Fréttir
Vel heppnað verkefnastefnumót Norðurslóðaáætlunarinnar (NPA) á Selfossi
Dagana 30.-31. október var haldið verkefnastefnumót Norðurslóðaáætlunarinnar á Hótel Selfossi. Meginmarkmið verkefnastefnumótsins er að efla tengslanet, miðla þekkingu og kynna NPA verkefnin sem íslenskir þátttakendur taka þátt í. Einnig fengu þátttakendur leiðsögn um helstu atriði er varðar fjárhagsuppgjör, skýrslugerð og endurskoðun verkefna og upplýsingar um framgang og stöðu Íslands innan áætlunarinnar.
Viðfangsefni NPA verkefnanna er afar fjölbreytt, meðal verkefna sem kynnt voru er t.d. kornverkefnið sem vinnur m.a. að því auk kornrækt á norðlægum slóðum. Þá er verkefni sem vinnur að því að draga úr mengun af efnum frá landbúnaði. Annað verkefni nýtir PGIS tækni í þeim tilgangi að auka þátttöku heimamanna við ákvarðanatöku um landskipulag og nýtingu náttúruauðlinda. Eitt verkefni vinnur að því að þróa áhættuvísa til að byggja upp þekkingu á áhrifum ferðamanna á umhverfið og hanna lausnir og aðferðir til draga úr umhverfisskaða. Annað verkefni vinnur að því að efla lífsgæði eldri borgara með því að auka m.a. þekkingu í upplýsingatækni, einfalda þjónustuform og byggja upp sjálfstraust á notkun á rafrænni heilbrigðisþjónustu. Þrjú orkuverkefni kynntu mismunandi leiðir við að auka notkun á sjálfbærri staðbundinni orku. Unnið er að því að innleiða lausnir við að bæta orkunýtni. Orkuverkefnin vinna á svæðum þar sem ekki er aðgengi að hagkvæmri hitaveitu og/eða þar sem bæta þarf orkuöryggi íbúa og fyrirtækja. Kynnt voru verkefni sem vinna að því að bæta stoðkerfi atvinnulífsins, m.a. er einn markhópurinn konur sem hafa viðskiptahugmyndir en hafa ekki stofnað fyrirtæki. Eitt af verkefnum tekst á við að búa til og prufukeyra verkfæri sem geta m.a. nýst söfnum, þjóðgörðum, skólum og sveitarfélögum við að vernda náttúru og miðla menningararfinum. Tæknilausnir verða nýttar til að varpa ljósi á fortíð, nútíð og framtíð með sýndarveruleika. Eins og sjá má eru verkefnin fjölbreytt og takast á við að leita lausna við mismunandi viðfangsefni en þau eiga það sameiginlegt að meginmarkmið þeirra er að bæta lífs- og búsetuskilyrði fólks á norðurslóðum.
Hægt er að kynna sér verkefnin undir dagskrárliðum verkefnastefnumótsins hér.
Mikill áhugi er meðal íslenskra aðila að taka þátt í Norðurslóðaverkefnum og eru íslenskir þátttakendur eftirsóttir samstarfsaðilar. Í júní 2018 var búið að samþykkja 44 aðalverkefni, þar af eru íslenskir þátttakendur í 24 verkefnum og fara íslenskir aðilar með verkefnisstjórn í tveimur aðalverkefnum.
Meginmarkmið Norðurslóðaáætlunarinnar er að stuðla að bættu atvinnu- og efnahagslífi og að eflingu búsetuþátta og mannauðs með fjölþjóðlegu samstarfi. Áherslur áætlunarinnar eru á nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi, endurnýjanlega orkugjafa og orkusparnað og verndun náttúru og menningu og hagkvæma nýtingu auðlinda á norðurslóðum.
Á heimasíðu NPA eru nánari upplýsingar um áherslur, markmið, leiðbeiningar, árangursmælikvarða og skýrslur, m.a. um afurðir og árangur verkefna úr fyrri áætlun (NPP) sem og núverandi Norðurslóðaverkefni.
Landstengiliður Íslands er Sigríður Elín Þórðardóttir; netfang sigridur@byggdastofnun.is sími 4555400.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember