Fréttir
Ársskýrsla AVS sjóðsins er komin út
12 október, 2016
Ársskýrsla AVS sjóðsins fyrir árið 2015 hefur verið tekin saman og hana má nálqst hér. Skýrslan verður aðeins aðgengileg á rafrænu formi eins og undanfarin ár.
Lesa meira
Dreifing nautgripabúa á Íslandi
11 október, 2016
Í framhaldi af samantekt á fjölda og dreifingu sauðfjár á Íslandi sem kom út í júlí síðastliðnum og breytingum á starfsumhverfi landbúnaðarins þótti rétt að kortleggja nautgriparækt á Íslandi á sama hátt.
Lesa meira
Tillögur í byggðaáætlun 2017-2023
11 október, 2016
Vel hefur verið tekið undir óskir um að einstaklingar geri tillögur fyrir byggðaáætlunina hér á vefsvæði Byggðastofnunar. Tillögurnar má sjá í tillögusafninu, hér, og hér má gera tillögu og senda til Byggðastofnunar. Opið verður fyrir aðsendar tillögur einstaklinga fram til hádegis mánudaginn 17. október.
Lesa meira
Fundir í samráðsvettvöngum landshlutanna
10 október, 2016
Í október hefur starfsfólk Byggðastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fundað með samráðsvettvöngum fyrir sóknaráætlanir landshlutanna um mótun byggðaáætlunar 2017-2023. Á fundunum hefur staða verksins verið kynnt, aðsendar tillögur og tillögur sem í vinnslu eru á Byggðastofnun. Síðan hafa farið fram umræður um áherslumál og tillögur fyrir byggðaáætlunina. Glærur sem Byggðastofnun hefur sýnt á fundunum má sjá á hér.
Lesa meira
Forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar
4 október, 2016
Fyrir skömmu var auglýst starf forstöðumanns fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar. Alls bárust 20 umsóknir og hefur Arnar Már Elíasson verið ráðinn í starfið. Arnar Már hefur mikla reynslu af banka og útlánastarfsemi. Hann er fæddur árið 1979 og hefur frá árinu 2009 starfað hjá Íslandsbanka og þar áður sem lánastjóri og fyrirtækjafulltrúi hjá SPRON frá árinu 2004. Hann er með B.A gráðu í hagfræði frá Winthrop University í Bandaríkjunum. Í starfi sínu hjá Íslandsbanka er hann viðskiptastjóri í útibúi bankans í Hafnarfirði. Þar veitir hann fyrirtækjasviði forstöðu auk þess að vera staðgengill útibússtjóra.
Lesa meira
Tilkynning um forval - Lokað alútboð
4 október, 2016
Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Byggðastofnunar, hér eftir nefndur verkkaupi, auglýsir eftir verktaka til að taka þátt í fyrirhuguðu lokuðu alútboði vegna hönnunar og byggingar á skrifstofuhúsnæði á Sauðárkróki. Hér er um að ræða forval, þar sem þátttakendur verða valdir með tilliti til hæfni og reynslu. Leitað er að verktaka, sem getur tekið að sér að hanna og byggja skrifstofubygginguna, samkvæmt forsögn, sem gefin verður út síðar sem hluti útboðsgagna.
Lesa meira
Ráðstefnan um búsetuþróun til 2030 tókst vel
29 september, 2016
Síðast liðinn þriðjudag var haldin ráðstefna undir yfirskriftinni „Búsetuþróun til 2030“ þar sem Karl Friðriksson og Sævar Kristinsson, hjá Framtíðarsetri Íslands, kynntu niðurstöður sviðsmyndagreiningar um búsetuþróun á Íslandi til ársins 2030. Sviðsmyndagreiningin er liður í gerð byggðaáætlunar fyrir árin 2017-2023 sem nú stendur yfir. Hafa ber í huga að í þeim felst ekki spá um framtíðina, heldur geta þær hjálpað til við að skija og lifa með óvissu, hvar ógnanir geta leynst og ekki síður hvaða tækifæri kunna að vera til staðar.
Lesa meira
Rýnt í framtíðarþróun byggðar á Íslandi
27 september, 2016
Gerð verður tilraun til að spá fyrir um framtíðina á ráðstefnu sem Byggðastofnun og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið standa fyrir á Grand Hótel í Reykjavík 27. september kl. 13:00 til 17:00 „Búsetuþróun til 2030“.
Lesa meira
Vel sótt byggðaráðstefna á Breiðdalsvík um sóknarfæri landsbyggða og ungt fólk
23 september, 2016
Byggðastofnun, Austurbrú, Breiðdalshreppur, Samband Íslenskra sveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á Austurlandi héldu ráðstefnu á Breiðdalsvík 14.-15. september með yfirskriftinni. Sókn landsbyggða: Kemur unga fólki? Hvar liggja tækifærin?
Lesa meira
Hvernig þróast búseta á Íslandi?
13 september, 2016
Hvaða kraftar munu hafa áhrif á búsetuþróun á Íslandi fram til ársins 2030? Leiða þeir til vaxandi fólksflótta eða fjölgar landsmönnum svo um munar? Verður Ísland borgríki eða munu landsbyggðirnar ná jafnvægi? Hvert ber að stefna í byggðaáætlun sem er í mótun?
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember