Fara í efni  

Fréttir

Eyrarrósarhafi 2021, heiðursmóttaka á Listahátíð í Reykjavík

Eyrarrósarhafi 2021, heiðursmóttaka á Listahátíð í Reykjavík
Frá heiðursmóttöku á Listahátíð í Reykjavík 2022

Móttaka var haldin til heiðurs handhafa Eyrarrósarinnar 2021, Brúðuleikhúsinu Handbendi á Hvammstanga, á Listahátíð í Reykjavík í Iðnó sl. fimmtudag. Handbendi var stofnað árið 2016 af Gretu Clough sem jafnframt er leikstjóri, brúðuleikari og listrænn stjórnandi brúðuleikhússins. Eyrarrósin hefur verið veitt frá árinu 2005 en það eru Byggðastofnun, Listahátíð í Reykjavík og Icelandair sem staðið hafa í sameiningu að viðurkenningunni, sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Verndari Eyrarrósarinnar er frú Eliza Reid forsetafrú og heiðraði hún samkomuna með nærveru sinni. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði lista og menningar.

Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, þakkaði Gretu hennar framlag til menningar og lista og hvatti hana áfram til dáða. Fram kom í máli Vígdísar að við endurnýjun samnings samstarfsaðila var fyrirkomulag Eyrarrósarinnar endurskoðað sem var m.a. fólgið í því að bjóða handhafa Eyrarrósarinnar beina aðkomu að Listahátíð í Reykjavík árið eftir að verðlaunahafar hljóta viðurkenninguna.

Af þessu tilefni sýndi Handbendi brúðuleikhússýninguna Heimferð, Moetivi Caravan á Listahátíð í Reykjavík 2022. Sýningin er einstæð ör-leikhúsupplifun í hjólhýsi fyrir lítinn áhorfendahóp í senn. Í þessari heillandi sýningu fyrir alla aldurshópa er notast við hreyfimyndir, tónlist, leiklist, brúðulist, hljóð og mynd til að skoða muninn á hreyfanlegu heimili sem marga dreymir um og þeirri upplifun að búa á slíku heimili þvert gegn eigin vilja, í krísuástandi. Áhorfendum er fylgt í gegnum opna sögu sem þeir móta sjálfir um leið og þeir fá að gægjast inn í litla heima, einkalíf annarra, og kanna fjölda örstuttra augnablika sem flytja okkur aftur heim. Sýningin er einkar áhrifamikil og hefur fengið lofsamlega dóma, heyra má leiklistarrýni Evu Halldóru Guðmundsdóttur í Víðsjá hér. Hér má skoða myndband um Eyrarrósarhafann 2021.

Hér má sjá myndir frá móttökunni:


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389