Fara í efni  

Fréttir

Byggðarannsóknasjóður styrkir fjögur verkefni

Nýverið var úthlutað styrkjum úr Byggðarannsóknasjóði til fjögurra verkefna. Í þeim eru skoðuð staða innflytjenda á vinnumarkaði, náttúruhamfarir á Seyðisfirði og félagsleg seigla, launamunur hjúkrunarfræðinga í höfuðborginni og á Akureyri og borin saman tvö fámenn sveitarfélög sem byggja á landbúnaði.

Umsóknarfrestur var til 22. mars og alls bárust tíu umsóknir í sjóðinn, samtals að upphæð 38,5 m.kr.

Niðurstaða stjórnar var að veita styrki að heildarfjárhæð 10 m.kr. til eftirfarandi fjögurra verkefna:

Heiti verkefnis

Umsækjandi

Styrkupphæð

Innflytjendur og staða þeirra á vinnumarkaði í Covid-kreppu

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi

2.500.000,-

Náttúruhamfarir og félagsleg seigla

Austurbrú ses.

2.500.000,-

Rannsókn á launamun hjúkrunarfræðinga

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA)

2.500.000,-

Margur er knár þó hann sé smár

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi

2.500.000,-


Stutt lýsing á hverju verkefni:

Innflytjendur og staða þeirra á vinnumarkaði í Covid-kreppu: Hver er staða innflytjenda á vinnumarkaði landsbyggðarinnar í samanburði við höfuðborgarsvæðið á tímum Covid?

Kanna á hver staða innflytjenda er á vinnumarkaði og að afla gagna til að hanna móttökuáætlun og marka stefnu í málefnum innflytjenda í landshlutunum þremur sem að þessari rannsókn standa. Staða innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu verður borin saman við landið allt og staða innflytjenda á vinnumarkaði á Vesturlandi einnig borin saman við landið allt.

Náttúruhamfarir og félagsleg seigla - Seyðisfjörður.

Greindar og kortlagðar afleiðingar náttúruhamfaranna á Seyðisfirði með tilliti til samfélagslegrar seiglu. Markmiðið er að skoða og prófa mælitæki sem notuð hafa verið í erlendum rannsóknum til að mæla seiglu eða viðnámsþol í bland við önnur mælitæki sem beitt hefur verið í íslenskum rannsóknum og gera þannig tilraun til heildstæðrar greiningar á þeim kröftum og öflum sem toga samfélagið aftur til jafnvægis og um leið skýra þann nýja jafnvægispunkt sem samfélagið finnur.

Rannsókn á launamun hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum og hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri með aðferðum jafnlaunagreiningar.

Bæta þekkingu á launamun starfsmanna á hinum íslenska vinnumarkaði og varpa betra ljósi á þá umræðu sem hefur átt sér stað undanfarin ár um launamun milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Skoða laun og launasamsetningu hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum og hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri með aðferðum jafnlaunagreiningar.

Margur er knár þó hann sé smár: Hvað útskýrir óvenju ólíka velgengni nokkuð sambærilegra fámennra landsvæða eins og Dala- og V-Húnavatnssýslu?

Komast á að því hvort læra megi af samanburði Dalabyggðar og A-Hún. og yfirfæra þekkinguna til styrkingar þeim samfélögum. Safna almennri þekkingu sem yfirfæra má á önnur landsvæði sem hafa komið illa út úr mælingum Íbúakönnunarinnar. Bæði svæðin eru fámenn, tiltölulega einangruð/fjarlæg og byggja á landbúnaði.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389