Fréttir
Málþing um afkomu, samstarf og markaðssetningu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni.
Málþingið var vel sótt en hátt í eitthundrað manns mættu til leiks. Fram kom í máli fyrirlesara að samstarf ferðaþjónustufyrirtækja væri grundvallar forsenda atvinnugreinarinnar til þess að hún gæti dafnað til framtíðar. Meðal þess sem kom fram í erindi Péturs Rafnssonar formanni Ferðamálasamtaka Íslands var að frumkvöðlastarf í ferðaþjónustunni hefði einkennst af því að í sífellt væri verið að bregðast við aðstæðum fremur en að framtíðin væri kortlögð og skipulögð. Undir þessi orð tók Vilhjálmur Baldursson forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar, auk þess sem hann taldi að eitt af vandamálum atvinnugreinarinnar væri að auðvelt aðgengi nýrra fyrirtækja hafi leitt til þess að ferðaþjónustufyrirtækin á landsbyggðinni væru í rauninni of mörg og smá. Vilhjálmur sagði ennfremur að mikilvægt væri að auka rekstrarþekkingu í greininni þar sem stöðugt væri verið að gera meiri kröfur til lántaka. Friðgeir M. Baldursson útibússtjóri Landsbankans á Selfossi sagði í sínu erindi að skortur á rekstrarupplýsingum fyrirtækja í greininni skapi mikla óvissu fyrir fjármálafyrirtæki og vísbendingar væru um að vanskil væru að aukast sem endurspeglaði versnandi nýtingu hótela- og gistiheimila á landsbyggðinni. Fram kom í máli Jóns Karls Ólafssonar framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands að nauðsynlegt væri fyrir ferðaþjónustuna á landsbyggðinni að svæðin skapi sér sérstöðu því það væri grundvallar forsenda fyrir því að ferðamenn komi og dvelji á svæðinu. Til að skapa þessar aðstæður þyrfti m.a. að láta af hrepparíg og vinna saman að markaðssetningu og öðlast þekkingu á viðskiptavininum og þörfum hans
Ofangreindir fyrirlesarar töldu að helstu þröskuldar í ferðaþjónustunni á landsbyggðinni væri m.a. lítið rekstraröryggi og ýmsir áhrifavaldar í ytra umhverfi sem greinin hefur ekki mikil áhrif á en geta að engu að síður ráðið miklu um afkomu einstakra fyrirtækja. Til þess að yfirstíga þröskuldana var lögð áhersla á að auka rekstrarþekkingu, vinna að frekari stefnumótun, bæði fyrir einstök svæði og samræmda stefnumótun og áhersla lögð á samhæfingu um ímynd Íslands.
Arnar Már Ólafsson forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands kynnti nýja rannsókn um samstarf fyrirtækja í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að kortleggja það samstarf sem átt hefur sér stað og áhersla er lögð á að greina hvaða þættir leiða af sér árangursríkt samstarf og finna með hvaða hætti ferðaþjónustuaðilar á landsbyggðinni geta tileinkað sér þá. Í þeim tilgangi að stuðla að aukinni samkeppnishæfni og á þann hátt bætt afkomu fyrirtækjanna. Skagafjörður var fyrsta svæðið sem kannað var og gefa frumniðurstöður til kynna að ákveðnir þættir virðast vera nauðsynlegir til þess að samstarf gangi upp á meðan aðrir koma í veg fyrir samstarf. Meðal helstu þátta sem voru taldir nauðsynlegir til þess að samstarf gangi upp var, gagnkvæmt traust, nægt öruggt fjármagn, hlutleysi stjórnenda opinn hugur þátttakenda sem stefna að sameiginlegum markmiðum. Helstu þættir sem koma í veg fyrir samstarf samkvæmt frumniðurstöðum var fjármagnsskortur, lítil fyrirtæki og lítill hagnaður af þeim, þekkingarleysi á viðskiptum og rekstri, skortur á stjórnun samstarfsins og óskýr markmið. Auk þess var skortur á vettvangi til að ræða saman var talið skipta máli þar sem hætta er á að ferðaþjónustuaðilar einangrast sem leiðir til þess að samstarf verður erfiðara.
Með stofnun Markaðsskrifstofu Norðurlands er einmitt verið að skapa einn slíkan vettvang fyrir samstarf ferðaþjónustuaðila og sveitarfélaga og kynnti Kjartan Lárusson verkefnisstjóri markmið Markaðsskrifstofnunnar. Þar sem fram kom m.a. að mikilvægasti hlekkurinn í þessu samstarfi væri aðkoma heimamanna þar sem hlutverk Markaðsskrifstofunnar væri að samhæfa vöruþróunina á svæðinu og mikilvægt væri að brjóta niður huglæga múra í ferðaþjónustunni. Undir þessi orð tók Anna Auður hótelstjóra á Hótel Héraði og ennfremur kom fram hjá henni að til þess að bæta afkoma ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni væri grundvallar atriði að fyrirtækin á svæðinu ynnu saman og hún benti á að samstarfið fyrir austan hefð skilað sér það kæmi m.a. fram í aukinni nýtingu á gistirými. Markaðssetningin ferðaþjónustunnar á Austurlandi hverfist um að nýta það sem fyrir er í náttúrunni, hvort sem það eru villtar afurðir náttúrunnar eða myrkrið, norðurljósin eða stjörnurnar. Auður Anna sagði ennfremur að til þess að ná árangri yrði samstarf fyrirtækja að byggja á trausti og virðingu fyrir störfum annarra og það væru fyrirtækin á Austurlandi búin að læra og árangur samstarfsins væri farinn að skila sér.
Glærur
- Arnar Már Ólafsson:Samstarf fyrirtækja í ferðaþjónustu á landsbyggðinni - aðferðafræði og frumniðurstöður rannsóknar
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember