Fara í efni  

Fréttir

Vel heppnað verkefnastefnumót Norðurslóðaáætlunarinnar (NPA 2014-2020)

Vel heppnað verkefnastefnumót Norðurslóðaáætlunarinnar (NPA 2014-2020)
Frá verkefnastefnumóti NPA

Dagana 15.-16. nóvember sl. var verkefnastefnumót íslenskra þátttakenda í verkefnum innan Norðurslóðaáætlunarinnar haldið á Hótel Hamri í Borgarnesi.

Meginmarkmið verkefnastefnumótsins var að efla tengslanet þátttakenda, kynna verkefnin sem nú eru í gangi með íslenskum þátttakendum, fara yfir helstu þætti er varðar fjárhagsuppgjör, skýrslugerð og endurskoðun verkefna og fara yfir þátttöku og fjárhagsstöðu Íslands í áætluninni.

Mikill áhugi er meðal íslenskra aðila að taka þátt í Norðurslóðaverkefnum og eru íslenskir þátttakendur eftirsóttir samstarfsaðilar. Í júlí 2016 var búið að samþykkja 27 forverkefni og eru íslenskir aðilar þátttakendur í sjö verkefnum. Samtals er búið að styrkja 25 aðalverkefni og þar af eru íslenskir þátttakendur í 13 og fara íslenskir aðilar með verkefnisstjórn í tveimur aðalverkefnum. Háskóli Íslands stýrir verkefninu Smart Fish sem vinnur að þróun og hönnun á snjallstrikamiðum sem eiga að tryggja rekjanleika og ferskleika sjávarafurða frá framleiðanda til neytenda. Matís fer með verkefnisstjórn í Cereals í verkefninu er unnið að því að rannsaka og þróa nýjar aðferðir við kornrækt á norðurslóðum og aðstoða frumkvöðla við vöruþróun og markaðssetningu á nýjum afurðum úr korni, drykkjar- og matvörur. 

Nálgast má verkefnakynningar og fyrirlestra undir dagskrárliðum verkefnastefnumótsins hér.

Á sama tíma og góðri þátttöku íslenskra aðila í Norðurslóðaáætluninni ber að fagna eru miklar líkur á aðeins verði hægt að styrkja þrjú til fjögur ný aðalverkefni með íslenskri þátttöku ef ekki fæst meira fjáramagn. Ísland er búið að ráðstafa um 78% af fjármagninu sem stjórnvöld hafa samþykkt að verja til íslenskra aðila til ársins 2020.

Meginmarkmið Norðurslóðaáætlunarinnar er að stuðla að bættu atvinnu- og efnahagslífi og að eflingu búsetuþátta og mannauðs með fjölþjóðlegu samstarfi. Áherslur áætlunarinnar eru á nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi, endurnýjanlega orkugjafa og orkusparnað og verndun náttúru og menningu og hagkvæma nýtingu auðlinda á norðurslóðum. Meginforsenda að verkefni er styrkt er að það skili af sér afurð, vöru og/eða þjónustu sem bætir lífsgæði þeirra sem búa á starfssvæði áætlunarinnar.

Á heimasíðu NPA www.interreg-npa.eu eru nánari upplýsingar um áherslur, markmið, leiðbeiningar, árangursmælikvarða og skýrslur, m.a. um afurðir og árangur verkefna úr fyrri áætlun (NPP) sem og núverandi Norðurslóðaverkefni.

Landstengiliður Íslands er Sigríður Elín Þórðardóttir; netfang sigridur@byggdastofnun.is sími 4555400.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389