Fréttir
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra úthlutar 76,5 milljónum krónum til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða
11 desember, 2020
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur úthlutað styrkjum að upphæð 76,5 milljónum króna til níu verkefna á vegum fimm landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 (aðgerð C.1). Alls bárust 28 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 777 m.kr. fyrir árin 2020-2023.
Lesa meira
Rannsókn ferðamáladeildar Háskólans á Hólum um viðhorf til torfbygginga
8 desember, 2020
Árið 2019 veitti Byggðarannsóknasjóður styrk til rannsóknar á torfbyggingum og viðhorfum til þeirra á vegum Háskólans á Hólum. Nú eru komnar út þrjár skýrslur um rannsóknina.
Lesa meira
Greinargerð sóknaráætlana landshluta 2015-2019
23 nóvember, 2020
Út er komin greinargerð sóknaráætlana landshluta fyrir tímabilið 2015-2019. Í henni kemur m.a. fram að rúmum 5 milljörðum króna var varið til sóknaráætlana landshluta á tímabilinu.
Lesa meira
Raddir kvenna í fjórum löndum
12 nóvember, 2020
Byggðastofnun er þátttakandi í verkefninu Women making waves eða Konur gára vatnið – eflum leiðtogahæfni kvenna. Verkefnið er styrkt af menntaáætlun Evrópusambandsins og hófst í október 2019. Út er komin skýrsla þar sem gerð er grein fyrir hæfnisramma sem nýttur verður í verkefninu og er afurð fyrsta hluta þess. Í skýrslunni má heyra raddir kvenna sem búa við tvíþætta mismunun og fræðast um hvaða hæfni þær telja sig þurfa að búa yfir til að standa betur að vígi á vinnumarkaði. Samstarfsaðilar Byggðastofnunar í verkefninu eru frá Englandi, Grikklandi og Spáni, auk Jafnréttisstofu sem jafnframt er í forsvari fyrir verkefnið.
Lesa meira
Hvar eru ríkisstörfin?
11 nóvember, 2020
Fyrir liggja nú tölur um fjölda stöðugilda ríkisins við áramót 2019/2020. Stöðugildin voru 24.980 þann 31. desember 2019, þar af voru 15.716 skipuð af konum og 9.263 af körlum. Á árinu 2019 fjölgaði stöðugildum um 199 á landsvísu eða 0,8%.
Lesa meira
Lengri afgreiðslutími erinda vegna áhrifa Covid 19
2 nóvember, 2020
Heimsfaraldurinn Covid 19 hefur margvísleg áhrif á starfsemi Byggðastofnunar eins og annarra fyrirtækja og stofnana. Hluti starfsmanna vinnur heima auk þess sem skrifstofunni hefur verið skipt í tvö hólf og lokað á milli. Þá hefur afgreiðslu stofnunarinnar verið lokað tímabundið.
Lesa meira
Aflamark Byggðastofnunar – boð um samstarf á Bakkafirði
29 október, 2020
Aflamark Byggðastofnunar – boð um samstarf.
Á grundvelli reglugerðar nr. 643/2016 auglýsir Byggðastofnun eftir samstarfsaðilum um nýtingu aflaheimilda á Bakkafirði í Langanesbyggð
– allt að 68.499 þorskígildiskíló Fiskveiðiárið 2020/2021.
Lesa meira
Opnað fyrir umsóknir um framlög vegna verslunar í strjálbýli
28 október, 2020
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru til verslana í strjálbýli, sbr. aðgerð A.9 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024.
Lesa meira
Smásvæði í hagskýrslugerð
15 október, 2020
Í morgun birti Hagstofa Íslands nýja flokkun hagskýrslusvæða. Skilgreind hafa verið 206 smásvæði með íbúafjölda á milli 900 og 3.500 manns. Svæðaskiptingin er gerð vegna manntalsins 2021, en með henni uppfyllir Hagstofan skilyrði manntalsins um að birta hagskýrslur eftir litlum svæðum. Smásvæðaskiptingin var unnin í samvinnu við Byggðastofnun og studd fjárhagslega af Evrópusambandinu. Höfundar greinargerðarinnar þar sem flokkun hagskýrslusvæðanna útskýrð eru Ómar Harðarson hjá Hagstofu Íslands og Einar Örn Hreinsson fyrrverandi starfsmaður Byggðastofnunar.
Lesa meira
Afgreiðsla lokuð
9 október, 2020
Í samræmi við viðbragsðáætlun Byggðastofnunar um órofinn rekstur og þjónustu vegna Covid 19 er afgreiðsla stofnunarinnar að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki nú lokuð. Hægt er að hringja í stofnunina í síma 455-5400 frá 08:30-16:00 og fá samband við starfsmenn.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember