Fara í efni  

Fréttir

Þörf fyrir Byggðastofnun um fyrirsjáanlega framtíð

“Það verður þörf fyrir Byggðastofnun um fyrirsjáanlega framtíð. Byggðastofnun er hlekkur keðjunnar í fjölþættu gróskuríku þjóðlífi á framtíðarbraut. Það verður áfram þörf fyrir rannsóknar- og ráðgjafarstöð og fjárfestingarlánastofnun á þessu sviði. Í þessu er engin þversögn. Allir þessir þættir verða til að koma í gróskuvænlegu þjóðrækilegu framtíðarsamfélagi,” sagði Jón Sigurðsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar á ársfundi hennar á Höfn í Hornafirði, á dögunum. Í erindi sínu lagði stjórnarformaðurinn áherslu á breytt hlutverk stofnunarinnar og vönduð vinnubrögð við meðferð mála hjá stofnuninni.

(Lesa ræðu stjórnarformanns í heild)

“Fólkið á landsbyggðinni lítur meðal annars til Byggðastofnunar. Það veit að stofnuninni eru settar skorður og að hún verður að hafna mörgum erindum, og að stofnunin verður að standa fast á rétti og hagsmunum þegar út af ber. Þeim mun fremur verður fólkið á landsbyggðinni, og allur almenningur, að hafa ástæður til að treysta því að starfað sé samkvæmt jafnræðisreglu, góðri stjórnsýslu og málefnalegu gegnsæi, af heilindum og í heiðarleika. Þetta hefur stjórn Byggðastofnunar gert. Og þetta hafa stjórnendur, sérfræðingar og aðrir starfsmenn Byggðastofnunar gert. Allir geta treyst því að þeir fá heiðarlega afgreiðslu í Byggðastofnun,” sagði Jón.

Stjórnarformaðurinn sagði mikla vinnu að baki í breytingum á regluverki í kringum Byggðastofnun en sem kunnugt er heyrir stofnunin nú undir iðnaðarráðuneytið en tilheyrði áður forsætisráðuneytinu. Eitt af stærri verkefnum byggðastofnunar er að framfylgja stefnu Alþingis í byggðamálum sem samþykkt var í maí 2002  en aðalatriði hennar eru eftirfarandi:

*   að draga úr mismun lífskjara og lífsmöguleika,

*   að skapa landsbyggðinni sem hagstæðust búsetuskilyrði,

*   að aðstoða við aðlögun að örri þróun samfélags og atvinnulífs,

*   að treysta búsetuskilyrði í fjölmennustu byggðum úti á landi,

*   að rækta menningu, auðga þjóðlíf og skapa fjölbreytilega kosti í búsetu og lífsháttum,

*  að stuðla að fjölbreytni og jöfnun starfsskilyrða,

*   að stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda og góðri umgengni við náttúru landsins.

 

 

“Byggðastofnun er í senn rannsóknar- og ráðgjafarstöð og fjárfestingarlánastofnun. Byggðastofnun mótar ekki stefnu heldur framfylgir byggðastefnu stjórnvalda,” sagði Jón. “Sérstaða Byggðastofnunar birtist í því að hún hefur afskipti af málum aðeins á skilgreindu starfssvæði sínu á landsbyggðinni. Sérstaða stofnunarinnar birtist líka í sérstökum lánakjörum sem hún býður og viðmiðunum um veð, tryggingar, greiðslugetu og rekstrarhæfi. Þá sést sérstaða stofnunarinnar í því að henni er heimilt að meta byggðarmikilvægi ásamt öðrum málsástæðum. Loks birtist sérstaða Byggðastofnunar í þeirri miklu vinnu sem starfsmenn leggja í aðstoð við viðskiptamenn. “

Jón lagði áherslu á að stofnunin starfi ekki á pólitískum forsendum. Stofnuninni beri að starfa sem fjárfestingarlánastofnun með skilgreindri sérstöðu og með tilsettu fjárhagslegu markmiði og í samræmi við reglur góðrar stjórnsýslu, jafnræðisreglu og málefnalegt gegnsæi í ákvörðunum og aðgerðum.

Byggðastofnun er rannsóknar- og ráðgjafarstöð og fjárfestingarlánastofnun. Henni ber samkvæmt lögum m.a. að tryggja verðgildi eigin sjóða. Hún mótar ekki sjálfstæða stefnu og er ekki umsjónarstofnun sem tekur eigið frumkvæði að verklegum framkvæmdum eða stjórnun athafna á vettvangi. Hún er þjónustustofnun með tilgreindum hlutverkum.

“Stjórnarmenn  og starfsmenn Byggðastofnunar eru ekki aðeins aðilar að framkvæmd byggðastefnu stjórnvalda. Þeir eru líka hagsmunagæslumenn skattgreiðenda og eiga að vaka yfir hagsmunum almennings við störf sín. Þeir eru meðal annars eftirlitsmenn með ráðstöfun og meðferð fjármuna sem almennir skattgreiðendur hafa lagt í þennan sjóð.

Byggðastofnun hefur margháttuð samskipti við aðrar lánastofnanir. Það er lenska að réttindi Byggðastofnunar og þar með almennings í lánamálum, varðandi veð, veðrétti og ýmsar björgunaraðgerðir eigi alltaf að víkja fyrir öðrum aðilum, þ.á m. bönkum og lánastofnunum. Og menn verða hissa þegar þeim er bent á skriflegar opinberlega staðfestar reglur Byggðastofnunar sem hindra ný veðleyfi og takmarka veðflutninga og skuldskeytingu. Ýmislegt bendir til þess að bankar og flestar lánastofnanir hafi yfirgefið landsbyggðina að verulegu leyti og komi helst ekki að málum, nema með þessu skilyrði, að hagsmunir Byggðastofnunar verði látnir víkja. Byggðastofnun hefur reynt til ýtrasta að taka hart í reipið á móti,” sagði Jón Sigurðsson, m.a. í ræðu sinni á ársfundi Byggðatofnunar 2003

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389