Fara í efni  

Fréttir

Hlutverk Byggðastofnunar í átaki til nýsköpunar á landsbyggðinni

Í upphafi síðasta árs ákvað ríkisstjórnin sérstaka 700 milljóna króna fjárveitingu til atvinnuþróunarverkefna á landsbyggðinni. Verkefni þessu var skipt í 3 flokka og var Byggðastofnun falið að annast framkvæmd tveggja þeirra. Í fyrsta lagi var stofnunni heimilað að fjárfesta í álitlegum sprotafyrirtækjum og fyrirtækjum í skýrum vexti. Til þessa hluta voru veittar 350 milljónir króna. Í öðru lagi var svo Byggðastofnun falið að hafa frumkvæði um rekstur vel mótaðra stuðningsverkefna sem væru til þess fallin að efla nýsköpun og atvinnuþróun á landsbyggðinni. Til þessa hluta var veitt 150 milljónum króna.

Á vormánuðum var auglýst eftir umsóknum um hlutafé og var atvinnulífið flokkað í 3 flokka. Í fyrsta hlutanum var auglýst eftir fyrirtækjum í sjávarútveg og tengdum greinum. Í öðrum hluta voru fyrirtæki í iðnaði, landbúnaði, líftækni, upplýsingatækni og í þeim þriðja voru fyrirtæki á sviði ferðaþjónustu. Alls bárust 98 umsóknir um samtals 1.750 milljónir króna. Ákveðið var að fjárfesta í 23 fyrirtækjum fyrir samtals 350 milljónir króna. Um 90 m.kr. var varið til kaupa á hlut í fyrirtækjum í sjávarútvegi, 232,6 m.kr. á hlut í fyrirtækjum í iðnaði, landbúnaði og tengdri starfsemi og 25 m.kr. til kaupa á hlut í ferðaþjónustufyrirtækjum. Í forsendum var gert ráð fyrir að hlutafjárkaup í einstökum fyrirtækjum gæti mest orðið 50 milljónir króna en þó ekki yfir 30% af heildarhlutafé í viðkomandi fyrirtæki. Þá voru einnig sett ströng skilyrði um að heildarfjármögnum væri tryggð áður en til útborgunar Byggðastofnunar kæmi.

Eins og áður segir hljóðuðu umsóknir upp á fimmfalda þá upphæð sem til ráðstöfunar var. Það er því augljóst að sérfræðingum Byggðastofnunar var mikill vandi á höndum að greina og meta umsónir, ekki síst í ljósi þess að mjög margar þeirra voru ákaflega spennandi og vel undirbúnar og framsettar. Mat á umsóknum byggðist á mörgum þáttum, svo sem á nýsköpunargildi, heildarfjármögnun verkefnis, rekstrar- og samkeppnisforsendum og síðast en ekki síst á möguleikum til atvinnusköpunar og styrkingar þess samfélags sem fyrirtækið var staðsett í. Standist allar áætlanir og verkefnin sem ákveðið var að fjárfesta í verða að veruleika, gætu 7-800 ný störf skapast á landsbyggðinni í ýmsum greinum atvinnulífsins. Þessi staðreynd undirstrikar mikilvægi þess að vinna með markvissum hætti að því að styrkja atvinnulífið á landsbyggðinni og skapa þannig raunverulegt mótvægi við útþensluna á höfuðborgarsvæðinu. Sá mikli fjöldi umsókna sem stofnuninni bárust eru jafnframt til merkis um hve þörfin fyrir áhættufjármagn til nýsköpunar í atvinnulífinu er gríðarlega mikil. Átak sem þetta þyrfti því raunverulega að vera árlegt, því það eru hagsmunir okkar allra að gróskumikið atvinnulíf þrífist sem víðast og mikilvægt að allt umhverfi stuðningsaðgerða sé öflugt og skilvirkt.

Um þessar mundir er Byggðastofnun að vinna að þeim þætti sem henni var falið og lúta að styrkjum til verkefna á landsbyggðinni sem til þess eru fallin að efla nýsköpun og atvinnuþróun. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við atvinnuþróunarfélögin á hverju svæði fyrir sig því mikilvægt er að nýta þekkingu atvinnuþróunarfélaganna á sínu nærumhverfi. Við mat á verkefnum er haft í huga að verkefnið sem styrkt er hafi ekki bara gildi fyrir lítið og afmarkað svæði, heldur sé yfirfæranlegt á önnur og geti þannig nýst sem flestum. Þegar hafa verið samþykktir nokkrir slíkir verkefnastyrkir og sem dæmi má nefna eru verkefni til styrkingar frumkvöðlafræðslu í grunn- og framhaldsskólum, verkefni tengt upplýsingatækni í dreifbýli, verkefni tengt högum og viðhorfum innflytjenda, verkefni um möguleika til myndunar fyrirtækjaklasa og verkefni sem snýst um upplýsingaöflun og greiningu á grunngerð nýsköpunarumhverfis ákveðinna atvinnugreina svo eitthvað sé nefnt. Sum þessara verkefna eru í samstarfi við erlenda aðila.

Það er mat mitt að ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá því í febrúar á síðasta ári, um að veita 700 milljónum til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni, hafi verið ákaflega vel heppnuð aðgerð til styrkingar atvinnulífinu. Í ljósi fjölda umsókna, gefur það þó auga leið, að ekki eru allir sáttir við ákvarðanir Byggðastofnunar um í hvaða fyrirtækjum skuli fjárfest. Ég fullyrði þó að greining umsókna og mat á þeim var ákaflega faglega unnin af sérfræðingum stofnunarinnar og fyrst og fremst horft á möguleika fjárfestingarinnar til að skila sér í fyrirtækjum sem gæfu eigendum sínum og samfélaginu öllu góðan arð sem og að skapa fleiri atvinnutækifæri. Það er enda skylda okkar sem förum með stjórn og starfsemi Byggðastofnunar, að ávaxta fé almennings sem best, ásamt því að rækja hlutverk okkar að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun á landsbyggðinni.

Herdís Á. Sæmundardóttir, formaður stjórnar Byggðastofnunar.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389