Fréttir
Umsóknir um margfalt hærri upphæðum en eru til ráðstöfunar
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Byggðastofnunar, sagði stofnunina aldrei fara of ýtarlega yfir umsóknir og erindi, til að meta og skilgreina, miðað við þær skyldur og þau hlutverk sem þessari stofnun eru ætluð. “Við verðum að leggja strangar mælistikur um rekstrarhæfi, fjárhagslega burði og málefnalegan, viðskiptalegan og tæknilegan undirbúning. Hvert það verkefni sem fær fjármagn en rennur síðan út í sandinn dregur afl og þrótt og kjark úr mönnum,” sagði Jón í ræðu sinni á fundinum..
Fram kom í máli hans að með róttækum breytingum á verklagsreglum fyrirtækjasviðs, sem samþykktar voru 19. ágúst 2002 og útgefnar með heildarendurskoðun 15. nóvember 2002, hafi verið tryggð miklu jafnari og greiðari afgreiðsla lánaerinda en áður hafi verið. Sett var ný verkaskipting milli starfsmanna og stjórnar sem m.a. gerir ráð fyrir því að umsækjendur hafa málskotsrétt til stjórnar, ef þeir vilja ekki una afgreiðslu stofnunarinnar. Samtímis hurfu stjórnarmenn úr lánanefnd og frá afskiptum af fyrstu umfjöllun um langflest erindi. “Nú starfar Byggðastofnun að þessu leyti mjög líkt sem aðrir fjárfestingarlánasjóðir og tryggt er að jafnræðisregla og góð stjórnsýsla séu í heiðri hafðar,” sagði stjórnarformaðurinn.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember