Fréttir
Vel sótt byggðaráðstefna á Breiðdalsvík um sóknarfæri landsbyggða og ungt fólk
Rúmlega hundrað manns mættu og gerðu góðan róm að erindum og ávörpum. Fyrri daginn voru m.a. kynntar nýlegar rannsóknir á þróun menntamála, um samfélagsleg áhrif stóriðju, og ferðaþjónustu og rannsóknir á viðhorfum brottfluttra kvenna og ungs fólks til búsetuskilyrða, lýðræðis og valdeflingar. Seinni daginn var sjónum beint að sóknarfærum landsbyggða og þróunarverkefnum.
Í ávarpi Aðalsteins Þorsteinssonar forstjóra Byggðastofnunar kom m.a. fram að staða ungs fólks er ekki bara mikilvægt byggðamál heldur grundvöllur þess að Ísland verði samkeppnishæft samfélag. Staða ungs fólks hefur versnað á undanförnum árum, bæði hvað varðar launaþróun og húsnæðismál. Íbúðarverð í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins hefur hækkað mun minna frá árinu 2010 það eiga landsbyggðirnar að nýta sér sem sóknarfæri til að laða til sýn ungt fólk en meira þarf vitaskuld að koma til. Innviðir þurfa að vera í lagi, gagnaflutningsleiðir þurfa vera greiðar um allt land ekki síður en vegasamgöngur. Í tengslum við vinnu við gerð nýrrar byggðaáætlunar verða settar fram sviðsmyndir af mögulegri búsetuþróun á Íslandi árið 2030. Sviðsmyndirnar verða kynntar á Byggðastefnuþingi í Reykjavík 27. september.
Rástefnustjóri var Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi.
Byggðastofnun þakkar öllum sem tóku þátt í ráðstefnunni og stóðu að skipulagningu hennar innilegar fyrir.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember