Fréttir
Tilkynning um forval - Lokað alútboð
TILKYNNING UM FORVAL
LOKAÐ ALÚTBOÐ
VEGNA HÖNNUNAR OG BYGGINGAR Á SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI FYRIR BYGGÐASTOFNUN Á SAUÐÁRKRÓKI
FORVAL NR. 20430
Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Byggðastofnunar, hér eftir nefndur verkkaupi, auglýsir eftir verktaka til að taka þátt í fyrirhuguðu lokuðu alútboði vegna hönnunar og byggingar á skrifstofuhúsnæði á Sauðárkróki. Hér er um að ræða forval, þar sem þátttakendur verða valdir með tilliti til hæfni og reynslu. Leitað er að verktaka, sem getur tekið að sér að hanna og byggja skrifstofubygginguna, samkvæmt forsögn, sem gefin verður út síðar sem hluti útboðsgagna.
Forvalsgögnunum er ætlað að kynna umfang fyrirhugaðs alútboðs, tímaáætlun og kröfur til væntanlegra bjóðenda. Gert er ráð fyrir að valdir verða allt að fimm verktakar til að taka þátt í væntanlegu alútboði. Í alútboðinu verður viðhaft tveggja umslaga kerfi, þar sem annars vegar verða gefin stig fyrir innsenda tillögu og hins vegar fyrir verðtilboð. Gert er ráð fyrir að vægi þessara tveggja þátta verði 30% hönnun og 70% verð. Þeir umsækjendur sem fyrir valinu verða, og skila í framhaldi af því inn tillögum og tilboði í hönnun og byggingu skrifstofubyggingarinnar í samræmi við útboðsgögn, munu fá greiddar kr. 2.000.000 að viðbættum virðisaukaskatti fyrir tilboðsgerðina. Greiðsla til þess bjóðanda, sem samið verður við um framkvæmdina, er fyrsta greiðsla upp í verksamning. Greiðsla verður innt af hendi þegar tillögum og verðtilboðum hefur verið skilað og þau teljast gild.
Allur kostnaður við þátttöku í þessu forvali er á kostnað og ábyrgð þátttakenda. Alútboðsgögnin eru nú í vinnslu og því áskilur verkkaupi sér rétt til að víkja í einhverjum atriðum frá ákvæðum þessara forvalsgagna í væntanlegum alútboðsgögnum. Hér er átt við að upp getur komið nauðsyn á minni háttar aðlögun eða þróun, en grunnforsendum og hugmyndafræði verður ekki breytt.
Byggðastofnun hefur valið lóð á Sauðarkróki fyrir bygginguna, Sauðármýri 2. Deiliskipulag er til fyrir lóðina og mun samþykkt deiliskipulag verða hluti af skilyrðum í forvalinu. Fyrirhugað er að byggingin verði um 900 fermetrar. Tímaáætlun frumathugunar gerir ráð fyrir um 20 mánuðum í heildarframkvæmdina, undirbúning, útboð, hönnun og verkframkvæmd. Fyrirhuguð verklok eru maí 2018.
Forvalsgögnin verða aðgengilega á heimasíðu ríkiskaupa www.rikiskaup.is, þriðjudaginn 4. október 2016.
Fyrirspurnir varðandi forval nr. 20430 skulu sendar á netfangið utbod@rikiskaup.is eigi síðar en 11. október 2016, kl. 14:00. Fyrirspurnin skal merkt: “Útboðsfulltrúi Ríkiskaupa”, forval nr. 20430. Fyrirspurnir og svör við þeim, ásamt hugsanlegum breytingum á forvalsgögnum, verða einungis birt á vefsíðu Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is, eigi síðar en 14. október 2016, kl. 14:00.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í forvali þessu skulu leggja fram þátttökutilkynningu og öll önnur umbeðin gögn samkvæmt leiðbeiningu í forvalsgögnum, í lokuðu umslagi til Ríkiskaupa að Borgartúni 7C, Reykjavík, þannig merktu:
Ríkiskaup
Forval nr. 20430
BYGGÐASTOFNUN – FORVAL
Nafn ábyrgðaraðila umsóknar (sjá kafla 2.1 Þátttökutilkynning í forvalsgögnum)
Umsóknum skal skila til Ríkiskaupa fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 18. október 2016.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember