Fréttir
Samið um verkefnið Virkjum alla!
Í gær var skrifað undir samning milli Byggðastofnunar annars vegar og Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar og Þingeyjarsveitar hins vegar, um framkvæmd á rafrænu samfélagi í sveitarfélögunum. Um er að ræða samstarfsverkefni sveitarfélaganna sem valið var í samkeppni Byggðastofnunar og Iðnaðarráðuneytisins á síðasta ári en uppbygging á rafrænum samfélögum er eitt af 22 aðgerðaverkefnum í byggðaáætlun. Heiti verkefnisins sem hér um ræðir er “Skjálfandi í faðmi þekkingar – Rafrænt samfélag við Skjálfanda” og eru einkunnarorð þess, “Virkjum alla!”. Vísa þau til megin markmiðs verkefnisins, sem er að virkja alla íbúa byggðarlagsins til að nýta sér möguleika tölvu- og upplýsingatækninnar á sem flestum sviðum hins daglega lífs. Til að hrinda verkefninu í framkvæmd leggur Byggðastofnun til þess að hámarki 54 milljónir á þremur árum gegn jafnháu framlagi heimaaðila.
Til að ná árangri á þessu sviði er í verkefni þingeysku sveitarfélaganna lögð áhersla á upplýsingaveitur sem nái til sem flestra íbúa svæðisins og rafræn viðskipti milli fyrirtækja. Samhliða þessu verði tæknileg og samfélagsleg grunngerð byggð upp til að styðja við rafræna þjónustu með þátttöku allra.
Rafrænni þjónustu komið sem víðast við
Afmörkun verkefnis felst í forgangsröðun. Ákveðið er að leggja
áherslu á uppbyggingu á þjónustuveitum sveitarfélaganna, fræðsluveitum fyrir skóla, heilsugæslu og rafræn viðskipti.
Þá verður stuðningur við og samræming á ýmsum lykilverkefnum þar sem frumkvæði er sótt til hagsmunaaðila á
svæðinu þar sem rökstuðningur fyrir arðsemi verkefnanna er á þeirra eigin forsendum. Að hluta til verður samþáttun við
tilraunaverkefni sem þegar eru hafin. Til dæmis við tilraunaverkefni Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga í fjarlækningum og í notkun rafrænna
lyfseðla, við uppbyggingu á rafrænu markaðstorgi fyrir ríkið og atvinnulífið, við þróun á þjónustu banka og
sparisjóða, við innleiðingu á notkun rafrænna skilríkja og við nýlegt frumvæði í þróun Íslands sem
tilraunasamfélags í rafrænum viðskiptum.
Verkefninu “Virkjum alla!” verður skipt upp í undirverkefni. Þannig teljast sameiginleg verkefni og uppbygging grunngerðar til Kjarna, upplýsingaveitur í formi torga flokkast sem Torg og þróun rafrænna viðskipta inniheldur rafræna miðlun, rafræn skilríki og uppbyggingu á tilraunasamfélagi í rafrænum viðskiptum.
Miðpunktur í framkvæmd “Virkjum alla!” verður verkefnaskrifstofa sem heldur utan um stýringu á vefkefninu, tækniþjónustu, almannatengsl og alla umsýslu. Ábyrgð á starfsemi verkefnisskrifstofunnar verður í höndum framkvæmdaaðila, þ.e. sveitarstjórna sveitarfélaganna þriggja og ANZA, sem samstarfsaðila. Búið er þegar að auglýsa eftir framkvæmdastjóra verkefnisins.
Verkefnið mun standa í þrjú ár og nú í upphafi þess mun m.a. fara fram könnun á ýmsum samfélagslegum þáttum, svo sem tölvueign einstaklinga, tengingu við Internetið, umfang notkunar Internets, viðhorfa til samskipta um netið og þannig mætti áfram telja. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri mun sjá um framkvæmd greiningarinnar.
Viljum bæta búsetuskilyrði með hjálp tölvu- og upplýsingatækni
“Við væntum þess fyrst og fremst að með verkefninu
náum við að virkja sem flesta íbúa sveitarfélaganna þriggja til að nýta sér tölvu- og upplýsingatækni til að
bæta búsetu- og lífsskilyrði. Önnur hlið verkefnisins er sú að við viljum reyna að festa hér í samfélaginu fleiri störf
á sviði tölvu- og upplýsingatækni og vonum að sú verði raunin þegar verkefnistímanum lýkur eftir þrjú ár,”
segir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík.
Eins og áður segir verður á næstunni gerð könnun á tölvuteningum og netnotkun á svæðinu, sem Reinhard segir grundvallaratriði. “Það má líkja þessu við að til þess að bíllinn nýtist fólki þá þarf vegakerfi. Tengimöguleikar og flutningsgeta eru grundvallarþættir sem þarf að bæta úr víða á svæðinu og það verður þrýst á um það,” segir Reinhard og bætir við að í raun sé verkefnið mjög víðfeðmt og hafi mikla möguleika til þróunar. “Við höfum markað okkur ákveðna stefnu með verkefninu og markmið. Síðan geta ýmsir óvæntir og áhugaverðir möguleikar komið upp á verkefnistímanum sem við sjáum ekki fyrir núna. Skilgreindur verkefnistími er þrjú ár en auðvitað erum við að leggja upp í ferli sem eflaust mun standa mun lengur. Hins vegar er mjög mikilvægt að út úr þessum rafrænu verkefnum komi þróun sem yfirfæranleg verði á önnur svæði landsins. Til þess er leikurinn gerður,” segir Reinhard.
Myndatexti:
Frá undirritun samningsins um “Virkjum alla!”. Frá vinstri: Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, Aðalsteinn Þorsteinsson,
forstjóri Byggðastofnunar, Ólína Arnkelsdóttir, oddviti Aðaldælahrepps og Jóhann Reynisson, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Að baki
þeim standa fulltrúar ANZA, Sparisjóðs Suður-Þingeyinga og Heilbrigðisstofnunar Suður-Þingeyinga.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember