Fara í efni  

Fréttir

Samið um verkefnið Virkjum alla!

Í gær var skrifað undir samning milli Byggðastofnunar annars vegar og Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar og Þingeyjarsveitar hins vegar, um framkvæmd á rafrænu samfélagi í sveitarfélögunum. Um er að ræða samstarfsverkefni sveitarfélaganna sem valið var í samkeppni Byggðastofnunar og Iðnaðarráðuneytisins á síðasta ári en uppbygging á rafrænum samfélögum er eitt af 22 aðgerðaverkefnum í byggðaáætlun. Heiti verkefnisins sem hér um ræðir er “Skjálfandi í faðmi þekkingar – Rafrænt samfélag við Skjálfanda” og eru einkunnarorð þess, “Virkjum alla!”. Vísa þau til megin markmiðs verkefnisins, sem er að virkja alla íbúa byggðarlagsins til að nýta sér möguleika tölvu- og upplýsingatækninnar á sem flestum sviðum hins daglega lífs. Til að hrinda verkefninu í framkvæmd leggur Byggðastofnun til þess að hámarki 54 milljónir á þremur árum gegn jafnháu framlagi heimaaðila.
Lesa meira

Ber er hver að baki átak í nýsköpun á landsbyggðinni.

Ásthildur Sturludóttir ritar kostulega grein á vefritið Tíkina (tikin.is) þann 6. febrúar síðast liðinn undir fyrirsöginni “Ber er hver að baki nema sér bróður eigi”  Í grein þessari er fjallað um hlutafjárkaup Byggðastofnunar í nýsköpunarfyrirtækjum nú nýverið.  Greinin er svo uppfull af rangfærslum og misskilningi að ekki verður hjá því komist að gera við hana athugasemdir.
Lesa meira

Samið um verkefnið Sunnan 3

Byggðastofnun hefur undirritað samstarfssamning um verkefnið Sunnan 3 sem er annað tveggja verkefna sem valin voru í samkeppni um framkvæmd rafræns samfélags. Að Sunnan 3 standa sveitarfélögin Ölfus, Hveragerðisbær og Árborg og fá þau samanlagt 54 milljónir króna á næstu þremur árum til að hrinda í framkvæmd þeim áætlunum um uppbygigngu rafræns samfélags sem þau kynntu í samkeppni sem Byggðastofnun efndi til á síðasta ári.
Lesa meira

Styrkur til rannsókna á þátttöku kvenna í atvinnurekstri

Jafnréttisáætlun Evrópusambandsins styrkir verkefnið ,,Women towards leadership in business and agriculture “ sem er samanburðarrannsókn fimm landa, þ.e. Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Grikklands og Lettlands. Þátttakendur fyrir hönd Íslands eru Byggðastofnun og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og nemur heildarstyrkurinn um 437 þúsund evrum, eða um 37 milljónum íslenskra króna.
Lesa meira

Um 20% styrkja úr opinberum sjóðum til atvinnusköpunar kvenna

Byggðastofnun hefur lokið við skýrslu um skiptingu fjár úr opinberum sjóðum milli karla og kvenna. Í niðurstöðum kemur fram að af úthlutuðum fjármunum þeirra sjóða sem skýrslan nær til runnu um 20% til atvinnusköpunar kvenna á árabilinu 1997-2002.
Lesa meira

Hlutverk Byggðastofnunar í átaki til nýsköpunar á landsbyggðinni

Í upphafi síðasta árs ákvað ríkisstjórnin sérstaka 700 milljóna króna fjárveitingu til atvinnuþróunarverkefna á landsbyggðinni. Verkefni þessu var skipt í 3 flokka og var Byggðastofnun falið að annast framkvæmd tveggja þeirra. Í fyrsta lagi var stofnunni heimilað að fjárfesta í álitlegum sprotafyrirtækjum og fyrirtækjum í skýrum vexti. Til þessa hluta voru veittar 350 milljónir króna. Í öðru lagi var svo Byggðastofnun falið að hafa frumkvæði um rekstur vel mótaðra stuðningsverkefna sem væru til þess fallin að efla nýsköpun og atvinnuþróun á landsbyggðinni. Til þessa hluta var veitt 150 milljónum króna.
Lesa meira

Byggðastofnun kaupir eignarhluti í fyrirtækjum á landsbyggðinni fyrir 350 milljónir króna

Byggðastofnun hefur ákveðið kaup á eignarhlutum í 23 sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum á landsbyggðinni fyrir samtals um 350 milljónir króna. Um er að ræða lið í átaki sem ríkisstjórnin samþykkti að hrinda í framkvæmd í febrúar á síðasta ári en þá var ákveðið að verja 700 milljónum króna til atvinnuþróunarverkefna á landsbyggðinni og var Byggðastofnun fengið það verkefni að úthluta 500 milljónum af þessum fjármunum. Í apríl sl. var auglýst eftir umsóknum um 350 milljónir í hlutafjárkaupum og var atvinnulífið flokkað í þrjá flokka, þ.a. sjávarútveg og tengdar greinar, iðnað, upplýsingatækni, líftækni, landbúnað og tengdar greinar og loks var þriðji flokkurinn ferðaþjónusta og tengdar greinar.
Lesa meira

Þorvaldur T. Jónsson tekur sæti í stjórn Byggðastofnunar

Þorvaldur Tómas Jónsson, bóndi í Hjarðarholti í Borgarfirði og rekstrarráðgjafi, hefur verið skipaður í stjórn Byggðastofnunar frá 1. janúar sl. í stað Elísabetar Benediktsdóttur. Elísabet tók nýverið við starfi forstöðumanns Íslandsbanka á Reyðarfirði.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389