Fara í efni  

Fréttir

Brothættar byggðir – fundir á Þingeyri í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar

Brothættar byggðir – fundir á Þingeyri í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar
Mynd: Kristján Þ. Halldórsson

Þann 7. júní sl. kom stjórn verkefnisins Öll vötn til Dýrafjarðar saman á Þingeyri eftir nokkuð langt hlé vegna takmarkana á samkomuhaldi. Um nokkra hríð hafði staðið til að boða íbúa til fundar og loks var mögulegt að koma því við. Verkefnisstjóri, Agnes Arnardóttir, fór yfir stöðu í vinnu að markmiðum verkefnisins. Nokkuð hefur áunnist í mörgum tilvikum en minna í öðrum. Sumpart eru það markmið sem ekki eru á forræði heimamanna og/eða verkefnisstjóra. Í nokkrum tilvikum snúa markmið að samstarfi Ísafjarðarbæjar og íbúa og þarf samhent átak þessara aðila ef markmiðin eiga að nást.

Einnig fór verkefnisstjóri yfir stöðuna í verkefnum sem hlotið hafa styrk frá Öllum vötnum til Dýrafjarðar. Fjölmörg verkefni hafa klárast en önnur eru í vinnslu. Í nokkrum tilvikum hefur ástandið vegna veirufaraldurs komið niður á vinnu í verkefnum og því hafa þau tafist. Stefnt er að því að öll verkefni sem þegið hafa styrk til og með árinu 2020 og er ekki þegar lokið, klárist í sumar. Fyrir skömmu samþykkti verkefnisstjórn úthlutun að upphæð 7.770.000 til alls 13 verkefna.

Staða í atvinnumálum og húsnæðismálum voru m.a. rædd á fundinum. Um þessar mundir er mjög erfitt að fá húsnæði til kaups og jafnvel leigu og  komast færri að en vilja. Uppgangur er í atvinnulífi og þá einkum vegna fiskeldis í firðinum. Til dæmis er fóðrun Arnarlax í stöðvum í Dýrafirði og fleiri fjörðum stýrt frá starfsstöð félagsins í Blábankanum á Þingeyri. Einnig er verkefnisstjórn, líkt og íbúum, umhugað um að íbúar byggðarlagsins fái notið þeirra kosta sem nýju Dýrafjarðargöngin og í framhaldi endurnýjaður vegur  yfir Dynjandisheiði geta fært byggðarlaginu.

Að afloknum fundi verkefnisstjórnar fékk stjórnin kynningu á stöðu mála í viðamesta frumkvöðlaverkefninu sem hlotið hefur styrki, það er Tankurinn, útilistaverk sem er í smíðum og mun rísa í miðbæ Þingeyrar. Smíði verksins er langt komin og byrjað að flytja undirstöður á staðinn en unnið er að lokafrágangi á skipulagsþætti verkefnisins hjá Ísafjarðarbæ.  

Heimsókn til Dýrafjarðar lauk með íbúafundi á vegum verkefnisins. Þar var gerð grein fyrir stöðu mála. Kynnt voru styrkt verkefni. Þar voru í framsögu tveir fulltrúar frumkvöðlaverkefna. Óttar Freyr Gíslason kynnti þáttagerð undir heitinu, Soð í Dýrafirði, fjallamennsku í Vestfirsku ölpunum og náttúrustíg á Þingeyri. Wouter van Hoeymissen fór yfir stöðu verkefnisins Tankurinn.

Íbúar ræddu saman um verkefnisáætlun og hvernig best væri að nýta þetta ár sem er samkvæmt samningi lokaár verkefnisins Öll vötn til Dýrafjarðar hvað aðkomu Byggðastofnunar varðar. Einnig var rætt um hvað tæki við og hvernig best væri að byggja á þeim grunni sem skapast hefur í verkefninu. Íbúum er ofarlega í huga að skortur á íbúðarhúsnæði er farinn að hamla framförum í byggðarlaginu. Í því sambandi var lögð áhersla á að tryggja þyrfti skilvirka afgreiðslu skipulagsmála. Einnig var rætt um hvernig hægt væri að styrkja tengsl íbúa við stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar. Ekki síst er horft til tilraunaverkefnis um heimastjórnir í Múlaþingi í því samhengi. Jafnframt er lögð áhersla á að áfram verði verkefnisstjóri staðsettur á Þingeyri sem sinni hlutverki líkt og verkefnisstjóri Allra vatna til Dýrafjarðar gerir nú.

 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389