Fréttir
Alþjóðlegt samstarf á sviði byggðamála. Norðurslóðaáætlun ESB NPP byggðaverkefnið
11 júlí, 2003
Lesa meira
Þrjú ný NPP verkefni með íslenskri þátttöku
11 júlí, 2003
Vorið 2002 gerðust, Íslendingar aðilar að Norðurslóðaáætlun ESB NPP (Northern Periphery Programme) með samþykkt Alþingis á
þingsályktun um stefnu í byggðamálum fyrir árin 2002 - 2005. Framlag íslenskra stjórnvalda til áætlunarinnar eru 25 milljónir
á ári og eru þau verkefni sem Íslendingar taka þátt í styrkt af þessu framlagi, en verkefnin njóta einnig framlaga og þátttöku samstarfsaðila frá öðrum löndum áætlunarinnar. NPP byggðaáætlunin er rekin á svipuðum forsendum og rannsóknaráætlanir innan EES-samningsins þ.e. byggja verður á hagnýtum hugmyndum og rannsóknum. Einstök verkefni fá síðan stuðning, eftir mat sérfræðinga í öllum aðildarlöndunum og er stuðningur einnig háður a.m.k. 40% - 50% mótframlagi umsóknaraðila.
Lesa meira
Þörf fyrir Byggðastofnun um fyrirsjáanlega framtíð
20 júní, 2003
“Það verður þörf fyrir Byggðastofnun um fyrirsjáanlega framtíð. Byggðastofnun er hlekkur keðjunnar í fjölþættu
gróskuríku þjóðlífi á framtíðarbraut. Það verður áfram þörf fyrir rannsóknar- og
ráðgjafarstöð og fjárfestingarlánastofnun á þessu sviði. Í þessu er engin þversögn. Allir þessir þættir
verða til að koma í gróskuvænlegu þjóðrækilegu framtíðarsamfélagi,” sagði Jón Sigurðsson, formaður
stjórnar Byggðastofnunar á ársfundi hennar á Höfn í Hornafirði, á dögunum. Í erindi sínu lagði
stjórnarformaðurinn áherslu á breytt hlutverk stofnunarinnar og vönduð vinnubrögð við meðferð mála hjá stofnuninni.
Lesa meira
Umsóknir um margfalt hærri upphæðum en eru til ráðstöfunar
20 júní, 2003
Á ársfundi Byggðastofnunar kom fram að jafnan eru umsóknarerindi hjá stofnuninni sem nema þreföldum þeim fjárhæðum sem eru til
ráðstöfunar þegar um lánveitingar er að ræða, og fimmtán-földum þeim fjárhæðum sem eru til ráðstöfunar
varðandi styrki og samfjármögnun. Þetta kallar á forgangsröðun sérfræðinga stofnunarinnar við allar allar
ákvarðanir og tillögur sínar. Hafna verður mörgum erindum og forgangsröðunin verður að lúta jafnræðisreglu og málefnalegu
gegnsæi.
Lesa meira
Verulegur hallarekstur á síðasta ári
20 júní, 2003
Í ræðu Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóra Byggðastofnunar, á ársfundi stofnunarinnar á Höfn í Hornafirði kom fram
að á liðnu ári var verulegur halli á stofnuninni, eða sem nam 408 milljónum króna.
Lesa meira
Málþing um aðgengi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á landsbyggðinni að lánsfjármagni
18 júní, 2003
Smellið á nafn framsögumanns til að lesa erindið.
Lesa meira
350 milljónir til hlutafjárkaupa í nýsköpunarfyrirtækjum og sprotafyrirtækjum á landsbyggðinni
2 maí, 2003
Á fundi ríkisstjórnar Íslands þann 11. febrúar 2003 var ákveðið að verja 700 milljónum króna til
atvinnuþróunarverkefna á landsbyggðinni. Þar af hefur Byggðastofnun verið falið að annast úthlutun á 500 milljónum króna.
Í fyrsta áfanga verkefnisins verður 350 milljónum króna varið til kaupa á hlutafé í álitlegum sprotafyrirtækjum og
nýsköpunarfyrirtækjum í skýrum vexti og auglýsir stofnunin umsóknarfresti frá og með 1. maí 2003.
Lesa meira
Málþing um afkomu, samstarf og markaðssetningu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni.
25 apríl, 2003
Hótel Selfoss föstudaginn 4. apríl kl. 13:00-17:00
Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands, Byggðastofnun, Ferðamálasetur Íslands og Ferðamálasamtök Suðurlands efndu til
málþings um afkomu, samstarf, markaðssetningu og ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni á Selfossi föstudaginn 4. apríl
síðastliðinn.
Lesa meira
Kallað eftir upplýsingum um flutningskostnað fyrirtækja á landsbyggðinni
16 apríl, 2003
Í byrjun febrúar var kynnt í ríkisstjórn skýrsla nefndar um flutningskostnað. Ríkisstjórnin fól Byggðastofnun að meta
umfang flutningagreina sem eiga undir högg að sækja staðsetningar vegna og að meta hver styrkþörfin gæti verið.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember