Fara í efni  

Fréttir

Byggðastofnun kaupir eignarhluti í fyrirtækjum á landsbyggðinni fyrir 350 milljónir króna

Byggðastofnun hefur ákveðið kaup á eignarhlutum í 23 sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum á landsbyggðinni fyrir samtals um 350 milljónir króna. Um er að ræða lið í átaki sem ríkisstjórnin samþykkti að hrinda í framkvæmd í febrúar á síðasta ári en þá var ákveðið að verja 700 milljónum króna til atvinnuþróunarverkefna á landsbyggðinni og var Byggðastofnun fengið það verkefni að úthluta 500 milljónum af þessum fjármunum. Í apríl sl. var auglýst eftir umsóknum um 350 milljónir í hlutafjárkaupum og var atvinnulífið flokkað í þrjá flokka, þ.a. sjávarútveg og tengdar greinar, iðnað, upplýsingatækni, líftækni, landbúnað og tengdar greinar og loks var þriðji flokkurinn ferðaþjónusta og tengdar greinar.

Byggðastofnun hefur ákveðið kaup á eignarhlutum í 23 sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum á landsbyggðinni fyrir samtals um 350 milljónir króna. Um er að ræða lið í átaki sem ríkisstjórnin samþykkti að hrinda í framkvæmd í febrúar á síðasta ári en þá var ákveðið að verja 700 milljónum króna til atvinnuþróunarverkefna á landsbyggðinni og var Byggðastofnun fengið það verkefni að úthluta 500 milljónum af þessum fjármunum. Í apríl sl. var auglýst eftir umsóknum um 350 milljónir í hlutafjárkaupum og var atvinnulífið flokkað í þrjá flokka, þ.a. sjávarútveg og tengdar greinar, iðnað, upplýsingatækni, líftækni, landbúnað og tengdar greinar og loks var þriðji flokkurinn ferðaþjónusta og tengdar greinar.

Í heild bárust 98 umsóknir um samtals 1.750 milljónir króna. Eftir að umsóknarfresti lauk þann 31. ágúst sl. hafa fagaðilar Byggðastofnunar yfirfarið umsóknirnar, greint nánar þær umsóknir sem uppfylltu öll skilyrði og setið kynningarfundi fulltrúa þeirra fyrirtækja sem sóttu um hlutafé. Í framhaldinu voru lagðar tillögur um hlutafjárkaup fyrir stjórn Byggðastofnunar sem hefur nú afgreitt þær.

Eins og áður segir skipta 23 fyrirtæki á milli sín þeim 350 milljónum sem til ráðstöfunar voru. Flestar umsóknir bárust í flokknum iðnaður og tengdar greinar og stærstur hluti fjármunanna rennur til kaupa á hlut í fyrirtækjum í þeim flokki.

Keypt í 23 fyrirtækjum
Byggðastofnun samþykkti kaup á hlutafé fyrir samtals tæplega 350 milljónir króna. Um 90 m.kr. var varið til kaupa á hlut í fyrirtækjum í sjávarútvegi og tengdum greinum, 232,6 m.kr. á hlut í fyrirtækjum í iðnaði, landbúnaði og tengdri starfsemi og 25 m.kr. til kaupa á hlut í ferðaþjónustufyrirtækjum. Keypt verður í eftirtöldum fyrirtækjum:

 

Fyrirtæki Bæjarfélag  Upphæð
ORF líftækni Möðruvöllum 30.000.000 kr.
Baðfélag Mývatnssveitar Reykjahlíð 25.000.000 kr.
Íslenskur kúfiskur ehf. Þórshöfn 25.000.000 kr.
Primex ehf.   Siglufirði 25.000.000 kr.
Skaginn hf. Akranesi   25.000.000 kr.
Feyging ehf. Þorlákshöfn 22.000.000 kr.
Globodent á Íslandi Akureyri  20.000.000 kr.
MT bílar ehf.  Ólafsfirði  20.000.000 kr.
Reykofninn ehf.   Stykkishólmi   20.000.000 kr.
Doc hf.   Húsavík 15.000.000 kr.
HEX tækni ehf. Akureyri  15.000.000 kr.
HotMobileMail ehf. Bolungarvík 15.000.000 kr.
Bonus Ortho System  Ólafsfirði  10.000.000 kr.
Fjölnet hf. Sauðárkróki  10.000.000 kr.
Norðurós ehf.      Blönduósi  10.000.000 kr.
Saxa smiðjufélag ehf. Stöðvarfirði  10.000.000 kr.
Sindraberg ehf. Ísafirði  10.000.000 kr.
Þvottatækni ehf. Seyðisfirði                    10.000.000 kr.
Kjörorka ehf. Hvolsvelli 8.000.000 kr.
Trico ehf. Akranesi 8.000.000 kr.
Rennex ehf. Ísafirði                    6.000.000 kr.
Íslenska polyolfélagið Vestmannaeyjum  5.000.000 kr.
Yrkjar ehf. Eyja- og Miklaholts.   3.600.000 kr.
     
 

 Samtals 

347.600.000 kr.

                                                        

 

Eignarhlutur Byggðastofnunar að hámarki 30%
Að sögn Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóra Byggðastofnunar, hafa hlutafjárkaup í nokkrum fyrirtækjum átaksins þegar verið afgreidd en í mörgum tilfellum eru kaup stofnunarinnar á hlutafé háð því að áætlanir um heildarfjármögnun gangi eftir og/eða að félagið uppfylli önnur skilyrði sem t.d. lúta að framþróun verkefnis.

Breytilegt er hversu mikinn eignarhlut Byggðastofnun fær í þeim fyrirtækjum sem keypt verður í en miðað var við í reglum að eignarhlutur yrði aldrei yfir 30% af heildarhlutafé einstakra fyrirtækja.

Reiknað er með að fulltrúar Byggðastofnunar taki sæti í stjórnum um þriðjungs þeirra fyrirtækja sem eignarhlutur verður keyptur í.

Hægt er að smella hér og lesa nánari kynningu á pdf-formi á atvinnuátakinu og þeim fyrirtækjum sem ákveðið hefur verið að kaupa eignarhluti í.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389