Fréttir
Fjórtán ný NORA verkefni með íslenskri þátttöku
Almennt
11 júlí, 2003
Á stjórnarfundi NORA í lok maí sl. var ákveðið að styrkja 18 ný verkefni á vegum NORA, og taka íslenskir aðilar
þátt í 14 verkefnum eða 78% allra verkefna, sem telja verður mjög góðan árangur. NORA er skammstöfun sem stendur fyrir
Nordisk Atlantsamarbejde og kallast Norræna Atlantsnefndin á íslensku. Nefndin heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og telst vera hluti af norrænu
samstarfi á sviði byggðamála og svæðasamvinnu.
Lesa meira
Þörf fyrir Byggðastofnun um fyrirsjáanlega framtíð
Almennt
20 júní, 2003
“Það verður þörf fyrir Byggðastofnun um fyrirsjáanlega framtíð. Byggðastofnun er hlekkur keðjunnar í fjölþættu
gróskuríku þjóðlífi á framtíðarbraut. Það verður áfram þörf fyrir rannsóknar- og
ráðgjafarstöð og fjárfestingarlánastofnun á þessu sviði. Í þessu er engin þversögn. Allir þessir þættir
verða til að koma í gróskuvænlegu þjóðrækilegu framtíðarsamfélagi,” sagði Jón Sigurðsson, formaður
stjórnar Byggðastofnunar á ársfundi hennar á Höfn í Hornafirði, á dögunum. Í erindi sínu lagði
stjórnarformaðurinn áherslu á breytt hlutverk stofnunarinnar og vönduð vinnubrögð við meðferð mála hjá stofnuninni.
Lesa meira
Umsóknir um margfalt hærri upphæðum en eru til ráðstöfunar
Almennt
20 júní, 2003
Á ársfundi Byggðastofnunar kom fram að jafnan eru umsóknarerindi hjá stofnuninni sem nema þreföldum þeim fjárhæðum sem eru til
ráðstöfunar þegar um lánveitingar er að ræða, og fimmtán-földum þeim fjárhæðum sem eru til ráðstöfunar
varðandi styrki og samfjármögnun. Þetta kallar á forgangsröðun sérfræðinga stofnunarinnar við allar allar
ákvarðanir og tillögur sínar. Hafna verður mörgum erindum og forgangsröðunin verður að lúta jafnræðisreglu og málefnalegu
gegnsæi.
Lesa meira
Verulegur hallarekstur á síðasta ári
Almennt
20 júní, 2003
Í ræðu Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóra Byggðastofnunar, á ársfundi stofnunarinnar á Höfn í Hornafirði kom fram
að á liðnu ári var verulegur halli á stofnuninni, eða sem nam 408 milljónum króna.
Lesa meira
Málþing um aðgengi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á landsbyggðinni að lánsfjármagni
Almennt
18 júní, 2003
Smellið á nafn framsögumanns til að lesa erindið.
Lesa meira
350 milljónir til hlutafjárkaupa í nýsköpunarfyrirtækjum og sprotafyrirtækjum á landsbyggðinni
Almennt
2 maí, 2003
Á fundi ríkisstjórnar Íslands þann 11. febrúar 2003 var ákveðið að verja 700 milljónum króna til
atvinnuþróunarverkefna á landsbyggðinni. Þar af hefur Byggðastofnun verið falið að annast úthlutun á 500 milljónum króna.
Í fyrsta áfanga verkefnisins verður 350 milljónum króna varið til kaupa á hlutafé í álitlegum sprotafyrirtækjum og
nýsköpunarfyrirtækjum í skýrum vexti og auglýsir stofnunin umsóknarfresti frá og með 1. maí 2003.
Lesa meira
Málþing um afkomu, samstarf og markaðssetningu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni.
Almennt
25 apríl, 2003
Hótel Selfoss föstudaginn 4. apríl kl. 13:00-17:00
Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands, Byggðastofnun, Ferðamálasetur Íslands og Ferðamálasamtök Suðurlands efndu til
málþings um afkomu, samstarf, markaðssetningu og ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni á Selfossi föstudaginn 4. apríl
síðastliðinn.
Lesa meira
Byggðastofnun tekur þátt í stofnun Frumkvöðlaseturs Austurlands
Almennt
16 apríl, 2003
Skrifað hefur verið undir undirritað samkomulag um stofnun Frumkvöðlaseturs Austurlands á Hornafirði. Formleg starfsemi hefst í maí og hefur Ari
Þorsteinsson verkfræðingur verið ráðinn framkvæmdarstjóri.
Lesa meira
Kallað eftir upplýsingum um flutningskostnað fyrirtækja á landsbyggðinni
Almennt
16 apríl, 2003
Í byrjun febrúar var kynnt í ríkisstjórn skýrsla nefndar um flutningskostnað. Ríkisstjórnin fól Byggðastofnun að meta
umfang flutningagreina sem eiga undir högg að sækja staðsetningar vegna og að meta hver styrkþörfin gæti verið.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember