Fréttir
Þrjú ný NPP verkefni með íslenskri þátttöku
Vorið 2002 gerðust, Íslendingar aðilar að Norðurslóðaáætlun ESB NPP (Northern Periphery Programme) með samþykkt Alþingis á þingsályktun um stefnu í byggðamálum fyrir árin 2002 - 2005. Framlag íslenskra stjórnvalda til áætlunarinnar eru 25 milljónir á ári og eru þau verkefni sem Íslendingar taka þátt í styrkt af þessu framlagi, en verkefnin njóta einnig framlaga og þátttöku samstarfsaðila frá öðrum löndum áætlunarinnar. NPP byggðaáætlunin er rekin á svipuðum forsendum og rannsóknaráætlanir innan EES-samningsins þ.e. byggja verður á hagnýtum hugmyndum og rannsóknum. Einstök verkefni fá síðan stuðning, eftir mat sérfræðinga í öllum aðildarlöndunum og er stuðningur einnig háður a.m.k. 40% - 50% mótframlagi umsóknaraðila.
Norðurhéruð Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Skotlands ásamt Færeyjum, Grænlandi og Íslandi eiga aðild að áætluninni. Norðurslóðaáætluninni er ætlað að stuðla að samstarfsverkefnum sem miða að því að finna lausnir og/eða stunda rannsóknir á sameiginlegum viðfangsefnum norðurhéraða. Áherslur verkefna geta verið af þrennum toga. Í fyrsta lagi verkefni tengd samgöngu- og fjarskiptamálum, í öðru lagi verkefni tengd atvinnuþróun og vistvænni nýtingu náttúruauðlinda og í þriðja lagi verkefni tengd eflingu samfélaga á norðurslóðum. Með aukinni alþjóðavæðingu sem og aukinni ábyrgð einstakra svæða, fyrirtækja og einstaklinga í þeirri þróun, eru verkefni sem NPP telur líkleg til að skila aukinni samkeppnishæfni og árangri á sviði byggðamála.
Tvisvar á ári (í júní og nóvember) eru umsóknir metnar af verkefnisstjórn áætlunarinnar, sem skipuð er fulltrúum allra aðildarlandanna. Nýlega samþykkti verkefnisstjórn NPP stuðning við þrjú verkefni með íslenskri þátttöku. Umsóknir í íslenska hlutann voru mun hærri en það fjármagn sem til ráðstöfunar var, sem kom niður á úthlutun. Verkefni sem hlutu stuðning að þessu sinni voru:
- Development by branding the trade mark“ (BRANDR)er samstarfsverkefni milli fjögurra sveitarfélaga á norðurslóðum. Markmið þess er að skoða leiðir til markaðssetningar og ímyndarsköpunar sveitarfélaga t.a.m. með því að þróa „vörumerki”. Akureyrarbær tekur þátt í þessu verkefni.
- „YoungEntrepreneur Factory“ (YEF) er verkefni sem miðar að því að virkja unga frumkvöðla á norðurslóðum. IMPRA–Nýsköpunarmiðstöð tekur þátt í verkefninu og einnig munu nokkur atvinnuþróunarfélög á landsbyggðinni eiga aðild að verkefninu.
- „Rural Business Information Exchange Systems“ (RUBIES) er verkefni um upplýsingatækni í dreifbýli. Gagnasöfnun um stöðu upplýsingatæknimála í dreifbýli ásamt þróun hugbúnaðar eru meðal aðgerða í verkefninu. Íslenska verkefnið Upplýsingatækni í dreifbýli og Iðntæknistofnun eiga aðild að verkefninu.
Nú þegar eru íslenskir aðilar þátttakendur í sjö verkefnum af átján innan áætlunarinnar sem telja verður afar góðan árangur og sýnir um leið þá grósku og möguleika sem íslenskum aðilum bjóðast með byggðaverkefnum sem þessum. Fyrir utan fyrrnefnd verkefni eru íslendingar einnig aðilar að eftirfarandi verkefnum:
- Háskólinn á Akureyri tekur þátt í símenntunar og fjarkennslu verkefni sem kallast „Community Learning Networks“
- Þróunarstofa Austurlands ásamt nokkrum sveitarfélögum á Austurlandi tekur þátt í verkefninu „Small Town Networks“ sem miðar að sameiginlegri stefnumótunarvinnu sveitarfélaga. http://www.smalltownnetworks.com/
- Byggðastofnun ásamt sex íslenskum þátttakendum taka þátt í Víkinga verkefninu „Destination Viking - Sagas & Storytelling“ sem varðar uppbyggingu á menningarferðaþjónustu í tengslum við sögu víkinganna. Íslensku aðilarnir eru Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða með verkefni um Gísla sögu, Dalabyggð með Eiríksstaði og Leifsverkefnið, Safnahús Vesturlands með Egilsstofu, Grettistak sf í Húnaþingi vestra, Reykjanesbær með víkingaskipið Íslending og uppsveitir Árnessýslu með verkefni um Þjórsárdal og Þjóðveldisbæinn. Þetta er jafnframt fyrsta Norðurslóðaverkefnið sem er undir stjórn Íslendinga.
- Að lokum er að nefna verkefnið „Rural Business Women“ sem snýr að atvinnusköpun kvenna í dreifbýli. Atvinnu- og jafnréttisráðgjafar í Norðaustur og -vestur kjördæmi koma að verkefninu fyrir Íslands hönd.
Kynningarfundir og verkefnastefnumót eru haldin reglulega til þess að kynna áætlunina og þá möguleika sem hún gefur og leiða saman aðila með verkefnahugmyndir og auðvelda þeim þannig leit að samstarfsaðilum. Síðasta verkefnastefnumót var haldið hér á Íslandi í Svartsengi dagana 13.-14. september 2002 en næsta verkefnastefnumót verður haldið í Noregi dagana 16.-17. október næstkomandi. Næsti frestur til að skila inn umsóknum til Norðurslóðaáætlunarinnar er til 15. september nk.
Byggðastofnun rekur skrifstofu Norðurslóðaáætlunarinnar á Íslandi en þar er m.a. hægt að fá nánari upplýsingar um áætlunina og aðstoð við að nálgast erlenda samstarfsaðila. Nánari upplýsingar veitir starfsmaður þróunarsviðs Byggðastofnunar Ingunn Helga Bjarnadóttir – ingunn@byggdastofnun.is Á heimasíðu Byggðastofnunar má finna nánari upplýsingar um áætlunina: http://www.byggdastofnun.is/ErlentSamstarf/NPP Einnig má finna ítarlegar upplýsingar um áætlunina á heimasíðu hennar http://www.northernperiphery.net/
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember