka 2023, það er á tíma verkefnisins Sterkar Strandir. Það er næsta víst að íbúar muni halda áfram að sækja fram og finna frumkvæðisverkefnum farveg um leið og unnið verður samhliða að meginmarkmiðum verkefnisins.
Hér má sjá nokkrar myndir úr Strandabyggð sem teknar voru af þessu tilefni.
Myndir tók Kristján Þ. Halldórsson.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember