Fara í efni  

Fréttir

Hvernig þróast búseta á Íslandi?

Hvaða kraftar munu hafa áhrif á búsetuþróun á Íslandi fram til ársins 2030? Leiða þeir til vaxandi fólksflótta eða fjölgar landsmönnum svo um munar? Verður Ísland borgríki eða munu landsbyggðirnar ná jafnvægi? Hvert ber að stefna í byggðaáætlun sem er í mótun?

Fjallað verður um þessar spurningar og fleiri á ráðstefnu Byggðastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á Grand Hótel í Reykjavík þriðjudaginn 27. september næstkomandi. Þar verða kynntar niðurstöður sviðsmyndagreininga á búsetuþróun á Íslandi fram til ársins 2030. Sviðsmyndagreiningarnar eru hluti af vinnu við gerð byggðaáætlunar 2017–2023 og hafa staðið frá því í vor á vegum Framtíðarseturs Íslands.

Eftir kynningu Karls Friðrikssonar og Sævars Kristinssonar hjá Framtíðarsetrinu á sviðsmyndunum tekur Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, saman mikilvægustu niðurstöður og lýsir áhrifum sem þær kunna að hafa á þá byggðaáætlun sem nú er unnið að. Að því loknu ræða þátttakendur áhrif og viðbrögð í umræðuhópum með umræðustjórum. Umræðustjórarnir gera síðan grein fyrir niðurstöðum í ráðstefnulok.

Ráðstefnan stendur frá klukkan 13:00 til 17:00.

Nákvæma dagskrá má finna hér og hér er hægt að skrá sig á ráðstefnuna fram til 23. september.

Byggðaáætlun 2017–2023 er unnin samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2015. Hún skal ná til landsins alls, líka höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur sjö ára gildistíma í stað fjögurra og áhersla er lögð á samráð við þá sem hagsmuna eiga að gæta, sem og samþættingu við aðra opinbera áætlanagerð.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389